Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Höttur 80-75 | Seiglusigur Tindastóls Ísak Óli Traustason í Síkinu á Sauðárkróki skrifar 12. nóvember 2015 21:00 Svavar Atli Birgisson, stórskytta Stólanna. vísir/andri marinó Tindastóll kom sér aftur á sigurbraut í Domino's-deild karla er liðið hafði betur gegn nýliðum Hattar í kvöld, 80-75. Gestirnir, sem eru enn stigalausir, byrjuðu betur en Tindastóll tók völdin í öðrum leikhluta. Heimamenn héldu forystunni allan síðari hálfleikinn en gestirnir voru þó aldrei langt undan. Höttur náði að minnka muninn í þrjú stig á lokamínútunni en heimamenn kláruðu leikinn af vítalínunni. Þetta var þriðji sigur Tindastóls á tímabilinu en liðið réði á dögunum nýjan þjálfara, Joe Costa, sem er væntanlegur til landsins á næstunni. Það var hart barist í leiknum og voru það gestirnir sem að leiddu eftir fyrsta leikhluta. Heimamenn komu grimmir inn í annan leikhluta og náðu fljótt forustu sem þeir héldu til leiksloka. Tindastóll leiddi, 42–30, í hálfleik og þetta leit allt miklu betur út hjá þeim. Hattarmenn neituðu þó að gefast upp og náðu að minka munin niður í sex stig í þriðja fjórðung en staðan eftir hann var 63–56. Gestirnir komu ákveðnir inn í síðasta fjórðung en heimamenn áttu þó alltaf svör við leik þeirra og þrátt fyrir að minnka muninn í þrjú stig þá sigldu heimamenn sigrinum í höfn á vítalínunni í lokin. Ekki sannfærandi sigur hjá Stólunum og áttu Hattarmenn mikinn þátt í því. Bestu leikmenn Hattar í kvöld voru þeir Mirko og Carberry en annars var baráttan í öllum leikmönnum liðsins til fyrirmyndar hér í kvöld. Hjá heimamönnum var Lewis góður og Helgi Rafn kom með mjög góða innkomu af bekknum. Góður sigur fyrir heimamenn en þeir eru núna með þrjá sigra og þrjú töp í Domino’s-deildinni en Hattarmenn eru enn án sigurs.Tindastóll-Höttur 80-75 (17-18, 25-12, 21-26, 17-19)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 20/5 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Helgi Rafn Viggósson 15/8 fráköst, Darrell Flake 13, Jerome Hill 6/7 fráköst, Svavar Atli Birgisson 6/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Pálmi Geir Jónsson 3, Pétur Rúnar Birgisson 3, Viðar Ágústsson 2.Höttur: Tobin Carberry 28/8 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 21/10 fráköst, Helgi Björn Einarsson 11/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4/4 fráköst, Sigmar Hákonarson 3, Ásmundur Hrafn Magnússon 2, Hallmar Hallsson 1.Helgi: Þetta var ekki fallegt Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var að vonum ánægður með sigur sinna manna. „Þetta var ekki fallegt en þetta var seiglusigur og við tökum þessi tvö stig. „Nú þurfum við að vinna í sóknarleiknum hjá okkur og spýta aðeins í lófana.” Aðspurður út í nýjan þjálfara liðsins, Joe Costa, sem er væntanlegur til landsins á næstunni sagði Helgi: „Hann kemur örugglegga inn með eitthvað nýtt og við þurfum að vera klárir í að taka því á sunnudaginn þegar að hann kemur og verða klárir í næsta leik á fimmtudaginn.” Helgi er þekktur fyrir mikla baráttu inni á vellinum og var hann ánægður með hana hjá sínum mönnum. „Það er alltaf gott þegar að baráttan er til staðar, að halda þeim í 75 stigum er bara fínt en við hefðum mátt skora meira og hafa meira flæði í sóknarleik okkar.”Kári: Þetta var heppni að við náðum þessu Kári Marísson, sem að stýrði Tindastóli í kvöld, var að vonum ánægður með sigur. „Það er fyrst og fremst gott að ná sigri og auðvitað viljum við ekki gefa eftir heimavöllinn en þetta var heppni að við náðum þessu.” Kári var þó ekki ánægður með sóknarleik sinna manna. „Við náum ekki að hlaupa þessar sóknir sem að við erum með, við erum með fullt af góðum sóknum sem að við erum búinar að vera að hlaupa í tvö ár.” Hann bætti því svo við að honum fyndist sem að hans menn væru á réttri leið. Kári var ánægður með baráttuna í sínu liði en bætti því við að „við erum samt ótrúlega ryðgaðir í öllu sem að við erum að gera en baráttan var til staðar.”Viðar: Getum borið höfuðið hátt hérna Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var súr þegar að blaðamaður náði tali á honum í leikslok en þó var hann ánægður með sína menn. „Við getum borið höfuðið hátt hérna.” Viðar var ánægður með leik sinna manna og bætti því við að „Tindastólsliðið er þrussterkt og þetta var bara jafn leikur í lokinn og ef að við hefðum verið snjallari þá hefðu við getað klárað þetta hérna.” „Ég var ánægður með okkar framistöðu hér í dag, við erum að taka fullt af skrefum í rétta átt.” Aðspurður út í jákvæðu punktana í leik sinna manna sagði Viðar. „Það er jákvætt hvernig við vorum að hreyfa boltan í sókninni og opna okkur og komast á körfuna.” „Þeir áttu erfitt með að stoppa Tobin og voru mikið að tvídekka hann, hann átti flottan leik í dag.” Viðar var ánægður með baráttu sinna manna í kvöld. „Þú kemur ekkert á Sauðárkrók þar sem að Helgi Rafn leiðir sínar menn í slagsmálum og ætlar að gefa eitthvað eftir.” Viðari fannst sem að hans menn hefðu stigið upp í leiknum. „Við sýndum það að okkur er fúlasta alvara eftir ströggl í síðustu viku og það er margt jákvætt í leik okkar sem að við ætlum að byggja á og koma með í næsta leik,” bætti Viðar við í lokin.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Tindastóll kom sér aftur á sigurbraut í Domino's-deild karla er liðið hafði betur gegn nýliðum Hattar í kvöld, 80-75. Gestirnir, sem eru enn stigalausir, byrjuðu betur en Tindastóll tók völdin í öðrum leikhluta. Heimamenn héldu forystunni allan síðari hálfleikinn en gestirnir voru þó aldrei langt undan. Höttur náði að minnka muninn í þrjú stig á lokamínútunni en heimamenn kláruðu leikinn af vítalínunni. Þetta var þriðji sigur Tindastóls á tímabilinu en liðið réði á dögunum nýjan þjálfara, Joe Costa, sem er væntanlegur til landsins á næstunni. Það var hart barist í leiknum og voru það gestirnir sem að leiddu eftir fyrsta leikhluta. Heimamenn komu grimmir inn í annan leikhluta og náðu fljótt forustu sem þeir héldu til leiksloka. Tindastóll leiddi, 42–30, í hálfleik og þetta leit allt miklu betur út hjá þeim. Hattarmenn neituðu þó að gefast upp og náðu að minka munin niður í sex stig í þriðja fjórðung en staðan eftir hann var 63–56. Gestirnir komu ákveðnir inn í síðasta fjórðung en heimamenn áttu þó alltaf svör við leik þeirra og þrátt fyrir að minnka muninn í þrjú stig þá sigldu heimamenn sigrinum í höfn á vítalínunni í lokin. Ekki sannfærandi sigur hjá Stólunum og áttu Hattarmenn mikinn þátt í því. Bestu leikmenn Hattar í kvöld voru þeir Mirko og Carberry en annars var baráttan í öllum leikmönnum liðsins til fyrirmyndar hér í kvöld. Hjá heimamönnum var Lewis góður og Helgi Rafn kom með mjög góða innkomu af bekknum. Góður sigur fyrir heimamenn en þeir eru núna með þrjá sigra og þrjú töp í Domino’s-deildinni en Hattarmenn eru enn án sigurs.Tindastóll-Höttur 