Drjúgur meirihluti á móti ríkisstjórninni Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2015 19:30 Tæplega sextíu prósent kjósenda styðja ekki ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Konur styðja ríkisstjórnina mun minna en karlar og stuðningurinn er minnstur í Reykjavík. Eins og flestar ríkisstjórnir lagði núverandi ríkisstjórn nokkuð vel af stað miðað við fylgi í könnunum eða með ríflega 60 prósenta fylgi. En nú þegar um 18 mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu hefur kvarnast verulega af fylginu. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með næst mest fylgi flokka á Alþingi samkvæmt könnun blaðsins og Stöðvar tvö, með 29,3 prósent. Hinn stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, er hins vegar langt frá kjörfylgi í síðustu kosningum með 9,9 prósent en var með 24.4 prósent í síðustu kosningum.Skipt eftir kyni.Í könnuninni var einnig spurt um stuðning við ríkisstjórnina og sögðust 41 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja ríkisstjórnina en 59 prósent sögðust ekki gera það. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Hins vegar styðja karlar stjórnina frekar en konur, eða 47 prósent á móti 36 prósentum kvenna. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík þar sem 36 prósent kjósenda segjast styðja hana. Í Norðvesturkjördæmi styðja 39 prósent ríkisstjórnina, 48 prósent í Norðausturkjördæmi, 49 prósent í Suðurkjördæmi þar sem stuðningur við ríkisstjórnina er mestur og 43 prósent í Suðvesturkjördæmi.Öll svör.Samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn nú með 2,6 prósentustiga meira fylgi en í kosningunum 2013 en Framsóknarflokkurinn er 14,5 prósentustigum undir útkomu flokksins í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins er engu að síður bjartsýnn. „Ríkisstjórnin og stjórnvöld eru að klára mörg mjög stór mál. Við erum búin að klára skuldavanda heimilanna, það var að klárast núna uppgjör við slitabú föllnu bankanna. Mun betur en nokkur þorði að vona. Efnahagsmálin eru á gríðarlega góðum stað og við erum sannfærð um að þegar kemur nær kosningum muni stjórnarflokkarnir og þar með Framsóknarflokkurinn koma betur út en margan grunar,“ segir Ásmundur Einar. Og eins og oft áður, þá muni Framsókn koma á óvart í kosningum? „Við treystum því að skynsemin sigri,“ segir Ásmundur Einar Daðason. Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Sjá meira
Tæplega sextíu prósent kjósenda styðja ekki ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Konur styðja ríkisstjórnina mun minna en karlar og stuðningurinn er minnstur í Reykjavík. Eins og flestar ríkisstjórnir lagði núverandi ríkisstjórn nokkuð vel af stað miðað við fylgi í könnunum eða með ríflega 60 prósenta fylgi. En nú þegar um 18 mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu hefur kvarnast verulega af fylginu. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með næst mest fylgi flokka á Alþingi samkvæmt könnun blaðsins og Stöðvar tvö, með 29,3 prósent. Hinn stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, er hins vegar langt frá kjörfylgi í síðustu kosningum með 9,9 prósent en var með 24.4 prósent í síðustu kosningum.Skipt eftir kyni.Í könnuninni var einnig spurt um stuðning við ríkisstjórnina og sögðust 41 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja ríkisstjórnina en 59 prósent sögðust ekki gera það. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Hins vegar styðja karlar stjórnina frekar en konur, eða 47 prósent á móti 36 prósentum kvenna. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík þar sem 36 prósent kjósenda segjast styðja hana. Í Norðvesturkjördæmi styðja 39 prósent ríkisstjórnina, 48 prósent í Norðausturkjördæmi, 49 prósent í Suðurkjördæmi þar sem stuðningur við ríkisstjórnina er mestur og 43 prósent í Suðvesturkjördæmi.Öll svör.Samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn nú með 2,6 prósentustiga meira fylgi en í kosningunum 2013 en Framsóknarflokkurinn er 14,5 prósentustigum undir útkomu flokksins í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins er engu að síður bjartsýnn. „Ríkisstjórnin og stjórnvöld eru að klára mörg mjög stór mál. Við erum búin að klára skuldavanda heimilanna, það var að klárast núna uppgjör við slitabú föllnu bankanna. Mun betur en nokkur þorði að vona. Efnahagsmálin eru á gríðarlega góðum stað og við erum sannfærð um að þegar kemur nær kosningum muni stjórnarflokkarnir og þar með Framsóknarflokkurinn koma betur út en margan grunar,“ segir Ásmundur Einar. Og eins og oft áður, þá muni Framsókn koma á óvart í kosningum? „Við treystum því að skynsemin sigri,“ segir Ásmundur Einar Daðason.
Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Sjá meira