Handbolti

Fyrsti sigur ÍR í rúma tvo mánuði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sturla Ásgeirsson skoraði þrjú mörk fyrir ÍR sem vann loksins leik.
Sturla Ásgeirsson skoraði þrjú mörk fyrir ÍR sem vann loksins leik. vísir/stefán

ÍR vann sinn fyrsta leik síðan 17. september í Olís-deild karla í kvöld þegar liðið lagði Val óvænt í Vodafone-höllinni, 27-26.

ÍR vann fyrstu fjóra leiki sína í deildinni en tapaði svo níu og gerði eitt jafntefli í næstu tíu leikjum.

Spennan var mikil í leiknum í kvöld, en Davíð Georgsson tryggði ÍR sigurinn á síðustu mínútunni þegar hann skoraði 27. markið.

Sveinn Aron Sveinsson minnkaði muninn í 27-26 með síðasta marki leiksins en það dugði ekki til fyrir Valsmenn.

Arnar Birkir Hálfdánsson var markahæstur ÍR-inga með sex mörk og Ingvar Heiðmann Birgisson skoraði fimm mörk.

Hjá Val var Sveinn Aron Sveinsson markahæstur með níu mörk en Daníel Þór Ingason skoraði átta mörk.

Valur er í öðru sæti deildarinnar með 22 stig eftir fimmtán leiki en ÍR er í áttunda sæti með ellefu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×