80-75 (17-18, 25-12, 21-26, 17-19)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 20/5 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Helgi Rafn Viggósson 15/8 fráköst, Darrell Flake 13, Jerome Hill 6/7 fráköst, Svavar Atli Birgisson 6/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Pálmi Geir Jónsson 3, Pétur Rúnar Birgisson 3, Viðar Ágústsson 2.Höttur: Tobin Carberry 28/8 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 21/10 fráköst, Helgi Björn Einarsson 11/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4/4 fráköst, Sigmar Hákonarson 3, Ásmundur Hrafn Magnússon 2, Hallmar Hallsson 1.Helgi: Þetta var ekki fallegt Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var að vonum ánægður með sigur sinna manna. „Þetta var ekki fallegt en þetta var seiglusigur og við tökum þessi tvö stig. „Nú þurfum við að vinna í sóknarleiknum hjá okkur og spýta aðeins í lófana.” Aðspurður út í nýjan þjálfara liðsins, Joe Costa, sem er væntanlegur til landsins á næstunni sagði Helgi: „Hann kemur örugglegga inn með eitthvað nýtt og við þurfum að vera klárir í að taka því á sunnudaginn þegar að hann kemur og verða klárir í næsta leik á fimmtudaginn.” Helgi er þekktur fyrir mikla baráttu inni á vellinum og var hann ánægður með hana hjá sínum mönnum. „Það er alltaf gott þegar að baráttan er til staðar, að halda þeim í 75 stigum er bara fínt en við hefðum mátt skora meira og hafa meira flæði í sóknarleik okkar.”Kári: Þetta var heppni að við náðum þessu Kári Marísson, sem að stýrði Tindastóli í kvöld, var að vonum ánægður með sigur. „Það er fyrst og fremst gott að ná sigri og auðvitað viljum við ekki gefa eftir heimavöllinn en þetta var heppni að við náðum þessu.” Kári var þó ekki ánægður með sóknarleik sinna manna. „Við náum ekki að hlaupa þessar sóknir sem að við erum með, við erum með fullt af góðum sóknum sem að við erum búinar að vera að hlaupa í tvö ár.” Hann bætti því svo við að honum fyndist sem að hans menn væru á réttri leið. Kári var ánægður með baráttuna í sínu liði en bætti því við að „við erum samt ótrúlega ryðgaðir í öllu sem að við erum að gera en baráttan var til staðar.”Viðar: Getum borið höfuðið hátt hérna Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var súr þegar að blaðamaður náði tali á honum í leikslok en þó var hann ánægður með sína menn. „Við getum borið höfuðið hátt hérna.” Viðar var ánægður með leik sinna manna og bætti því við að „Tindastólsliðið er þrussterkt og þetta var bara jafn leikur í lokinn og ef að við hefðum verið snjallari þá hefðu við getað klárað þetta hérna.” „Ég var ánægður með okkar framistöðu hér í dag, við erum að taka fullt af skrefum í rétta átt.” Aðspurður út í jákvæðu punktana í leik sinna manna sagði Viðar. „Það er jákvætt hvernig við vorum að hreyfa boltan í sókninni og opna okkur og komast á körfuna.” „Þeir áttu erfitt með að stoppa Tobin og voru mikið að tvídekka hann, hann átti flottan leik í dag.” Viðar var ánægður með baráttu sinna manna í kvöld. „Þú kemur ekkert á Sauðárkrók þar sem að Helgi Rafn leiðir sínar menn í slagsmálum og ætlar að gefa eitthvað eftir.” Viðari fannst sem að hans menn hefðu stigið upp í leiknum. „Við sýndum það að okkur er fúlasta alvara eftir ströggl í síðustu viku og það er margt jákvætt í leik okkar sem að við ætlum að byggja á og koma með í næsta leik,” bætti Viðar við í lokin.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira