Leikur að sögunni Sigríður Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2015 13:00 Atriði úr sýningunni KATE í Tjarnarbíó. KATE Tjarnarbíó Leikið á ensku, að mestu Lost Watch Theatre Company og Miðnætti Handrit og leikstjórn: Agnes Þorkelsdóttir Wild Undanfarið hefur staða íslenskra kvenna á stríðsárunum verið endurmetin og hulunni flett af siðapostulatilburðum og fasistadaðri sem ríkisstjórnin stóð á bak við. Konur voru voru dregnar í lögregluviðtöl, settar á hina lista og sendar út á land fyrir það eitt að hafa samneyti við erlenda hermenn. Lost Watch Theatre Company og Miðnætti standa að KATE eftir Agnesi Þorkelsdóttur Wild, hún leikstýrir verkinu einnig, sem frumsýnt var í Tjarnarbíói síðasta fimmtudag. KATE gerist árið 1940 rétt eftir að bresku hermennirnir stigu fyrst á Íslandsstrendur og spannar að mestu það ár sem þeir dvöldu hér á landi. Katrín kemur bláeyg til höfuðborgarinnar í leit að nýju lífi og fær pláss hjá hjónunum Júlíu og Davíð sem reka litla verslun í miðborginni, með aðstoð Selmu dóttur þeirra. Verkið rokkar á milli melódrama, söngleiks og gamanleikrits. Leikstjórn Agnesar er hugvitsamleg og oft bráðfyndin, þarf þá helst að nefna laufblásarann sem endurskapaði íslenska rokið. En handritið skortir ákveðinn þunga, sem er vel hægt að blanda við melódrama af þessu tagi, og kvenpersónurnar eru frekar klisjukenndar. Annar bragur er yfir breska leikstílnum heldur en þeim íslenska, sérstaklega í gamansömum verkum. Á slæmum dögum er hann tilgerðarlegur og ýktur sem verður fljótt þreytandi en á hinum góðu einlægur og opinn. Einnig má heyra öðruvísi áherslur á framburði og framsetningu sem hefur ekkert endilega með tungumálið að gera. Hópurinn forðast væmnina að mestu en fellur stundum í þá gryfju að ganga of langt í geiflum. Hvorki leikarar né hönnuðir eru nefndir í leikskrá þannig að erfitt er að tala um frammistöðu þeirra, en yfirhöfuð var leikurinn hinn ágætasti. Sviðsmyndin var lágstemmd þar sem sniðugar leikmunalausnir gegndu aðalhlutverki, lýsingin hefði mátt vera ríkulegri, sömuleiðis búningarnir. Tungumálið vefst aðeins fyrir handritshöfundinum og hópnum. Verkið er flutt á ensku, á að gerast á Íslandi en Agnes notast við slettur úr íslensku, oft til að styðja kómíkina. Stundum verður þetta ansi langsótt, sérstaklega ef áhorfendur eiga að trúa enskufærni íslensku fjölskyldunnar. Blálokin eru þó vel heppnuð og eftirminnileg en þar syngur hópurinn frábæra útgáfu af Bei Mir Bist Du Shein, sem fær nýja og harmrænni merkingu. Reyndar eru lögin flest vel útfærð, öll án undirspils, þó að frumsýningarskrekkur hafi stundum litað örlítið. KATE er skemmtilegt uppbrot á íslensku leikhúsnálguninni, fínasta melódrama sem fellur stundum um sjálft sig en margir ættu að hafa gaman af.Niðurstaða: Angurvært melódrama í ágætis búningi. Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
KATE Tjarnarbíó Leikið á ensku, að mestu Lost Watch Theatre Company og Miðnætti Handrit og leikstjórn: Agnes Þorkelsdóttir Wild Undanfarið hefur staða íslenskra kvenna á stríðsárunum verið endurmetin og hulunni flett af siðapostulatilburðum og fasistadaðri sem ríkisstjórnin stóð á bak við. Konur voru voru dregnar í lögregluviðtöl, settar á hina lista og sendar út á land fyrir það eitt að hafa samneyti við erlenda hermenn. Lost Watch Theatre Company og Miðnætti standa að KATE eftir Agnesi Þorkelsdóttur Wild, hún leikstýrir verkinu einnig, sem frumsýnt var í Tjarnarbíói síðasta fimmtudag. KATE gerist árið 1940 rétt eftir að bresku hermennirnir stigu fyrst á Íslandsstrendur og spannar að mestu það ár sem þeir dvöldu hér á landi. Katrín kemur bláeyg til höfuðborgarinnar í leit að nýju lífi og fær pláss hjá hjónunum Júlíu og Davíð sem reka litla verslun í miðborginni, með aðstoð Selmu dóttur þeirra. Verkið rokkar á milli melódrama, söngleiks og gamanleikrits. Leikstjórn Agnesar er hugvitsamleg og oft bráðfyndin, þarf þá helst að nefna laufblásarann sem endurskapaði íslenska rokið. En handritið skortir ákveðinn þunga, sem er vel hægt að blanda við melódrama af þessu tagi, og kvenpersónurnar eru frekar klisjukenndar. Annar bragur er yfir breska leikstílnum heldur en þeim íslenska, sérstaklega í gamansömum verkum. Á slæmum dögum er hann tilgerðarlegur og ýktur sem verður fljótt þreytandi en á hinum góðu einlægur og opinn. Einnig má heyra öðruvísi áherslur á framburði og framsetningu sem hefur ekkert endilega með tungumálið að gera. Hópurinn forðast væmnina að mestu en fellur stundum í þá gryfju að ganga of langt í geiflum. Hvorki leikarar né hönnuðir eru nefndir í leikskrá þannig að erfitt er að tala um frammistöðu þeirra, en yfirhöfuð var leikurinn hinn ágætasti. Sviðsmyndin var lágstemmd þar sem sniðugar leikmunalausnir gegndu aðalhlutverki, lýsingin hefði mátt vera ríkulegri, sömuleiðis búningarnir. Tungumálið vefst aðeins fyrir handritshöfundinum og hópnum. Verkið er flutt á ensku, á að gerast á Íslandi en Agnes notast við slettur úr íslensku, oft til að styðja kómíkina. Stundum verður þetta ansi langsótt, sérstaklega ef áhorfendur eiga að trúa enskufærni íslensku fjölskyldunnar. Blálokin eru þó vel heppnuð og eftirminnileg en þar syngur hópurinn frábæra útgáfu af Bei Mir Bist Du Shein, sem fær nýja og harmrænni merkingu. Reyndar eru lögin flest vel útfærð, öll án undirspils, þó að frumsýningarskrekkur hafi stundum litað örlítið. KATE er skemmtilegt uppbrot á íslensku leikhúsnálguninni, fínasta melódrama sem fellur stundum um sjálft sig en margir ættu að hafa gaman af.Niðurstaða: Angurvært melódrama í ágætis búningi.
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira