Auðlindaarðurinn og þjóðin Steingrímur J. Sigfússon skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Fiskistofa hefur nú birt á vef sínum ágæta samantekt um heildarupphæð álagðra veiðigjalda þrjú sl. fiskveiðiár. Niðurstaðan er eftirfarandi: • fiskveiðiárið 2012/2013 voru álögð veiðigjöld alls 12,8 milljarðar króna. • fiskveiðiárið 2013/2014 voru álögð veiðigjöld alls 9,2 milljarðar króna. • fiskveiðiárið 2014/2015 voru álögð veiðigjöld alls 7,7 milljarðar króna. Með öðrum orðum, lækkunin tvö sl. fiskveiðiár frá árinu 2012/2013, er 8,7 milljarðar og í reynd nokkru meiri ef um tölur á verðlagi hvers árs er að ræða. Veiðigjöldin á síðasta fiskveiðiári eru sem sagt í heild ekki nema 7,7 milljarðar og munar þá ekki miklu að ríkisstjórninni hafi tekist að þurrka út að fullu hugsunina um sérstakt afkomutengt veiðigjald sem leggist ofan á almennt gjald sem taki mið af kostnaði við helstu þjónustustofnanir sjávarútvegsins. Er skýringanna á þessari lækkun að leita í hríðversnandi afkomu sjávarútvegsins? Nei sem betur fer ekki. Lengsta góðærisskeið í sögu íslensk sjávarútvegs stendur enn. Vissulega hefur gengið nokkuð verið að styrkjast á þessu ári og blikur eru á lofti vegna viðskiptabanns Rússa. En þessa fer fyrst að gæta nú og þá á næsta ári og breytir engu um afkomuna til baka litið sem hér er verið að fjalla um, þ.e. liðin fiskveiðiár. Á móti berast einnig jákvæðar fréttir svo sem af saltfiskmörkuðum sem eru að taka við sér, aflabrögð eru góð, þorsk og ýsukvóti aukinn o.s.frv. Flest bendir til að enn einu árinu sé að ljúka þar sem fjármunamyndunin, framlegðin, í íslenskum sjávarútvegi sé af stærðargráðunni 75-80 milljarðar króna. Eigendur stærri sjávarútvegsfyrirtækja hafa flestir greitt sér arð á árinu vegna góðrar afkomu 2014 sem samanlagt er að minnsta kosti tvöföld upphæð á við álögð veiðigjöld í heild á síðasta fiskveiðiári. Niðurstaðan er að þjóðin fær sáralitla hlutdeild beint í auðlindarentunni, viðbótararðinum af sjávarauðlindinni og það er í boði ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Fiskistofa hefur nú birt á vef sínum ágæta samantekt um heildarupphæð álagðra veiðigjalda þrjú sl. fiskveiðiár. Niðurstaðan er eftirfarandi: • fiskveiðiárið 2012/2013 voru álögð veiðigjöld alls 12,8 milljarðar króna. • fiskveiðiárið 2013/2014 voru álögð veiðigjöld alls 9,2 milljarðar króna. • fiskveiðiárið 2014/2015 voru álögð veiðigjöld alls 7,7 milljarðar króna. Með öðrum orðum, lækkunin tvö sl. fiskveiðiár frá árinu 2012/2013, er 8,7 milljarðar og í reynd nokkru meiri ef um tölur á verðlagi hvers árs er að ræða. Veiðigjöldin á síðasta fiskveiðiári eru sem sagt í heild ekki nema 7,7 milljarðar og munar þá ekki miklu að ríkisstjórninni hafi tekist að þurrka út að fullu hugsunina um sérstakt afkomutengt veiðigjald sem leggist ofan á almennt gjald sem taki mið af kostnaði við helstu þjónustustofnanir sjávarútvegsins. Er skýringanna á þessari lækkun að leita í hríðversnandi afkomu sjávarútvegsins? Nei sem betur fer ekki. Lengsta góðærisskeið í sögu íslensk sjávarútvegs stendur enn. Vissulega hefur gengið nokkuð verið að styrkjast á þessu ári og blikur eru á lofti vegna viðskiptabanns Rússa. En þessa fer fyrst að gæta nú og þá á næsta ári og breytir engu um afkomuna til baka litið sem hér er verið að fjalla um, þ.e. liðin fiskveiðiár. Á móti berast einnig jákvæðar fréttir svo sem af saltfiskmörkuðum sem eru að taka við sér, aflabrögð eru góð, þorsk og ýsukvóti aukinn o.s.frv. Flest bendir til að enn einu árinu sé að ljúka þar sem fjármunamyndunin, framlegðin, í íslenskum sjávarútvegi sé af stærðargráðunni 75-80 milljarðar króna. Eigendur stærri sjávarútvegsfyrirtækja hafa flestir greitt sér arð á árinu vegna góðrar afkomu 2014 sem samanlagt er að minnsta kosti tvöföld upphæð á við álögð veiðigjöld í heild á síðasta fiskveiðiári. Niðurstaðan er að þjóðin fær sáralitla hlutdeild beint í auðlindarentunni, viðbótararðinum af sjávarauðlindinni og það er í boði ríkisstjórnarinnar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun