Opið bréf til stjórnarformanns Íslandspósts Þröstur Friðfinnsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Kæri Eiríkur. Langafi minn var einn af síðustu landpóstunum sem fóru um á hestum eða gangandi og starfaði í sveitum Þingeyjarsýslu snemma á síðustu öld. Hann var aufúsugestur hvar sem hann kom og sagt var að hann bæri með sér glaðværð á bæi auk póstsins. Hann hafði metnað til að skila póstinum í réttar hendur á þeim tíma sem þá var mögulegt. Frá þeim tíma og fram á byrjun þessarar aldar var það stefna og markmið Póstsins að skila sendingum í réttar hendur, á sem allra stystum tíma. Var gaman að fylgjast með þeirri þróun og sjá Póstinn ná þeim frábæra árangri að skila mestöllum pósti innanlands til viðtakanda ekki seinna en daginn eftir að hann var sendur af stað. Nú síðustu ár hefur orðið sú breyting á að þetta er ekki lengur fyrsta markmið fyrirtækisins, hvað sem veldur. Ef ég sendi t.d. bréf frá Grýtubakkahreppi til Sparisjóðs Höfðhverfinga með pósti er leiðin þannig: Ég fer með bréfið til umboðsmanns Póstsins, í Jónsabúð (sem er hér í sama húsi). Þó Jón gæti sem best komið því rakleiðis í Sparisjóðinn (sem er raunar hér í sama húsi einnig) má hann ekki lengur veita slíka þjónustu fyrir Póstinn, þó sjálfur sé þjónustusinnaður! Komi ég eftir hádegi skal bréfið fara með póstbíl inn á Akureyri daginn eftir. Hafi ég keypt mér „hraðþjónustu“ A-pósts, er bréfið flokkað á Akureyri og sent aftur út á Grenivík daginn þar á eftir þar sem Jón ber það út samdægurs. Berst það þá í sparisjóðinn á þriðja degi og telst besti kostur hjá Póstinum í dag. Sendi ég bréfið með B-pósti, þá fer það sömu leið inn á Akureyri en er þar flokkað og sent til Reykjavíkur til frekari flokkunar í stóru flokkunarvélinni! Síðan er það sent norður á Akureyri aftur og enn er það forfært og fer svo áfram með póstbílnum til Grenivíkur. Þar tekur Jón við því og ber út samdægurs. Þá fær sparisjóðurinn bréfið á fjórða til sjötta degi eftir því hvernig stendur á helgi. Fundarboð eitt þurfti ég að senda út um daginn. Færði ég Jóni bunka eftir hádegi á fimmtudag, dreifibréf til íbúa með auglýsingu um fund á þriðjudag. Taldi að myndi sleppa þó ekki yrði borið út fyrr en á mánudag. Þá færi þetta til Akureyrar á föstudag og kæmi þaðan aftur á mánudagsmorgun. Nú bar svo við að ekki mátti lengur senda þetta með næstu ferð frá Akureyri til baka, betra væri að halda þessu á Akureyri í tvo virka daga og kom því bréfið til dreifingar hér á Grenivík á þriðjudag, eða á fimmta degi frá því ég kom því af stað. Eins og ég sagði fyrr er Jón fullur af vilja til góðrar þjónustu fyrir Póstinn, ekki síður en í sinni góðu búð. Hann lét mig því vita að bréfið hefði ekki komið á mánudag eins og vænst var. Við gerðum því í snatri ráðstafanir til að prenta bréfið út aftur og dreifa því hér á Grenivík á mánudaginn. Ég taldi annað ófært til að ná sæmilegri boðun á fundinn. Þessi öfugþróun hjá Póstinum er um þessar mundir nánast að klára að rústa því góða orðspori sem fyrirtækið var búið að ávinna sér með áratuga þrotlausri baráttu. Baráttu við náttúruöflin, erfitt og víðfeðmt land með dreifðar byggðir. Baráttu sem hafði þó unnist, með einstökum dugnaði og útsjónarsemi starfsfólks um langan aldur sem hafði að sínu leiðarljósi að gera betur í ár en í fyrra og enn betur næsta ár. Það orðspor verður ekki endurheimt með dýrum langlokuauglýsingum í sjónvarpi. Þó hér sé sögð sagan frá Grenivík, á hún jafnt við Hvammstanga, Hellu eða Bolungarvík. Ég held að því miður sé nokkurt jafnræði í afturförinni. Afturför sem hrekur okkur sem höfum nýtt þjónustu Póstsins í áratugi, okkur sem raunar eigum fyrirtækið og þykir vænt um það, til þess að leita allra annarra leiða til að koma bréfum og sendingum okkar til skila. Við neyðumst til að leita til íþróttafélaga, skóla, björgunarsveita eða hvers þess aðila sem er t.d. í fjáröflunarstarfi og getur tekið að sér dreifingu sendinga. Það hlýtur að vera allt að því einsdæmi í sögunni að þjónustufyrirtæki vinni svo markvisst að því að hrekja frá sér viðskiptavinina sem það þó byggir tilveru sína á! Því spyr ég þig, minn kæri vin Eiríkur: Ætlarðu að snúa þessu til fyrri stefnu um bestu mögulega þjónustu, eða verðum við að segja endanlega skilið við Póstinn sem okkar fyrsta kost í dreifingu bréfa og sendinga? Ég bið þig vinsamlegast að ræða alls ekki við okkur hagræðingu í rekstri. Hér á Grenivík höfum við ekki þær háskólagráður né hugmyndaflug sem þarf til að sjá hagræðið í þessu ferli. Að bera bréfið út í bíl á Grenivík, keyra það til Akureyrar, bera það í hús þar, bera það aftur í bíl og aka til Reykjavíkur, bera það inn þar, flokka það í vél og ganga frá til útburðar, lesta það aftur í bíl til Akureyrar, taka úr bíl og í hús þar, lesta enn á ný í bíl til Grenivíkur, bera það inn til Jóns, og þá að lokum á hann eftir að dreifa því um þorpið. Allt þetta í stað þess að Jón taki við bréfinu og komi því strax til skila eins og áður þótti sjálfsagt og eðlilegt. Svo ég hverfi aftur til langafa míns, Gísla í Presthvammi, þá er ég viss um að hann hefði verið talinn elliær orðinn ef hann hefði tekið upp á því að hafa póstinn í koffortunum svo sem eins og einn aukahring um sveitina og skila þeim svo í næstu ferð, hvað þá þarnæstu. Fyrir slíkt háttalag hefði hann snarlega verið settur af og ráðlagt að láta líta á toppstykkið. Hvað eigum við landsmenn að halda um Póstinn í dag?Með bestu kveðju frá Grenivík,Þinn vinur Þröstur P.s. Ég sting þessu í póst á Grenivík í dag, 20. nóvember. Hann langafi minn hefði við þeirra tíma samgöngur getað komið þessu á einum degi hér inneftir ströndinni til þín, en væntanlega munt þú fá þetta í hendur eftir fjóra eða fimm daga, kannski frétti ég af því aftur hjá þér! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kæri Eiríkur. Langafi minn var einn af síðustu landpóstunum sem fóru um á hestum eða gangandi og starfaði í sveitum Þingeyjarsýslu snemma á síðustu öld. Hann var aufúsugestur hvar sem hann kom og sagt var að hann bæri með sér glaðværð á bæi auk póstsins. Hann hafði metnað til að skila póstinum í réttar hendur á þeim tíma sem þá var mögulegt. Frá þeim tíma og fram á byrjun þessarar aldar var það stefna og markmið Póstsins að skila sendingum í réttar hendur, á sem allra stystum tíma. Var gaman að fylgjast með þeirri þróun og sjá Póstinn ná þeim frábæra árangri að skila mestöllum pósti innanlands til viðtakanda ekki seinna en daginn eftir að hann var sendur af stað. Nú síðustu ár hefur orðið sú breyting á að þetta er ekki lengur fyrsta markmið fyrirtækisins, hvað sem veldur. Ef ég sendi t.d. bréf frá Grýtubakkahreppi til Sparisjóðs Höfðhverfinga með pósti er leiðin þannig: Ég fer með bréfið til umboðsmanns Póstsins, í Jónsabúð (sem er hér í sama húsi). Þó Jón gæti sem best komið því rakleiðis í Sparisjóðinn (sem er raunar hér í sama húsi einnig) má hann ekki lengur veita slíka þjónustu fyrir Póstinn, þó sjálfur sé þjónustusinnaður! Komi ég eftir hádegi skal bréfið fara með póstbíl inn á Akureyri daginn eftir. Hafi ég keypt mér „hraðþjónustu“ A-pósts, er bréfið flokkað á Akureyri og sent aftur út á Grenivík daginn þar á eftir þar sem Jón ber það út samdægurs. Berst það þá í sparisjóðinn á þriðja degi og telst besti kostur hjá Póstinum í dag. Sendi ég bréfið með B-pósti, þá fer það sömu leið inn á Akureyri en er þar flokkað og sent til Reykjavíkur til frekari flokkunar í stóru flokkunarvélinni! Síðan er það sent norður á Akureyri aftur og enn er það forfært og fer svo áfram með póstbílnum til Grenivíkur. Þar tekur Jón við því og ber út samdægurs. Þá fær sparisjóðurinn bréfið á fjórða til sjötta degi eftir því hvernig stendur á helgi. Fundarboð eitt þurfti ég að senda út um daginn. Færði ég Jóni bunka eftir hádegi á fimmtudag, dreifibréf til íbúa með auglýsingu um fund á þriðjudag. Taldi að myndi sleppa þó ekki yrði borið út fyrr en á mánudag. Þá færi þetta til Akureyrar á föstudag og kæmi þaðan aftur á mánudagsmorgun. Nú bar svo við að ekki mátti lengur senda þetta með næstu ferð frá Akureyri til baka, betra væri að halda þessu á Akureyri í tvo virka daga og kom því bréfið til dreifingar hér á Grenivík á þriðjudag, eða á fimmta degi frá því ég kom því af stað. Eins og ég sagði fyrr er Jón fullur af vilja til góðrar þjónustu fyrir Póstinn, ekki síður en í sinni góðu búð. Hann lét mig því vita að bréfið hefði ekki komið á mánudag eins og vænst var. Við gerðum því í snatri ráðstafanir til að prenta bréfið út aftur og dreifa því hér á Grenivík á mánudaginn. Ég taldi annað ófært til að ná sæmilegri boðun á fundinn. Þessi öfugþróun hjá Póstinum er um þessar mundir nánast að klára að rústa því góða orðspori sem fyrirtækið var búið að ávinna sér með áratuga þrotlausri baráttu. Baráttu við náttúruöflin, erfitt og víðfeðmt land með dreifðar byggðir. Baráttu sem hafði þó unnist, með einstökum dugnaði og útsjónarsemi starfsfólks um langan aldur sem hafði að sínu leiðarljósi að gera betur í ár en í fyrra og enn betur næsta ár. Það orðspor verður ekki endurheimt með dýrum langlokuauglýsingum í sjónvarpi. Þó hér sé sögð sagan frá Grenivík, á hún jafnt við Hvammstanga, Hellu eða Bolungarvík. Ég held að því miður sé nokkurt jafnræði í afturförinni. Afturför sem hrekur okkur sem höfum nýtt þjónustu Póstsins í áratugi, okkur sem raunar eigum fyrirtækið og þykir vænt um það, til þess að leita allra annarra leiða til að koma bréfum og sendingum okkar til skila. Við neyðumst til að leita til íþróttafélaga, skóla, björgunarsveita eða hvers þess aðila sem er t.d. í fjáröflunarstarfi og getur tekið að sér dreifingu sendinga. Það hlýtur að vera allt að því einsdæmi í sögunni að þjónustufyrirtæki vinni svo markvisst að því að hrekja frá sér viðskiptavinina sem það þó byggir tilveru sína á! Því spyr ég þig, minn kæri vin Eiríkur: Ætlarðu að snúa þessu til fyrri stefnu um bestu mögulega þjónustu, eða verðum við að segja endanlega skilið við Póstinn sem okkar fyrsta kost í dreifingu bréfa og sendinga? Ég bið þig vinsamlegast að ræða alls ekki við okkur hagræðingu í rekstri. Hér á Grenivík höfum við ekki þær háskólagráður né hugmyndaflug sem þarf til að sjá hagræðið í þessu ferli. Að bera bréfið út í bíl á Grenivík, keyra það til Akureyrar, bera það í hús þar, bera það aftur í bíl og aka til Reykjavíkur, bera það inn þar, flokka það í vél og ganga frá til útburðar, lesta það aftur í bíl til Akureyrar, taka úr bíl og í hús þar, lesta enn á ný í bíl til Grenivíkur, bera það inn til Jóns, og þá að lokum á hann eftir að dreifa því um þorpið. Allt þetta í stað þess að Jón taki við bréfinu og komi því strax til skila eins og áður þótti sjálfsagt og eðlilegt. Svo ég hverfi aftur til langafa míns, Gísla í Presthvammi, þá er ég viss um að hann hefði verið talinn elliær orðinn ef hann hefði tekið upp á því að hafa póstinn í koffortunum svo sem eins og einn aukahring um sveitina og skila þeim svo í næstu ferð, hvað þá þarnæstu. Fyrir slíkt háttalag hefði hann snarlega verið settur af og ráðlagt að láta líta á toppstykkið. Hvað eigum við landsmenn að halda um Póstinn í dag?Með bestu kveðju frá Grenivík,Þinn vinur Þröstur P.s. Ég sting þessu í póst á Grenivík í dag, 20. nóvember. Hann langafi minn hefði við þeirra tíma samgöngur getað komið þessu á einum degi hér inneftir ströndinni til þín, en væntanlega munt þú fá þetta í hendur eftir fjóra eða fimm daga, kannski frétti ég af því aftur hjá þér!
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun