Umfjöllun og viðtöl: Þór - Haukar 70-88 | Skotsýning Hauka tryggði sigurinn Kristinn Páll Teitsson í Þorlákshöfn skrifar 26. nóvember 2015 21:30 Þórsarar ráða ráðum sínum. vísir/ernir Þriggja stiga skotsýning Hauka í þriðja leikhluta gerði útslagið í öruggum 18 stiga sigri á Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld. Leikmönnum Hauka gekk illa að hrista Þór frá sér fram að þriðja leikhluta þar sem Haukarnir hittu úr 80% þriggja stiga skota sinna og náðu þegar mest var 22 stiga forskoti. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leik kvöldsins með átta stig að sjö umferðum loknum en tap Þórs gegn Grindavík í síðustu umferð kom eftir fjóra sigurleiki í röð. Liðin skiptust á körfum í fyrsta leikhluta þrátt fyrir að gestirnir úr Hafnarfirðinum hafi virkað einbeittari og grimmari. Áttu liðin í erfiðleikum í sóknarleiknum, skotin voru ekki að detta og var staðan jöfn að loknum fyrsta leikhluta 18-18. Stephen Madison fór fyrir liði Hauka á fyrstu fimmtán mínútum leiksins en þegar liðsfélagar hans stigu upp í öðrum leikhluta náðu Hafnfirðingar forskoti með 11-0 kafla sem þeir héldu út leikinn. Skotin sem þeir fengu í fyrsta leikhluta fóru að detta niður og fór munurinn þegar mest var upp í tíu stig en heimamönnum tókst að minnka muninn niður í átta stig fyrir lok annars leikhluta, 37-45. Í þriðja leikhluta buðu liðin upp á þriggja stiga skotsýningu en Þórsarar settu þrjá þrista í röð og minnkuðu muninn niður í fimm stig um miðbik þriðja leikhluta en þá var komið að gestunum. Settu Haukarnir niður átta þriggja stiga skot úr aðeins tíu tilraunum í leikhlutanum og fór munurinn þegar mest var upp í 22 stig stuttu fyrir lok leikhlutans. Í fjórða leikhluta voru úrslitin aldrei í hættu en Haukarnir gerðu einfaldlega nóg til þess að hleypa Þórsurum aldrei nálægt sér og lauk leiknum með 88-70 stiga sigri gestanna úr Hafnarfirði. Sóknarleikur Hauka var til fyrirmyndar í leiknum og fengu þeir oft betri skot þegar þeir gáfu eina auka sendingu. Í varnarleiknum tókst þeim vel að halda Ragnari Nathanaelssyni í skefjum en Ragnar setti aðeins 6 stig í kvöld ásamt því að taka 6 fráköst. Í liði Þórs var Vance Michael Hall sem var atkvæðamestur með 19 stig en Þorsteinn Már Ragnarsson bætti við 13 stigum. Í liði Hauka var það Haukur Óskarsson sem var stigahæstur með 23 stig en Stephen Michael Madison bætti við 18 stigum ásamt því að taka 13 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þór Þ.-Haukar 70-88 (18-18, 20-27, 21-30, 11-13) Þór Þ.: Vance Michael Hall 19/7 fráköst/7 stoðsendingar, Þorsteinn Már Ragnarsson 13/10 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 8, Ragnar Örn Bragason 8, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 8/7 fráköst, Magnús Breki Þórðason 6, Emil Karel Einarsson 5, Baldur Þór Ragnarsson 3. Haukar: Haukur Óskarsson 23, Stephen Michael Madison 18/13 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 18/8 fráköst, Kári Jónsson 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 10, Emil Barja 5/6 fráköst, Guðni Heiðar Valentínusson 2. Einar: Værum fram á nótt að telja alla hlutina sem fóru úrskeiðis „Tilfinningin er ekkert sérstök. Við erum að koma annan leikinn í röð á heimavelli einfaldlega linir í hausnum,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, vonsvikinn að leikslokum. „Það var skortur á lífi í okkur og við þjálfararnir þurfum að skoða þetta vandlega hvað fór úrskeiðis í kvöld. Það var einfaldlega skortur á gæðum í kvöld og þetta er ekki boðlegt,“ sagði Einar, ómyrkur í máli. Eftir fjóra sigurleiki í röð hefur Þór núna tapað tveimur leikjum í röð á heimavelli. „Maður vonaðist eftir betri viðbrögðum á heimavelli og að menn kæmu brjálaðir til leiks en það entist bara fyrstu 2-3 mínúturnar. Það er ekkert mál að vera í liði þegar vel gengur en þegar á móti blæs virtust allir hérna einfaldlega gefast upp.“ Einar var ekki tilbúinn að telja alla þá hluti sem honum fannst fara úrskeiðis hjá liði sínu í kvöld. „Við værum hérna fram á nótt að telja það allt upp. Hugarfarið, sóknar- og varnarleikur liðsins voru slakir. Við vorum að klára færin illa og ekki að hlaupa leikkerfin okkar. Ég ætla ekkert að taka af Haukunum sem eru með hörku lið og voru frábærir í kvöld,“ sagði Einar sem var ekki lengi að svara hvort hann hefði tekið eitthvað jákvætt úr leiknum: „Nei, ég verð að játa það að það er ekki margt. Magnús Breki, ungur strákur, kom sprækur af bekknum, en meira var það ekki.“ Finnur: Erum með skyttur í öllum stöðum „Þetta var sannfærandi og flottur leikur hjá okkur. Við gerðum það sem við ætluðum okkur að gera, hjálpa hvor öðrum og spila góða vörn,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður Hauka, sáttur að leikslokum í kvöld. „Ég vissi að ég myndi fá mikið af opnum skotum í þessum leik og ég æfði skotin í þessari viku, ég reyndi að ímynda mér að það væri 2,20 metra durgur fyrir framan mig og það gekk upp.“ Haukum tókst vel að loka á Ragnar Nathanaelsson í kvöld en Finnur þakkaði liðsfélögunum fyrir hjálpina. „Strákarnir hjálpuðu mér að taka fráköst þegar ég var að reyna að stíga hann út. Hann er frábær leikmaður, risa stór og miklu hreyfanlegri en hann var. Hann er mikilvægasti leikmaður liðsins og ég reyndi mitt besta til þess að ýta honum út,“ sagði Finnur sem sagði að þetta hefði verið skemmtileg barátta. „Það er gaman að mæta leikmönnum eins og honum þótt það gerist ekki allt of oft. Við æfðum þetta í vikunni enda með nokkra leikmenn yfir tvo metra. Ég var voðalega lítið að pæla í því hvar boltinn lenti, ég var bara að horfa á það hvar Raggi yrði.“ Finnur var ánægður með spilamennsku liðsins í heild sinni en um leið og opnu skotin fóru að detta hjá Haukum voru úrslitin aldrei í hættu. „Við komum tilbúnir í þetta. Það var algjört andleysi í spilamennskunni gegn Stjörnunni og við fórum vel yfir það og stilltum okkur rétt inn fyrir þennan leik. Ef þú mætir ekki tilbúnir í leiki þá taparu, það hefur sannað sig í deildinni að það geta öll lið unnið alla.“ Þá hrósaði Finnur skyttum liðsins en liðið hitti úr 8 af 10 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna í þriðja leikhluta. „Það var allt ofaní á þeim tíma. Við erum með hörku skyttur en 80% nýting er kannski full mikið af hinu góða. Ef þú horfir á liðið okkar þá eru þetta allt skyttur, ég er kannski sú lélegasta,“ sagði Finnur áður en honum snerist hugur: „Nei, Emil er lélegasta skyttan,“ sagði Finnur glottandi að lokum. Ragnar: Varð mér til skammar í kvöld „Þetta er miklu meira en vonbrigði, þetta er bara vitleysisgangur í okkur hvernig við mættum í þennan leik,“ sagði Ragnar Nathanaelsson, miðherji Þórs, gríðarlega vonsvikinn að leik loknum. „Það var eitthvað andleysi yfir liðinu og ég get ekki útskýrt afhverju. Ég á að vera leiðtogi í þessu liði og ég var einfaldlega hauslaus. Um leið og þeir fara að setja skot þá gefumst við bara upp sem lið sem má ekki gegn jafn sterku liði og Haukum,“ sagði Ragnar sem sagði að þetta væri einfaldlega ekki boðlegt. „Að spila svona á heimavelli er ófyrirgefanlegt og við verðum að spila mun betur en þetta ef við ætlum að blanda okkur í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni. Það er vitleysa að mæta í tvo leiki í röð eins og við gerðum eftir að hafa unnið frábæran sigur á Stjörnunni. Við þurfum að hugsa okkar gang sem einstaklingar og lið fyrir næstu umferð.“ Ragnar æfði töluvert með Finni Atla í sumar en Finnur hafði betur í baráttunni í kvöld. „Við æfðum mikið saman með landsliðinu í sumar og ég er vanur að spila á móti honum. Ég kann á hann, veit að hann getur skotið og í raun gert allt en ég kem inn í þetta svona. Þetta varð auðvelt fyrir hann því ég var ekki að spila vörn gegn honum og hann átti frábæran leik,“ sagði Ragnar sem fór ekkert í felur þegar hann var spurður út í eigin frammistöðu: „Ég varð mér einfaldlega til skammar í kvöld. Ég veit ekki hvað ég get gert til að ná mér upp úr þessu og þetta var einfaldlega skelfilegt hjá mér og öllu liðinu.“ Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Þriggja stiga skotsýning Hauka í þriðja leikhluta gerði útslagið í öruggum 18 stiga sigri á Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld. Leikmönnum Hauka gekk illa að hrista Þór frá sér fram að þriðja leikhluta þar sem Haukarnir hittu úr 80% þriggja stiga skota sinna og náðu þegar mest var 22 stiga forskoti. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leik kvöldsins með átta stig að sjö umferðum loknum en tap Þórs gegn Grindavík í síðustu umferð kom eftir fjóra sigurleiki í röð. Liðin skiptust á körfum í fyrsta leikhluta þrátt fyrir að gestirnir úr Hafnarfirðinum hafi virkað einbeittari og grimmari. Áttu liðin í erfiðleikum í sóknarleiknum, skotin voru ekki að detta og var staðan jöfn að loknum fyrsta leikhluta 18-18. Stephen Madison fór fyrir liði Hauka á fyrstu fimmtán mínútum leiksins en þegar liðsfélagar hans stigu upp í öðrum leikhluta náðu Hafnfirðingar forskoti með 11-0 kafla sem þeir héldu út leikinn. Skotin sem þeir fengu í fyrsta leikhluta fóru að detta niður og fór munurinn þegar mest var upp í tíu stig en heimamönnum tókst að minnka muninn niður í átta stig fyrir lok annars leikhluta, 37-45. Í þriðja leikhluta buðu liðin upp á þriggja stiga skotsýningu en Þórsarar settu þrjá þrista í röð og minnkuðu muninn niður í fimm stig um miðbik þriðja leikhluta en þá var komið að gestunum. Settu Haukarnir niður átta þriggja stiga skot úr aðeins tíu tilraunum í leikhlutanum og fór munurinn þegar mest var upp í 22 stig stuttu fyrir lok leikhlutans. Í fjórða leikhluta voru úrslitin aldrei í hættu en Haukarnir gerðu einfaldlega nóg til þess að hleypa Þórsurum aldrei nálægt sér og lauk leiknum með 88-70 stiga sigri gestanna úr Hafnarfirði. Sóknarleikur Hauka var til fyrirmyndar í leiknum og fengu þeir oft betri skot þegar þeir gáfu eina auka sendingu. Í varnarleiknum tókst þeim vel að halda Ragnari Nathanaelssyni í skefjum en Ragnar setti aðeins 6 stig í kvöld ásamt því að taka 6 fráköst. Í liði Þórs var Vance Michael Hall sem var atkvæðamestur með 19 stig en Þorsteinn Már Ragnarsson bætti við 13 stigum. Í liði Hauka var það Haukur Óskarsson sem var stigahæstur með 23 stig en Stephen Michael Madison bætti við 18 stigum ásamt því að taka 13 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þór Þ.-Haukar 70-88 (18-18, 20-27, 21-30, 11-13) Þór Þ.: Vance Michael Hall 19/7 fráköst/7 stoðsendingar, Þorsteinn Már Ragnarsson 13/10 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 8, Ragnar Örn Bragason 8, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 8/7 fráköst, Magnús Breki Þórðason 6, Emil Karel Einarsson 5, Baldur Þór Ragnarsson 3. Haukar: Haukur Óskarsson 23, Stephen Michael Madison 18/13 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 18/8 fráköst, Kári Jónsson 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 10, Emil Barja 5/6 fráköst, Guðni Heiðar Valentínusson 2. Einar: Værum fram á nótt að telja alla hlutina sem fóru úrskeiðis „Tilfinningin er ekkert sérstök. Við erum að koma annan leikinn í röð á heimavelli einfaldlega linir í hausnum,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, vonsvikinn að leikslokum. „Það var skortur á lífi í okkur og við þjálfararnir þurfum að skoða þetta vandlega hvað fór úrskeiðis í kvöld. Það var einfaldlega skortur á gæðum í kvöld og þetta er ekki boðlegt,“ sagði Einar, ómyrkur í máli. Eftir fjóra sigurleiki í röð hefur Þór núna tapað tveimur leikjum í röð á heimavelli. „Maður vonaðist eftir betri viðbrögðum á heimavelli og að menn kæmu brjálaðir til leiks en það entist bara fyrstu 2-3 mínúturnar. Það er ekkert mál að vera í liði þegar vel gengur en þegar á móti blæs virtust allir hérna einfaldlega gefast upp.“ Einar var ekki tilbúinn að telja alla þá hluti sem honum fannst fara úrskeiðis hjá liði sínu í kvöld. „Við værum hérna fram á nótt að telja það allt upp. Hugarfarið, sóknar- og varnarleikur liðsins voru slakir. Við vorum að klára færin illa og ekki að hlaupa leikkerfin okkar. Ég ætla ekkert að taka af Haukunum sem eru með hörku lið og voru frábærir í kvöld,“ sagði Einar sem var ekki lengi að svara hvort hann hefði tekið eitthvað jákvætt úr leiknum: „Nei, ég verð að játa það að það er ekki margt. Magnús Breki, ungur strákur, kom sprækur af bekknum, en meira var það ekki.“ Finnur: Erum með skyttur í öllum stöðum „Þetta var sannfærandi og flottur leikur hjá okkur. Við gerðum það sem við ætluðum okkur að gera, hjálpa hvor öðrum og spila góða vörn,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður Hauka, sáttur að leikslokum í kvöld. „Ég vissi að ég myndi fá mikið af opnum skotum í þessum leik og ég æfði skotin í þessari viku, ég reyndi að ímynda mér að það væri 2,20 metra durgur fyrir framan mig og það gekk upp.“ Haukum tókst vel að loka á Ragnar Nathanaelsson í kvöld en Finnur þakkaði liðsfélögunum fyrir hjálpina. „Strákarnir hjálpuðu mér að taka fráköst þegar ég var að reyna að stíga hann út. Hann er frábær leikmaður, risa stór og miklu hreyfanlegri en hann var. Hann er mikilvægasti leikmaður liðsins og ég reyndi mitt besta til þess að ýta honum út,“ sagði Finnur sem sagði að þetta hefði verið skemmtileg barátta. „Það er gaman að mæta leikmönnum eins og honum þótt það gerist ekki allt of oft. Við æfðum þetta í vikunni enda með nokkra leikmenn yfir tvo metra. Ég var voðalega lítið að pæla í því hvar boltinn lenti, ég var bara að horfa á það hvar Raggi yrði.“ Finnur var ánægður með spilamennsku liðsins í heild sinni en um leið og opnu skotin fóru að detta hjá Haukum voru úrslitin aldrei í hættu. „Við komum tilbúnir í þetta. Það var algjört andleysi í spilamennskunni gegn Stjörnunni og við fórum vel yfir það og stilltum okkur rétt inn fyrir þennan leik. Ef þú mætir ekki tilbúnir í leiki þá taparu, það hefur sannað sig í deildinni að það geta öll lið unnið alla.“ Þá hrósaði Finnur skyttum liðsins en liðið hitti úr 8 af 10 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna í þriðja leikhluta. „Það var allt ofaní á þeim tíma. Við erum með hörku skyttur en 80% nýting er kannski full mikið af hinu góða. Ef þú horfir á liðið okkar þá eru þetta allt skyttur, ég er kannski sú lélegasta,“ sagði Finnur áður en honum snerist hugur: „Nei, Emil er lélegasta skyttan,“ sagði Finnur glottandi að lokum. Ragnar: Varð mér til skammar í kvöld „Þetta er miklu meira en vonbrigði, þetta er bara vitleysisgangur í okkur hvernig við mættum í þennan leik,“ sagði Ragnar Nathanaelsson, miðherji Þórs, gríðarlega vonsvikinn að leik loknum. „Það var eitthvað andleysi yfir liðinu og ég get ekki útskýrt afhverju. Ég á að vera leiðtogi í þessu liði og ég var einfaldlega hauslaus. Um leið og þeir fara að setja skot þá gefumst við bara upp sem lið sem má ekki gegn jafn sterku liði og Haukum,“ sagði Ragnar sem sagði að þetta væri einfaldlega ekki boðlegt. „Að spila svona á heimavelli er ófyrirgefanlegt og við verðum að spila mun betur en þetta ef við ætlum að blanda okkur í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni. Það er vitleysa að mæta í tvo leiki í röð eins og við gerðum eftir að hafa unnið frábæran sigur á Stjörnunni. Við þurfum að hugsa okkar gang sem einstaklingar og lið fyrir næstu umferð.“ Ragnar æfði töluvert með Finni Atla í sumar en Finnur hafði betur í baráttunni í kvöld. „Við æfðum mikið saman með landsliðinu í sumar og ég er vanur að spila á móti honum. Ég kann á hann, veit að hann getur skotið og í raun gert allt en ég kem inn í þetta svona. Þetta varð auðvelt fyrir hann því ég var ekki að spila vörn gegn honum og hann átti frábæran leik,“ sagði Ragnar sem fór ekkert í felur þegar hann var spurður út í eigin frammistöðu: „Ég varð mér einfaldlega til skammar í kvöld. Ég veit ekki hvað ég get gert til að ná mér upp úr þessu og þetta var einfaldlega skelfilegt hjá mér og öllu liðinu.“ Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga