Jólainnkaupin öll í Excel Vera Einarsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 17:00 "Ef ég hefði ekki skrifað það niður hvað við þyrftum í raun mikinn rjóma yfir jól, myndi ég örugglega kaupa of lítið. Það er ekki hægt að gera sér í hugarlund að nokkur fjölskylda noti í alvöru að minnsta kosti fjóra lítra af rjóma á aðfanga- og jóladag.“ MYND/ANTON BRINK Svanhildur Hólm Valsdóttir heldur utan um öll jólainnkaup í Excel; bæði yfir mat og gjafir. Þannig kemst hún meðal annars hjá því að kaupa of lítinn rjóma og dregur úr líkum á því að einhver fái sömu jólagjöfina ár eftir ár. Ég er með svolítið listablæti. Þannig bý ég iðulega til lista yfir alls konar hluti sem ég geri og eins ef ég er að fara eitthvert. Oft þarf að muna sömu hluti svo mér finnst fínt að búa til lista í Excel og endurnýta þá,“ segir Svanhildur.Grunnskjalið frá mömmuÁrið 2003 ákvað hún að halda jól upp á eigin spýtur í fyrsta sinn. „Fram að því hafði ég alltaf verið fyrir norðan; annaðhvort hjá mömmu og pabba eða hjá þáverandi tengdó. Þetta ár skipti ég bæði um vinnu og mann sem gerði það að verkum að ég þurfti að vera í Reykjavík um jólin. Og þá voru góð ráð dýr. Mamma bjó til skjal með uppskriftum að öllu sem ég þurfti að elda og gera til að þetta yrðu (að mínu mati) alvöru jól. Í skjalinu voru meira að segja tímasetningar þannig að það færi ekki á milli mála hvenær þyrfti að gera hvað.“ Svanhildur var að vinna fram á Þorláksmessukvöld þetta fyrsta ár og komst að þeirri niðurstöðu að það væri skynsamlegast að láta eiginmanninn, Loga Bergmann, sjá um innkaupin. „Þar sem þau urðu að vera nákvæm bjó ég til plagg með öllu því helsta úr skjalinu hennar mömmu með útlistunum. Hrísgrjónin þurftu jú nauðsynlega að vera River og niðursoðnu ávextirnir máttu ekki vera drasl. Þá tók ég fram í hvaða verslunum vörurnar fengjust og hvar í hillunum þær væri að finna. Þannig eru kælivörur flokkaðar sér, niðursuðuvörur sér, brauð og korn og svo framvegis. Logi hélt að ég væri endanlega gengin af göflunum þegar hann fékk listann í hendur en komst fljótt að því að auðvitað gerði þetta alla hluti einfaldari. Núna kvartar hann hástöfum ef listinn er ekki vandlega flokkaður eftir deildum.“Ótæpilegt magn af rjóma Aðspurð segir Svanhildur alltaf það sama í jólamatinn. „Við erum með hamborgarhrygg og ekki dugir minna en fimm kílóa hlunkur.“ Beðin um að nefna nokkrar ómissandi vörur úr grunnskjalinu segir Svanhildur til dæmis ekki mega gleyma jólamatnum handa köttunum en hann er, ólíkt jólamat mannfólksins á heimilinu, ekki alltaf sá sami. „Þeir hafa til dæmis fengið nautalundir og hreindýrakjöt og ég hef átt mjög gáfulegar samræður við starfsmenn í kjötborði vegna þeirra innkaupa. Annað ómissandi eru afhýddar möndlur fyrir möndlugrautinn, jólaservíettur, kerti og ótæpilegt magn af rjóma. Ef ég hefði ekki einhvern tímann skrifað það niður hvað við þyrftum mikinn rjóma myndi ég örugglega kaupa of lítið. Það er ekki hægt að ímynda sér að nokkur fjölskylda noti í alvöru að minnsta kosti fjóra lítra af rjóma á aðfanga- og jóladag.“ En hafa listarnir auðveldað þér að fylgjast með hækkun á verði matarkörfunnar á milli ára? „Ég man eftir því að hafa keypt jólamat fyrir um 35 þúsund fyrir tíu árum og hugsa að upphæðin hafi tvöfaldast síðan þá. En hafa þarf í huga að fjölskyldan hefur stækkað með fleiri börnum og svo hafa kærustur og kærastar bæst við. Í dag er þetta vissulega mjög há upphæð en þetta er líka matur í nokkrar risavaxnar máltíðir fyrir sjö til þrettán manns,“ segir Svanhildur en samtals eru börn hennar og Loga sjö. En fylgir listanum hagræði og tímasparnaður? „Já, ég fer yfir skápana fyrir jólin og athuga hvað er til og stilli innkaupin af miðað við það.“Gefur um 40 gjafir Svanhildur heldur líka lista yfir jólagjafirnar enda gefa þau hjónin um fjörutíu gjafir. „Inni í því eru reyndar líka gjafir á milli systkina og ýmsar smágjafir.“ Svanhildur er svo með annan lista yfir þær gjafir sem fjölskyldan fær. En hvaða tilgangi þjóna þessir listar? „Maður er svo stórkostlega fyrirsjáanlegur. Þeir koma til dæmis í veg fyrir að ég gefi einhverjum teppi þrenn jól í röð og að Logi fái alltaf peysu.“ Aðspurð segist Svanhildur forðast búðir eins og hún geti í desember. „Við klárum gjafakaupin að mestu í nóvember, en eitthvað dettur inn á öðrum tímum. Við höfum meira að segja náð að kaupa sniðugar jólagjafir í janúar. Hins vegar lentum við í því í hitteðfyrra að finna nokkrar gjafir inni í skáp milli jóla og nýárs. Þeim höfðum við hreinlega gleymt en það var auðvitað af því okkur láðist að færa þær inn á listann.“ Jól Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Gyðingakökur Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Mömmukökur bestar Jólin Gilsbakkaþula Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól
Svanhildur Hólm Valsdóttir heldur utan um öll jólainnkaup í Excel; bæði yfir mat og gjafir. Þannig kemst hún meðal annars hjá því að kaupa of lítinn rjóma og dregur úr líkum á því að einhver fái sömu jólagjöfina ár eftir ár. Ég er með svolítið listablæti. Þannig bý ég iðulega til lista yfir alls konar hluti sem ég geri og eins ef ég er að fara eitthvert. Oft þarf að muna sömu hluti svo mér finnst fínt að búa til lista í Excel og endurnýta þá,“ segir Svanhildur.Grunnskjalið frá mömmuÁrið 2003 ákvað hún að halda jól upp á eigin spýtur í fyrsta sinn. „Fram að því hafði ég alltaf verið fyrir norðan; annaðhvort hjá mömmu og pabba eða hjá þáverandi tengdó. Þetta ár skipti ég bæði um vinnu og mann sem gerði það að verkum að ég þurfti að vera í Reykjavík um jólin. Og þá voru góð ráð dýr. Mamma bjó til skjal með uppskriftum að öllu sem ég þurfti að elda og gera til að þetta yrðu (að mínu mati) alvöru jól. Í skjalinu voru meira að segja tímasetningar þannig að það færi ekki á milli mála hvenær þyrfti að gera hvað.“ Svanhildur var að vinna fram á Þorláksmessukvöld þetta fyrsta ár og komst að þeirri niðurstöðu að það væri skynsamlegast að láta eiginmanninn, Loga Bergmann, sjá um innkaupin. „Þar sem þau urðu að vera nákvæm bjó ég til plagg með öllu því helsta úr skjalinu hennar mömmu með útlistunum. Hrísgrjónin þurftu jú nauðsynlega að vera River og niðursoðnu ávextirnir máttu ekki vera drasl. Þá tók ég fram í hvaða verslunum vörurnar fengjust og hvar í hillunum þær væri að finna. Þannig eru kælivörur flokkaðar sér, niðursuðuvörur sér, brauð og korn og svo framvegis. Logi hélt að ég væri endanlega gengin af göflunum þegar hann fékk listann í hendur en komst fljótt að því að auðvitað gerði þetta alla hluti einfaldari. Núna kvartar hann hástöfum ef listinn er ekki vandlega flokkaður eftir deildum.“Ótæpilegt magn af rjóma Aðspurð segir Svanhildur alltaf það sama í jólamatinn. „Við erum með hamborgarhrygg og ekki dugir minna en fimm kílóa hlunkur.“ Beðin um að nefna nokkrar ómissandi vörur úr grunnskjalinu segir Svanhildur til dæmis ekki mega gleyma jólamatnum handa köttunum en hann er, ólíkt jólamat mannfólksins á heimilinu, ekki alltaf sá sami. „Þeir hafa til dæmis fengið nautalundir og hreindýrakjöt og ég hef átt mjög gáfulegar samræður við starfsmenn í kjötborði vegna þeirra innkaupa. Annað ómissandi eru afhýddar möndlur fyrir möndlugrautinn, jólaservíettur, kerti og ótæpilegt magn af rjóma. Ef ég hefði ekki einhvern tímann skrifað það niður hvað við þyrftum mikinn rjóma myndi ég örugglega kaupa of lítið. Það er ekki hægt að ímynda sér að nokkur fjölskylda noti í alvöru að minnsta kosti fjóra lítra af rjóma á aðfanga- og jóladag.“ En hafa listarnir auðveldað þér að fylgjast með hækkun á verði matarkörfunnar á milli ára? „Ég man eftir því að hafa keypt jólamat fyrir um 35 þúsund fyrir tíu árum og hugsa að upphæðin hafi tvöfaldast síðan þá. En hafa þarf í huga að fjölskyldan hefur stækkað með fleiri börnum og svo hafa kærustur og kærastar bæst við. Í dag er þetta vissulega mjög há upphæð en þetta er líka matur í nokkrar risavaxnar máltíðir fyrir sjö til þrettán manns,“ segir Svanhildur en samtals eru börn hennar og Loga sjö. En fylgir listanum hagræði og tímasparnaður? „Já, ég fer yfir skápana fyrir jólin og athuga hvað er til og stilli innkaupin af miðað við það.“Gefur um 40 gjafir Svanhildur heldur líka lista yfir jólagjafirnar enda gefa þau hjónin um fjörutíu gjafir. „Inni í því eru reyndar líka gjafir á milli systkina og ýmsar smágjafir.“ Svanhildur er svo með annan lista yfir þær gjafir sem fjölskyldan fær. En hvaða tilgangi þjóna þessir listar? „Maður er svo stórkostlega fyrirsjáanlegur. Þeir koma til dæmis í veg fyrir að ég gefi einhverjum teppi þrenn jól í röð og að Logi fái alltaf peysu.“ Aðspurð segist Svanhildur forðast búðir eins og hún geti í desember. „Við klárum gjafakaupin að mestu í nóvember, en eitthvað dettur inn á öðrum tímum. Við höfum meira að segja náð að kaupa sniðugar jólagjafir í janúar. Hins vegar lentum við í því í hitteðfyrra að finna nokkrar gjafir inni í skáp milli jóla og nýárs. Þeim höfðum við hreinlega gleymt en það var auðvitað af því okkur láðist að færa þær inn á listann.“
Jól Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Gyðingakökur Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Mömmukökur bestar Jólin Gilsbakkaþula Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól