Oftar en einu sinni Þorvaldur Gylfason skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Sé mönnum alvara með því sem þeir segja þurfa þeir jafnan að segja sama hlutinn oftar en einu sinni. Segi menn skoðun sína aðeins einu sinni kann að liggja fiskur undir steini. Tökum dæmi.Forsetinn Í nýársávarpi sínu 2010 sagði forseti Íslands m.a.: „Það er líklega einn veikasti hlekkur íslenskrar stjórnskipunar að sjálfstæði dómstólanna, Hæstaréttar og héraðsdóma, er ekki tryggt í stjórnarskrá. … hollustan við flokk ráðherrans [hefur] verið mælikvarðinn sem mestu skipti … Stjórnkerfið, ráðuneyti og eftirlitsstofnanir, hafa líka liðið fyrir hið flokkslega mat við ráðningar og slík meinsemd veikti getu stofnana til að veita aðhald. Flokksskírteinið var í mörgum tilvikum mikilvægara en fagleg hæfni; vinátta eða vensl við ráðherra riðu baggamuninn. Þeirri skyldu að bera sannleikanum ávallt vitni í áheyrn valdhafanna var iðulega vikið til hliðar. Þessi brotalöm í stjórnkerfi landsins … hefur … verið samofin stjórnmálabaráttu alls lýðveldistímans. … þetta flokksvædda stjórnkerfi … átti tvímælalaust þátt í því hve illa fór. Þær stofnanir sem áttu að veita faglega og óháða ráðgjöf reyndust of veikar þegar mest á reið. Styrking stjórnkerfis og ótvírætt sjálfstæði dómstóla og stofnana á vettvangi réttarfars og eftirlits eru forgangsmál við endurreisn Íslands. Grundvallarbreyting á stjórnsýslu og réttarfari frá flokksræði til faglegs sjálfstæðis er lykillinn að farsælli framtíð, forsenda þess að nýjum áföllum verði afstýrt.“ Þessi hárrétti boðskapur forsetans virðist þó ekki vera honum hugleiknari en svo að hann hefur ekki hirt um að taka málið upp aftur þótt hann sæi sér hag í því aðþrengdur eftir hrun að nefna málið í eitt skipti eins og til að villa á sér heimildir. Aðild forsetans að tilræði Alþingis við lýðræðið í landinu með því að halda áfram að reyna að hunza úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá 2012 vitnar enn frekar um vandann, enda tekur nýja stjórnarskráin einmitt fast á þeim brestum sem forsetinn lýsir réttilega að framan.Ritstjórinn Tökum annað dæmi. Styrmir Gunnarsson, þá ritstjóri Morgunblaðsins, birti svofelldan texta í Reykjavíkurbréfi blaðsins 25. júní 2006: „Í of langan tíma hefur vont andrúmsloft heiftar og hefndar ráðið ferðinni í þjóðfélagsumræðum. …?engu er líkara en menn svífist einskis til þess að tryggja ákveðna hagsmuni. Stjórnmál og viðskiptalíf blandast saman með ýmsum hætti í þessu vonda andrúmslofti og það er hættuleg blanda. …?Vopnin sem notuð eru í þessari baráttu eru illt umtal. … meðan unnið er að því með markvissum hætti að skapa „andrúmsloft dauðans“ í kringum einhvern einstakling sitja aðrir hjá og bíða spenntir eftir því, hvort það tekst. …?við búum að sumu leyti í verra samfélagi en við höfum nokkru sinni gert í okkar samtíma. Hver vill búa í vondu samfélagi? Hver vill anda að sér vondu andrúmslofti?“ Síðan hefur Morgunblaðið ekki birt eitt aukatekið orð um málið. Ritstjórinn sagði að vísu við RNA (8. bindi, bls. 179): „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt.“ Ritstjórinn fv. hefur síðan verið á harðahlaupum frá þessum ummælum enda heldur hann áfram að vaða eld og reyk fyrir Sjálfstæðisflokkinn.Bankar og lög Fáeinir háskólamenn í Bandaríkjunum hafa ásamt öðrum lýst því sjónarmiði að ekki dugi að sekta banka fyrir lögbrot bankamanna. Allir helztu bankar Bandaríkjanna hafa sætt fjallháum sektum vegna lögbrota bankamanna síðustu ár en bankana munar ekkert um að greiða sektirnar, þeir taka varla eftir þeim. Að sekta banka fyrir lögbrot bankamanna er eins og að sekta Reykjanesbrautina fyrir of hraðan akstur. Embættismenn þóttust lengi vel ekki skilja þessa augljósu hliðstæðu. Það breyttist loksins á þessu ári. Í júní gerðist það að Stanley Fischer, aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, einn virtasti hagfræðingur samtímans, tók af skarið í blaðaviðtali og sagðist telja rétt að sækja bankamenn til saka fyrir meint lögbrot. Hann hefur þó sagt þetta aðeins einu sinni. Næst lýsti Ben Bernanke, nýhættur sem seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sömu skoðun í blaðaviðtali um nýútkomna bók sína þverhandarþykka um bankamálin þar vestra. Hann hefur þó sagt þetta aðeins einu sinni og segir ekki heldur orð um málið í bókinni. Loks gerðist það nýlega að Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, bar í ræðu lof á Íslendinga fyrir að hafa komið lögum yfir nokkra brotlega bankamenn. Hún hefur sagt þetta einu sinni. Reynslan mun leiða í ljós hvort þeim Fischer, Bernanke og Lagarde var alvara með ummælum sínum eða ekki.Auk þess legg ég til … Kató gamla er enn minnzt fyrir að láta engan velkjast í vafa um að hann meinti það sem hann sagði fyrir 2000 árum. Hann lauk öllum ræðum sínum í öldungadeildinni í Róm með orðunum „Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði“. Menn hlustuðu. Kató fékk að ráða lyktum málsins. Karþagó var lögð í eyði. Auk þess legg ég til að forseti Íslands og Alþingi láti af aðför sinni gegn lýðræðinu í landinu og virði vilja þjóðarinnar eins og hann birtist í úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá 20. október 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Sé mönnum alvara með því sem þeir segja þurfa þeir jafnan að segja sama hlutinn oftar en einu sinni. Segi menn skoðun sína aðeins einu sinni kann að liggja fiskur undir steini. Tökum dæmi.Forsetinn Í nýársávarpi sínu 2010 sagði forseti Íslands m.a.: „Það er líklega einn veikasti hlekkur íslenskrar stjórnskipunar að sjálfstæði dómstólanna, Hæstaréttar og héraðsdóma, er ekki tryggt í stjórnarskrá. … hollustan við flokk ráðherrans [hefur] verið mælikvarðinn sem mestu skipti … Stjórnkerfið, ráðuneyti og eftirlitsstofnanir, hafa líka liðið fyrir hið flokkslega mat við ráðningar og slík meinsemd veikti getu stofnana til að veita aðhald. Flokksskírteinið var í mörgum tilvikum mikilvægara en fagleg hæfni; vinátta eða vensl við ráðherra riðu baggamuninn. Þeirri skyldu að bera sannleikanum ávallt vitni í áheyrn valdhafanna var iðulega vikið til hliðar. Þessi brotalöm í stjórnkerfi landsins … hefur … verið samofin stjórnmálabaráttu alls lýðveldistímans. … þetta flokksvædda stjórnkerfi … átti tvímælalaust þátt í því hve illa fór. Þær stofnanir sem áttu að veita faglega og óháða ráðgjöf reyndust of veikar þegar mest á reið. Styrking stjórnkerfis og ótvírætt sjálfstæði dómstóla og stofnana á vettvangi réttarfars og eftirlits eru forgangsmál við endurreisn Íslands. Grundvallarbreyting á stjórnsýslu og réttarfari frá flokksræði til faglegs sjálfstæðis er lykillinn að farsælli framtíð, forsenda þess að nýjum áföllum verði afstýrt.“ Þessi hárrétti boðskapur forsetans virðist þó ekki vera honum hugleiknari en svo að hann hefur ekki hirt um að taka málið upp aftur þótt hann sæi sér hag í því aðþrengdur eftir hrun að nefna málið í eitt skipti eins og til að villa á sér heimildir. Aðild forsetans að tilræði Alþingis við lýðræðið í landinu með því að halda áfram að reyna að hunza úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá 2012 vitnar enn frekar um vandann, enda tekur nýja stjórnarskráin einmitt fast á þeim brestum sem forsetinn lýsir réttilega að framan.Ritstjórinn Tökum annað dæmi. Styrmir Gunnarsson, þá ritstjóri Morgunblaðsins, birti svofelldan texta í Reykjavíkurbréfi blaðsins 25. júní 2006: „Í of langan tíma hefur vont andrúmsloft heiftar og hefndar ráðið ferðinni í þjóðfélagsumræðum. …?engu er líkara en menn svífist einskis til þess að tryggja ákveðna hagsmuni. Stjórnmál og viðskiptalíf blandast saman með ýmsum hætti í þessu vonda andrúmslofti og það er hættuleg blanda. …?Vopnin sem notuð eru í þessari baráttu eru illt umtal. … meðan unnið er að því með markvissum hætti að skapa „andrúmsloft dauðans“ í kringum einhvern einstakling sitja aðrir hjá og bíða spenntir eftir því, hvort það tekst. …?við búum að sumu leyti í verra samfélagi en við höfum nokkru sinni gert í okkar samtíma. Hver vill búa í vondu samfélagi? Hver vill anda að sér vondu andrúmslofti?“ Síðan hefur Morgunblaðið ekki birt eitt aukatekið orð um málið. Ritstjórinn sagði að vísu við RNA (8. bindi, bls. 179): „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt.“ Ritstjórinn fv. hefur síðan verið á harðahlaupum frá þessum ummælum enda heldur hann áfram að vaða eld og reyk fyrir Sjálfstæðisflokkinn.Bankar og lög Fáeinir háskólamenn í Bandaríkjunum hafa ásamt öðrum lýst því sjónarmiði að ekki dugi að sekta banka fyrir lögbrot bankamanna. Allir helztu bankar Bandaríkjanna hafa sætt fjallháum sektum vegna lögbrota bankamanna síðustu ár en bankana munar ekkert um að greiða sektirnar, þeir taka varla eftir þeim. Að sekta banka fyrir lögbrot bankamanna er eins og að sekta Reykjanesbrautina fyrir of hraðan akstur. Embættismenn þóttust lengi vel ekki skilja þessa augljósu hliðstæðu. Það breyttist loksins á þessu ári. Í júní gerðist það að Stanley Fischer, aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, einn virtasti hagfræðingur samtímans, tók af skarið í blaðaviðtali og sagðist telja rétt að sækja bankamenn til saka fyrir meint lögbrot. Hann hefur þó sagt þetta aðeins einu sinni. Næst lýsti Ben Bernanke, nýhættur sem seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sömu skoðun í blaðaviðtali um nýútkomna bók sína þverhandarþykka um bankamálin þar vestra. Hann hefur þó sagt þetta aðeins einu sinni og segir ekki heldur orð um málið í bókinni. Loks gerðist það nýlega að Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, bar í ræðu lof á Íslendinga fyrir að hafa komið lögum yfir nokkra brotlega bankamenn. Hún hefur sagt þetta einu sinni. Reynslan mun leiða í ljós hvort þeim Fischer, Bernanke og Lagarde var alvara með ummælum sínum eða ekki.Auk þess legg ég til … Kató gamla er enn minnzt fyrir að láta engan velkjast í vafa um að hann meinti það sem hann sagði fyrir 2000 árum. Hann lauk öllum ræðum sínum í öldungadeildinni í Róm með orðunum „Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði“. Menn hlustuðu. Kató fékk að ráða lyktum málsins. Karþagó var lögð í eyði. Auk þess legg ég til að forseti Íslands og Alþingi láti af aðför sinni gegn lýðræðinu í landinu og virði vilja þjóðarinnar eins og hann birtist í úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá 20. október 2012.