Sigríður Björk tekur til við að leysa samskiptavanda innan yfirstjórnar Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. nóvember 2015 16:02 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir „Ég tek þessu mjög alvarlega. Að sjálfsögðu, og vil gera allt sem ég get til þess að ráða bót á vandanum,”segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Líkt og Vísir hefur áður greint frá var utanaðkomandi ráðgjafi Hagvangs, Leifur Geir Hafsteinsson, fenginn til þess að greina samskiptavanda innan yfirstjórnar lögreglunnar. „Það hefur náttúrulega verið mikill sparnaður og við finnum fyrir honum eins og aðrar stofnanir. Þess vegna höfum við ekki val um að breyta hjá okkur og það er búið að breyta miklu innan lögreglunnar, oft áður og löngu áður en ég tók við líka. Þannig að ég held að það sé ekki óeðlilegt að það sé tekist á í slíku umhverfi. En í mínum huga er þetta einfalt. Ég vil að við séum eitt lið, þvert á umdæmi.“ Innanríkisráðuneytinu var greint frá niðurstöðum skýrslu um vandann á dögunum, en samkvæmt heimildum Vísis var lögregluembættinu ráðlagt að hlutlaus, utanaðkomandi aðili væri fenginn í það hlutverk að lægja öldurnar.Yfirstjórn lögreglunnar telur tíu manns. En auk þeirra taldi Leifur Geir ástæðu til að taka einnig viðtöl við millistjórnendur innan lögreglunnar, sem eru aðrir tíu. Alls er því um að ræða tuttugu manns innan lögreglunnar. Yfirstjórn lögreglunnar í tíð Stefáns Eiríkssonar, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu Stefán er nú hættur.Vísir/Lögreglan Ljóst er að Sigríður Björk hefur ráðist í miklar breytingar síðan hún tók við embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Ber þar sennilega hæst átak gegn heimilisofbeldi sem hefur gefið góða raun þar sem tilkynntum málum hefur fjölgað mikið, úr tuttugu málum í fimmtíu á mánuði. Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum (RIKK) hefur unnið áfangamat á verkefninu, sem hófst í janúar á þessu ári. Í skýrslunni segir m.a: „Heildarniðurstaða áfangamatsins er jákvæð, en miklu hefur verið áorkað á þeim stutta tíma sem verkefnið hefur staðið yfir. Samstarf milli lögreglu, félagsþjónustu Reykjavíkur¬borgar og Barnaverndar hefur verið mjög gott og hefur vinnulag batnað eftir því sem liðið hefur á verkefnatímann og starfsfólk hefur fengið tíma til að venjast nýjum vinnubrögðum,“ segir í skýrslunni. Auk þessa átaksverkefnis hefur Sigríður Björk miklu breytt, fært starfsfólk til, stofnað nýjar deildir og lagt aðrar niður. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins frá í ágúst sagði Sigríður um breytingar innan embættisins: „Við ætlum að fletja út skipuritið. Við erum að reka þjónustu fyrir borgarana með almannafé. Við verðum að hugsa reksturinn út frá hagkvæmnissjónarmiðum líka. Þegar ég tók við var ljóst að við þyrftum að grípa til ráðstafana. Eins og hjá öllum öðrum opinberum stofnunum hefur fjármagnið minnkað án þess að verkefnum fækki. Samfélagið er líka alltaf að breytast, glæpir eru að breytast. Við þurfum að breytast með og vera á tánum.“ Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Ég tek þessu mjög alvarlega. Að sjálfsögðu, og vil gera allt sem ég get til þess að ráða bót á vandanum,”segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Líkt og Vísir hefur áður greint frá var utanaðkomandi ráðgjafi Hagvangs, Leifur Geir Hafsteinsson, fenginn til þess að greina samskiptavanda innan yfirstjórnar lögreglunnar. „Það hefur náttúrulega verið mikill sparnaður og við finnum fyrir honum eins og aðrar stofnanir. Þess vegna höfum við ekki val um að breyta hjá okkur og það er búið að breyta miklu innan lögreglunnar, oft áður og löngu áður en ég tók við líka. Þannig að ég held að það sé ekki óeðlilegt að það sé tekist á í slíku umhverfi. En í mínum huga er þetta einfalt. Ég vil að við séum eitt lið, þvert á umdæmi.“ Innanríkisráðuneytinu var greint frá niðurstöðum skýrslu um vandann á dögunum, en samkvæmt heimildum Vísis var lögregluembættinu ráðlagt að hlutlaus, utanaðkomandi aðili væri fenginn í það hlutverk að lægja öldurnar.Yfirstjórn lögreglunnar telur tíu manns. En auk þeirra taldi Leifur Geir ástæðu til að taka einnig viðtöl við millistjórnendur innan lögreglunnar, sem eru aðrir tíu. Alls er því um að ræða tuttugu manns innan lögreglunnar. Yfirstjórn lögreglunnar í tíð Stefáns Eiríkssonar, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu Stefán er nú hættur.Vísir/Lögreglan Ljóst er að Sigríður Björk hefur ráðist í miklar breytingar síðan hún tók við embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Ber þar sennilega hæst átak gegn heimilisofbeldi sem hefur gefið góða raun þar sem tilkynntum málum hefur fjölgað mikið, úr tuttugu málum í fimmtíu á mánuði. Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum (RIKK) hefur unnið áfangamat á verkefninu, sem hófst í janúar á þessu ári. Í skýrslunni segir m.a: „Heildarniðurstaða áfangamatsins er jákvæð, en miklu hefur verið áorkað á þeim stutta tíma sem verkefnið hefur staðið yfir. Samstarf milli lögreglu, félagsþjónustu Reykjavíkur¬borgar og Barnaverndar hefur verið mjög gott og hefur vinnulag batnað eftir því sem liðið hefur á verkefnatímann og starfsfólk hefur fengið tíma til að venjast nýjum vinnubrögðum,“ segir í skýrslunni. Auk þessa átaksverkefnis hefur Sigríður Björk miklu breytt, fært starfsfólk til, stofnað nýjar deildir og lagt aðrar niður. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins frá í ágúst sagði Sigríður um breytingar innan embættisins: „Við ætlum að fletja út skipuritið. Við erum að reka þjónustu fyrir borgarana með almannafé. Við verðum að hugsa reksturinn út frá hagkvæmnissjónarmiðum líka. Þegar ég tók við var ljóst að við þyrftum að grípa til ráðstafana. Eins og hjá öllum öðrum opinberum stofnunum hefur fjármagnið minnkað án þess að verkefnum fækki. Samfélagið er líka alltaf að breytast, glæpir eru að breytast. Við þurfum að breytast með og vera á tánum.“
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira