Drift í yfirgefinni verslunarmiðstöð Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2015 09:42 Vart er hægt að gefa góðum drifturum betra leiksvæði en stóra yfirgefna verslunarmiðstöð sem leikvöll. Það fengu þó ökumennirnir Chris Forsberg og Ryan Tuerck sem leiksvæði, en Howthorne Plaza Shopping Center var opnað árið 1977, en lagt af árið 1999. Ökumennirnir höfðu undir höndum tvo Nissan 370Z bíla, samtals með um 1.000 hestöfl undir húddinu og því eru þessir bílar fremur hæfir til drifts. Howthorne Plaza Shopping Center var einmitt notað við tökur á myndinni Fast and the Furious: Tokyo Drift og við tökur á ýmsum öðrum kvikmyndum. Ekki verður annað sagt en að þessi verslunarmiðstöð sé kjörinn leikvangur fyrir eins hæfa driftara og þeir Chris og Ryan eru og víst er að þeir hafa skemmt sér við þessar tökur. Þær voru gerðar af undirlagi Hoonigan fataframleiðandans og Nissan Motors í tilefni Black Friday dagsins sem er á morgun í Bandaríkjunum og tengist Thanksgiving hátíðinni nú um helgina. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent
Vart er hægt að gefa góðum drifturum betra leiksvæði en stóra yfirgefna verslunarmiðstöð sem leikvöll. Það fengu þó ökumennirnir Chris Forsberg og Ryan Tuerck sem leiksvæði, en Howthorne Plaza Shopping Center var opnað árið 1977, en lagt af árið 1999. Ökumennirnir höfðu undir höndum tvo Nissan 370Z bíla, samtals með um 1.000 hestöfl undir húddinu og því eru þessir bílar fremur hæfir til drifts. Howthorne Plaza Shopping Center var einmitt notað við tökur á myndinni Fast and the Furious: Tokyo Drift og við tökur á ýmsum öðrum kvikmyndum. Ekki verður annað sagt en að þessi verslunarmiðstöð sé kjörinn leikvangur fyrir eins hæfa driftara og þeir Chris og Ryan eru og víst er að þeir hafa skemmt sér við þessar tökur. Þær voru gerðar af undirlagi Hoonigan fataframleiðandans og Nissan Motors í tilefni Black Friday dagsins sem er á morgun í Bandaríkjunum og tengist Thanksgiving hátíðinni nú um helgina.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent