Tökulið Ég man þig mætt á Hesteyri: „Bless heimur“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2015 15:13 Tökulið kvikmyndarinnar Ég man þig að koma búnaði í land á Hesteyri. Vísir/Hafþór Gunnarsson Tökulið kvikmyndarinnar Ég man þig er mætt til Hesteyrar í Jökulfjörðum þar sem tökur munu standa yfir fram á föstudag. Var tökuliðið ferjað yfir á Hesteyri frá Ísafirði af Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar í gærmorgun og hófust einhverjar tökur þegar í stað á meðan siglingunni stóð. Handrit myndarinnar vann leikstjóri hennar Óskar Þór Axelsson ásamt Ottó Geir Borg upp úr samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur sem kom út árið 2010.Það hefur reynst mikil þolraun að koma öllum búnaðinum í land því ekki er hægt að styðjast við vélknúin farartæki á Hesteyri.Vísir/Hafþór GunnarssonÉg man þig segir frá ungu fólki, sem Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir leika, sem fer til Hesteyrar í Jökulfjörðum um miðjan vetur til að gera upp hús en fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á sama tíma dregst ungur læknir á Ísafirði inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu.Frá smábátabryggunni á Ísafirði en þaðan var tökuteymið flutt yfir á Hesteyri.Vísir/Hafþór GunnarssonÍsfirski fréttamiðillinn Bæjarins besta sagði frá því í gær að tökuteymið flutti rotþró til Hesteyrar sem mun leika stórt hlutverk í myndinni. Þá kom einnig fram að þær senur sem gerast á Ísafirði verði teknar upp næsta vor og er bæði búið að velja hús og götur í bæjarfélaginu þar sem tökur munu fara fram. Vera tökuliðsins á Hesteyri á þessum árstíma mun ekki reynast neinn dans á rósum. Þorpið fór í eyði rétt eftir miðja síðustu öld en þar standa níu hús sem notuð eru sem sumarhús. Ekki er gert ráð fyrir dvöl í þeim til lengri tíma yfir vetrarmánuðina og þurfti til að mynda að fara þangað með nokkurra daga fyrirvara áður en tökuteymið mætir á staðinn til að kynda upp húsin sem á að dvelja í. Er rafmagn í afar takmörkuðu magni og lítið sem ekkert símasamband. Ágústa Eva kvaddi til að mynda vini sína á Facebook á sunnudag þar sem hún sagðist eiga eftir að eftir að hverfa af yfirborði jarðar í rúma viku á meðan tökum á Hesteyri stendur.Bless heimur! Ég er að hverfa af yfirborði jarðar í rúma viku og bið ykkur vel að lifa og njóta á meðan. Mig langaði að...Posted by Erlendsdóttir Ágústa Eva on Sunday, November 8, 2015 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ágústa Eva og Þorvaldur Davíð leika í „draugaþriller“ á Hesteyri Tökur hefjast í næsta mánuði og má reikna með að þær verði afar krefjandi. 29. október 2015 09:15 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Tökulið kvikmyndarinnar Ég man þig er mætt til Hesteyrar í Jökulfjörðum þar sem tökur munu standa yfir fram á föstudag. Var tökuliðið ferjað yfir á Hesteyri frá Ísafirði af Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar í gærmorgun og hófust einhverjar tökur þegar í stað á meðan siglingunni stóð. Handrit myndarinnar vann leikstjóri hennar Óskar Þór Axelsson ásamt Ottó Geir Borg upp úr samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur sem kom út árið 2010.Það hefur reynst mikil þolraun að koma öllum búnaðinum í land því ekki er hægt að styðjast við vélknúin farartæki á Hesteyri.Vísir/Hafþór GunnarssonÉg man þig segir frá ungu fólki, sem Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir leika, sem fer til Hesteyrar í Jökulfjörðum um miðjan vetur til að gera upp hús en fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á sama tíma dregst ungur læknir á Ísafirði inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu.Frá smábátabryggunni á Ísafirði en þaðan var tökuteymið flutt yfir á Hesteyri.Vísir/Hafþór GunnarssonÍsfirski fréttamiðillinn Bæjarins besta sagði frá því í gær að tökuteymið flutti rotþró til Hesteyrar sem mun leika stórt hlutverk í myndinni. Þá kom einnig fram að þær senur sem gerast á Ísafirði verði teknar upp næsta vor og er bæði búið að velja hús og götur í bæjarfélaginu þar sem tökur munu fara fram. Vera tökuliðsins á Hesteyri á þessum árstíma mun ekki reynast neinn dans á rósum. Þorpið fór í eyði rétt eftir miðja síðustu öld en þar standa níu hús sem notuð eru sem sumarhús. Ekki er gert ráð fyrir dvöl í þeim til lengri tíma yfir vetrarmánuðina og þurfti til að mynda að fara þangað með nokkurra daga fyrirvara áður en tökuteymið mætir á staðinn til að kynda upp húsin sem á að dvelja í. Er rafmagn í afar takmörkuðu magni og lítið sem ekkert símasamband. Ágústa Eva kvaddi til að mynda vini sína á Facebook á sunnudag þar sem hún sagðist eiga eftir að eftir að hverfa af yfirborði jarðar í rúma viku á meðan tökum á Hesteyri stendur.Bless heimur! Ég er að hverfa af yfirborði jarðar í rúma viku og bið ykkur vel að lifa og njóta á meðan. Mig langaði að...Posted by Erlendsdóttir Ágústa Eva on Sunday, November 8, 2015
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ágústa Eva og Þorvaldur Davíð leika í „draugaþriller“ á Hesteyri Tökur hefjast í næsta mánuði og má reikna með að þær verði afar krefjandi. 29. október 2015 09:15 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Ágústa Eva og Þorvaldur Davíð leika í „draugaþriller“ á Hesteyri Tökur hefjast í næsta mánuði og má reikna með að þær verði afar krefjandi. 29. október 2015 09:15