Forseti áminnir höfund "bankaskítafýlunnar“ Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2015 19:00 Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nóg komið af sóðaskap í viðskiptum og hvetti landsmenn á Alþingi í dag til að hætta viðskiptum við Símann. Hjá fyrirtækinu virtist skítastuðullinn kominn upp í rjáfur eins og hann hafi verið fyrir kreppu. Þingforseti gerði athugasemd við orðbragð þingmannsins. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag rifjaði þingmaðurinn upp þegar hann fyrstur manna notaði orðið „bankaskítafýlu" í tengslum við sölu Arion banka á hlutabréfum í Símanum í síðasta mánuði. Þau ummæli hefðu vakið mikil viðbrögð og m.a. leitt til þess að bankastjóri Arion hafi viðurkennt viss mistök við sölu hlutabréfa til útvalins hóps, meðal annars yfirmanna Símans, framhjá almennu hlutafjárútboði. „En hjá Símanum eru þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn upp í rjáfur aftur eins og hann var hérna fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur. Það þyrfti þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og atvinnulífinu. „Og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti nú viðskiptum við svona fyrirtæki, eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki,“ sagði Ásmundur. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis var greinilega ekki sáttur við orðbragð þingmannsins. „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn um að gæta orðavals í ræðum sínum. Það er vel hægt að koma sjónarmiðum sínum á framfæri án óþarfa stóryrða,“ sagði Einar úr sæti forseta eftir að Ásmundur lauk ræðu sinni. Í samtali við fréttastofu sagði Ásmundur að það hafi misboðið þjóðinni þegar yfirmenn Símans hafi fengið hlutabréf í fyrirtækinu frá Arion banka á sérkjörum. „Ég hvatti þá til að skila þessum hlutabréfum og sitja við sama borð og aðrir. Alla vega við sama borð og aðrir starfsmenn. Ég held að þjóðinni og okkur finnist nóg komið af þessum sóðaskap. Honum verði að linna og Íslendingar geti farið að búa við umhverfi sem er eðlilegt. Þar sem fólk getur treyst hvort öðru og við getum treyst því að þessi fyrirtæki og þeirra yfirmenn séu að vinna samkvæmt eðlilegum vinnureglum á markaði,“ segir Ásmundur Friðriksson. Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nóg komið af sóðaskap í viðskiptum og hvetti landsmenn á Alþingi í dag til að hætta viðskiptum við Símann. Hjá fyrirtækinu virtist skítastuðullinn kominn upp í rjáfur eins og hann hafi verið fyrir kreppu. Þingforseti gerði athugasemd við orðbragð þingmannsins. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag rifjaði þingmaðurinn upp þegar hann fyrstur manna notaði orðið „bankaskítafýlu" í tengslum við sölu Arion banka á hlutabréfum í Símanum í síðasta mánuði. Þau ummæli hefðu vakið mikil viðbrögð og m.a. leitt til þess að bankastjóri Arion hafi viðurkennt viss mistök við sölu hlutabréfa til útvalins hóps, meðal annars yfirmanna Símans, framhjá almennu hlutafjárútboði. „En hjá Símanum eru þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn upp í rjáfur aftur eins og hann var hérna fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur. Það þyrfti þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og atvinnulífinu. „Og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti nú viðskiptum við svona fyrirtæki, eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki,“ sagði Ásmundur. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis var greinilega ekki sáttur við orðbragð þingmannsins. „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn um að gæta orðavals í ræðum sínum. Það er vel hægt að koma sjónarmiðum sínum á framfæri án óþarfa stóryrða,“ sagði Einar úr sæti forseta eftir að Ásmundur lauk ræðu sinni. Í samtali við fréttastofu sagði Ásmundur að það hafi misboðið þjóðinni þegar yfirmenn Símans hafi fengið hlutabréf í fyrirtækinu frá Arion banka á sérkjörum. „Ég hvatti þá til að skila þessum hlutabréfum og sitja við sama borð og aðrir. Alla vega við sama borð og aðrir starfsmenn. Ég held að þjóðinni og okkur finnist nóg komið af þessum sóðaskap. Honum verði að linna og Íslendingar geti farið að búa við umhverfi sem er eðlilegt. Þar sem fólk getur treyst hvort öðru og við getum treyst því að þessi fyrirtæki og þeirra yfirmenn séu að vinna samkvæmt eðlilegum vinnureglum á markaði,“ segir Ásmundur Friðriksson.
Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira