Matur

Nautabollur með tómat­chilidressingu

Gómsætur réttur frá Eyþóri Rúnarssyni.
Gómsætur réttur frá Eyþóri Rúnarssyni.

Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar og auðveldar uppskriftir í þætti sínum Eldhúsið hans Eyþórs, á Stöð 2 fram að jólum.

Nautabollur með tómat­chilidressingu, tagliatelle pasta og grilluðu brokkólí

Nautabollur

600 g eðal nautahakk

1 hvítlauksrif (fínt rifið)

½ msk. cumin (malað)

½ tsk. stjörnuanís (malaður)

1 msk. reykt paprikuduft

1 tsk. laukduft

1 tsk. sambal oelek

1 egg

50 g hafrar

50 g sellerí (fínt skorið)

50 g gulrætur (smátt skornar)

Svartur pipar úr kvörn

1 ½ msk. sjávarsalt

1 stk. focaccia-brauð

1 stk. parmesanostur

Setjið allt hráefnið saman í skál. Hnoðið það saman með höndunum og gerið um 40 g bollur úr hakkinu. Hitið ofninn upp í 200 gráður og setjið bollurnar inn í ofninn í 14 mín.

Tagliatelle pasta

1 pakki tagliatelle Ítalíu pasta

Sjóðið eftir leiðbeiningum á pakka.

Tómatchilidressing

1msk. cumin

1 msk. oregano

1 msk. sambal oelek

2 msk. hrísgrjónaedik

1 hvítlauksrif

½ msk. svartur pipar

250 ml tómatar í dós

50 ml ólífuolía

½ tsk. salt

Setjið allt hráefnið saman í blender og vinnið saman í um 2 mín.

Grillað brokkólí

1 stk. brokkólíhaus

Sjávarsalt

Svartur pipar úr kvörn

Hvítlauksolía

2 msk. ristaðar heslihnetuflögur

Svartur pipar úr kvörn

Parmesan

Skerið brokkólíið í þunnar lengjur eftir endilöngu. Hitið grillpönnu og setjið brokkólíið á hana og grillið í um 2 mín. á hvorri hlið. Takið brokkólíið af pönnunni og setjið í skál með smá hvítlauksolíu, heslihnetuflögunum og kryddið með saltinu og piparnum.

Rífið að lokum vel af parm­esan­osti yfir allan réttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.