Þarf nú að læra að taka því rólega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2015 08:00 Gunnhildur skorar úr vítaskoti á móti Slóvakíu. vísir/anton brink Íslandsmeistarar Snæfells eru búnir að vinna fimm leiki í röð í Domino’s-deildinni en þurfa að mæta toppliði Hauka á sunnudagskvöldið án fyrirliðans Gunnhildar Gunnarsdóttur þegar keppni hefst á ný eftir landsleikjahlé. Gunnhildur meiddist illa á öxl í fyrri hálfleik á fyrsta heimaleik íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2017. „Ég má ekkert gera í nokkrar vikur. Liðböndin í kringum öxlina eru sködduð, eitthvað er slitið og eitthvað er rifið eða tognað. Sem betur fer er ekki allt slitið því það hefði þýtt aðgerð. Þetta mun taka tíma og ég get ekkert gert,“ sagði Gunnhildur en hvað gerðist í leiknum við Slóvakíu?Heyrði bara smell „Ég fór í sniðskot og lenti svona illa á öxlinni. Ég fann eitthvað aðeins fyrir þessu en pældi ekki mikið í því. Ég tók þessi víti sem ég fékk (og hitti úr þeim báðum) og hljóp tvisvar fram og til baka í sókn og vörn. Þá fékk ég smá högg og heyrði bara smell. Eftir það gat ég ekkert hreyft öxlina,“ lýsir Gunnhildur sem var búin að skora 5 stig og tók 5 fráköst á 13 mínútum. Gunnhildur hefur spilað þrátt fyrir bakmeiðsli í allan vetur en fer seint inn á völlinn til að gera eitthvað annað en hún er vön sem er að spila af fullum krafti. „Það þýðir ekkert að mæta í leiki og ætla að hlífa mér þó að ég sé búin að vera slæm í bakinu,“ segir Gunnhildur en hún og yngri systir hennar og liðsfélagi í bæði Snæfelli og landsliðinu hafa verið afar óheppnar með meiðsli á ferli sínum. „Mér finnst við alveg vera búnar með kvótann. Þetta er alveg komið gott. Þú kemst stundum ekkert frá því að lenda í svona þegar þú ert í þessum íþróttum. Hlutir gerast, því miður,“ segir Gunnhildur.Alveg óþolandi samt Fram undan eru rólegheit á meðan öxlin er að jafna sig. „Við eigum þrjá leiki eftir fram að jólum og ég mun líklega hvíla þá alla. Vonandi verð ég bara klár eftir jól og það er bara fínt að jólafríið komi þarna inn fyrst þetta þurfti að gerast. Þetta er samt alveg óþolandi fyrir því,“ segir Gunnhildur og takið eftir að hún segir líklega. Það verður ekki auðvelt fyrir þessa miklu keppnismanneskju að geta ekki hjálpað liði sínu. Hún reynir samt að vera jákvæð og sá björtu hliðarnar. „Þetta er kannski bara fínt upp á bakið og kannski eitthvað sem þurfti til að ég myndi stoppa,“ segir Gunnhildur í léttum tón. „Nú þarf ég bara að taka því rólega og reyna síðan að koma mér aftur í stand til að geta mætt ennþá tilbúnari eftir áramót," segir Gunnhildur en hvernig mun það ganga að taka því rólega? „Ég kann það ekki alveg en það hlýtur einhver að stoppa mig af,“ segir hún.Orðlaus þjálfari í beinni Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að lýsa leiknum í Sjónvarpinu þegar hann sá fyrirliða sinn meiðast. „Mér skilst að hann hafi orðið orðlaus í útsendingunni. Það vill enginn að einhver lendi í meiðslum í svona verkefni hvort sem þetta er leikmaður þinn eða einhvers annars liðs. Fyrst þetta gerðist þá þurfum við bara að tækla það,“ segir Gunnhildur. Fyrsta reynslan af því að sitja á bekknum var erfið en hún gat ekki spilað síðustu 23 mínúturnar á móti Slóvakíu. „Við í Snæfelli eigum rosalega mikilvægan leik á sunnudaginn en ég treysti alveg mínu liði til að spila og vinna þann leik án mín. Það verða bara einhverjar aðrar sem stíga fram og fá mínútur til að sýna sig og sanna. Þær nýta þær vonandi bara vel,“ segir Gunnhildur. „Ég held að það sé aðalatriði að halda geðheilsu núna og vera dugleg að styrkja og koma sér í almennilegt stand til að mæta bara ennþá betri og sterkari eftir áramót. Ég fæ bara nýtt hlutverk. Núna verð ég bara á bekknum og hvet mitt lið áfram þaðan,“ segir Gunnhildur sem ætlar að koma enn sterkari til baka. Leikur Snæfells og Hauka hefst klukkan 19.15 annað kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Vísi. ooj@fettabladid.is Dominos-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Íslandsmeistarar Snæfells eru búnir að vinna fimm leiki í röð í Domino’s-deildinni en þurfa að mæta toppliði Hauka á sunnudagskvöldið án fyrirliðans Gunnhildar Gunnarsdóttur þegar keppni hefst á ný eftir landsleikjahlé. Gunnhildur meiddist illa á öxl í fyrri hálfleik á fyrsta heimaleik íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2017. „Ég má ekkert gera í nokkrar vikur. Liðböndin í kringum öxlina eru sködduð, eitthvað er slitið og eitthvað er rifið eða tognað. Sem betur fer er ekki allt slitið því það hefði þýtt aðgerð. Þetta mun taka tíma og ég get ekkert gert,“ sagði Gunnhildur en hvað gerðist í leiknum við Slóvakíu?Heyrði bara smell „Ég fór í sniðskot og lenti svona illa á öxlinni. Ég fann eitthvað aðeins fyrir þessu en pældi ekki mikið í því. Ég tók þessi víti sem ég fékk (og hitti úr þeim báðum) og hljóp tvisvar fram og til baka í sókn og vörn. Þá fékk ég smá högg og heyrði bara smell. Eftir það gat ég ekkert hreyft öxlina,“ lýsir Gunnhildur sem var búin að skora 5 stig og tók 5 fráköst á 13 mínútum. Gunnhildur hefur spilað þrátt fyrir bakmeiðsli í allan vetur en fer seint inn á völlinn til að gera eitthvað annað en hún er vön sem er að spila af fullum krafti. „Það þýðir ekkert að mæta í leiki og ætla að hlífa mér þó að ég sé búin að vera slæm í bakinu,“ segir Gunnhildur en hún og yngri systir hennar og liðsfélagi í bæði Snæfelli og landsliðinu hafa verið afar óheppnar með meiðsli á ferli sínum. „Mér finnst við alveg vera búnar með kvótann. Þetta er alveg komið gott. Þú kemst stundum ekkert frá því að lenda í svona þegar þú ert í þessum íþróttum. Hlutir gerast, því miður,“ segir Gunnhildur.Alveg óþolandi samt Fram undan eru rólegheit á meðan öxlin er að jafna sig. „Við eigum þrjá leiki eftir fram að jólum og ég mun líklega hvíla þá alla. Vonandi verð ég bara klár eftir jól og það er bara fínt að jólafríið komi þarna inn fyrst þetta þurfti að gerast. Þetta er samt alveg óþolandi fyrir því,“ segir Gunnhildur og takið eftir að hún segir líklega. Það verður ekki auðvelt fyrir þessa miklu keppnismanneskju að geta ekki hjálpað liði sínu. Hún reynir samt að vera jákvæð og sá björtu hliðarnar. „Þetta er kannski bara fínt upp á bakið og kannski eitthvað sem þurfti til að ég myndi stoppa,“ segir Gunnhildur í léttum tón. „Nú þarf ég bara að taka því rólega og reyna síðan að koma mér aftur í stand til að geta mætt ennþá tilbúnari eftir áramót," segir Gunnhildur en hvernig mun það ganga að taka því rólega? „Ég kann það ekki alveg en það hlýtur einhver að stoppa mig af,“ segir hún.Orðlaus þjálfari í beinni Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að lýsa leiknum í Sjónvarpinu þegar hann sá fyrirliða sinn meiðast. „Mér skilst að hann hafi orðið orðlaus í útsendingunni. Það vill enginn að einhver lendi í meiðslum í svona verkefni hvort sem þetta er leikmaður þinn eða einhvers annars liðs. Fyrst þetta gerðist þá þurfum við bara að tækla það,“ segir Gunnhildur. Fyrsta reynslan af því að sitja á bekknum var erfið en hún gat ekki spilað síðustu 23 mínúturnar á móti Slóvakíu. „Við í Snæfelli eigum rosalega mikilvægan leik á sunnudaginn en ég treysti alveg mínu liði til að spila og vinna þann leik án mín. Það verða bara einhverjar aðrar sem stíga fram og fá mínútur til að sýna sig og sanna. Þær nýta þær vonandi bara vel,“ segir Gunnhildur. „Ég held að það sé aðalatriði að halda geðheilsu núna og vera dugleg að styrkja og koma sér í almennilegt stand til að mæta bara ennþá betri og sterkari eftir áramót. Ég fæ bara nýtt hlutverk. Núna verð ég bara á bekknum og hvet mitt lið áfram þaðan,“ segir Gunnhildur sem ætlar að koma enn sterkari til baka. Leikur Snæfells og Hauka hefst klukkan 19.15 annað kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Vísi. ooj@fettabladid.is
Dominos-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum