Föstudagsviðtalið: Samfylkinguna vantar kraft og áræðni Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 13. nóvember 2015 07:00 Össur Skarphéðinsson Fréttablaðið/Vilhelm „Samfylkingin er í erfiðum málum. Hún var stórveldi á sínum tíma. Undir forystu okkar Margrétar Frímannsdóttur fékk hún 32% fylgi bæði í sveitarstjórnarkosningum og til Alþingis. En staðan er afar erfið,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, um stöðu flokksins sem hann stofnaði fyrir rúmum áratug. Samfylkingin mælist nú með um átta prósenta fylgi og er í sögulegu lágmarki. Af hverju heldurðu að lélegt fylgi flokksins skýrist? „Síðasta stjórnarsamstarf var erfitt. Við þurftum að grípa til þungra ráðstafana til að vinna bug á afleiðingum bankahrunsins. Eftir setu í þremur ríkisstjórnum í beit þarf flokkur alltaf að endurnýja hugmyndir sínar í takt við nýjan veruleika. Samfylkingunni hefur ekki tekist að endurskapa hugmyndir sínar um jöfnuð og jöfn tækifæri í ljósi nýrra aðstæðna eftirhrunsáranna. Svo það sé sagt umbúðalaust þá vantar kraft og áræði í flokkinn. Ég hef hins vegar alltaf litið á flokka sem tæki til að hrinda hugsjónum í framkvæmd. Þrátt fyrir að Samfylkingin hafi tímabundið steytt á skeri gleður það mig að þær hugmyndir sem ég hef barist fyrir allt mitt pólitíska líf, um jafnræði, að jafna tækifæri, gefa fólkinu meira vald, breyta stjórnarskránni, koma á þjóðaratkvæðagreiðslum, og að breyta fiskveiðistjórnkerfinu, njóta í dag fylgis meirihluta Íslendinga. Þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi alls ekki staðið sig illa blasir við að það er að skapast tækifæri til að mynda ríkisstjórn um þessar hugsjónir. Miðað við pólitíska stöðu dagsins er ég til í að bjóða hverjum sem er upp á veðmál um að ríkisstjórnin muni falla í næstu kosningum,“ segir Össur, handviss.Fólkið vill ráða sjálftErtu að tala um kosningabandalag? „Ekki endilega. Eftir bankahrunið og svikin loforð um verðtryggingu og þjóðaratkvæði um aðildarumsóknina treysta Íslendingar ekki lengur stjórnmálunum fyrir framtíðinni. Þeir vilja ráða henni sjálfir. Í dag er staðan þannig að í öllum efnum sem varða lýðræðislegar umbætur og einnig þeim sem varða jöfnuð eru allir flokkar stjórnarandstöðunnar í meginatriðum sammála. Ég tel að fyrir kosningar eigi þessir flokkar að lýsa yfir, að vinni þeir meirihluta muni þeir mynda saman ríkisstjórn, sem leggur höfuðáherslu á að breyta stjórnarskránni þannig að fólkið fái meiri völd. Það er ekki nóg að minnihluti Alþingis geti vísað umdeildum málum í þjóðaratkvæði heldur verður þjóðin sjálf að geta sett mál í þjóðaratkvæðagreiðslu ef tiltekinn fjöldi lýsir við þau stuðningi. Það, ásamt ákvæði um sameign á þjóðarauðlindum, eru fyrir mér aðalatriðin. Sú ríkisstjórn á jafnframt að lýsa yfir ótvíræðum vilja um að þjóðin fái sjálf að skera úr deilunum sem hafa slitið hana í sundur, um hvernig á að haga stjórn fiskveiða, hvort eigi að halda áfram viðræðum um aðild að ESB og um framtíð hálendisins. Þjóðin velur þá hvort hún vill lýðræðisstjórn fólksins eða þá stjórn sem er núna.“ En var þjóðinni ekki heitið að yrði ráðist í þessi mál? Það gerðist ekkert. Hvað olli? „Þú ert að tala við mann sem eyddi fjórum árum í vörn og sókn fyrir aðildarumsókn heima og í Brussel. Ýmsir þættir komu í veg fyrir að það tækist, sundrung í stjórnarliðinu, en fyrst og fremst deila okkar um makríl við ESB og Noreg, sem olli að okkur tókst ekki að ljúka viðræðum. Út úr þessu kom eigi að síður sú fjallgrimma vissa að það verður auðveldara fyrir Íslendinga að ná samkomulagi um erfiðustu málin, landbúnað og fiskveiðar. Það er athyglisvert að núverandi ríkisstjórn skildi þannig við málið að taki Íslendingar ákvörðun um að halda viðræðum áfram er ekkert því til fyrirstöðu. Það er ávinningurinn af umsókninni.“ Össur hefur ekki mikla trú á íslensku krónunni og telur að afstaða til hennar muni ráða miklu um hvort menn kjósi að halda viðræðunum áfram á næsta kjörtímabili ef sú ríkisstjórn ákveður þjóðaratkvæðagreiðslu. „Nú eru blikur fram undan. Þó að efnahagsmálin gangi vel innan gjaldeyrishafta og hagvöxtur hafi verið góður síðan 2010 spáir Seðlabankinn verðbólgu og boðar vaxtahækkanir. Þar er krónan sökudólgurinn. Hún er uppspretta og magnari sveiflna. Við erum aftur komin í ástand þar sem fólkið ræður sinni afkomu ekki sjálft. Menn semja um launahækkanir en þær eru jafnharðan teknar til baka í verðbólgu og vaxtahækkanir. Þá verða menn að spyrja sig: Dugar krónan sem gjaldmiðill? Svarið er nei. Hún er löngu fallin á prófinu og er að gera Ísland að láglaunaþjóð. Í krafti krónunnar gyrða bankarnir sig í belti og axlabönd sem heita ofurvextir og verðtrygging. Ég held að það sé ekki hægt að afnema böl verðtryggingarinnar og Íslandsálagsins á vextina nema taka upp nýjan gjaldmiðil. Þá eru fjórir valkostir. Norðmenn gáfu þeim drag í afturendann sem vildu taka upp norsku krónuna, Seðlabankinn sagði afleik að taka upp Kanadadollar, við höfum lítil viðskipti við Bandaríkin þó að Bandaríkjadalur sé að standa sig vel, en okkar stærsta viðskiptasvæði er Evrópa. Í mínum augum er það bara evran sem kemur til greina.“ Menn færðust of mikið í fangAf hverju þagði ríkisstjórn Jóhönnu í 18 mánuði um stjórnarskrárfrumvarpið? „Það er absúrd að halda því fram. Alla þessa 18 mánuði stóð heiftarleg barátta um stjórnarskrána. Ríkisstjórn Jóhönnu gerði allt sem hún gat til að breyta stjórnarskránni. Breytingarnar mættu hrikalegri andstöðu á Alþingi, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sagðist bókstaflega beita málþófi til hins ýtrasta til að koma í veg fyrir að frumvarpið yrði samþykkt. Menn stóðu að lokum frammi fyrir þeim eina möguleika að beita málskerðingarákvæði í þingskapalögum sem heimilar að skera á málþóf. Í stjórnarliðinu voru einfaldlega ekki nógu margir sem voru tilbúnir að höggva með þeim hætti á hnútinn. Ýmsum fannst erfitt að beita þeirri ólýðræðislegu leið að hefta málfrelsi til að koma í gegn breytingum á stjórnarskránni sem er helsti verndari málfrelsisins,“ segir Össur. „Ef til vill færðust menn of mikið í fang og hugsanlega átti fremur að taka skemmri áfanga í einu. En fyrir því var engin stemning, hvorki í stjórnarliðinu né á stjórnarskrárvængnum utan þings. Sjálfur tel ég að hægt hefði verið að ná samkomulagi við þáverandi stjórnarandstöðu um þjóðaratkvæði, hugsanlega sameign á þjóðareign, að minnsta kosti virtist Framsókn til. “Karlinn í brúnni verður að fiskaSamfylkingin er, eins og áður segir, í sögulegu lágmarki samkvæmt könnunum. Þarf að skipta um formann? „Það er ekki hægt að setja stöðuna alla á herðar Árna Páli. Síðustu átján mánuðirnir í lífi ríkisstjórnar Jóhönnu eiga mikinn þátt í núverandi stöðu. Staða stjórnarskrármálsins þegar Árni Páll tók við á kannski mestan. Í baksýnisspeglinum sýnist hún næstum hafa verið óviðráðanleg. En langvarandi erfiðleikar hjá flokki vekja spurningar. Staðan sem nú er uppi kallar á endurmat á vinnuaðferðum forystu og þingflokks en bak við formann er stjórn flokksins og að auki framkvæmdastjórn. Stjórnmál í dag eru forystustjórnmál. Gamall og litríkur leiðtogi, Jón Baldvin, hafði þá möntru að karlinn í brúnni yrði að fiska. Ella þyrfti hann taka pokann sinn. Ég var sjálfur látinn taka minn poka og felldur í kosningu af því að stabbinn í flokknum var stórhuga og taldi að 32% væri ekki nóg. “ Það ríkir enn reiði vegna afleiðinga bankahrunsins, og sumir segja Ísland ónýtt. Ert þú þeirrar skoðunar? „Alls ekki. Ísland er í meira en þokkalegu lagi og fer batnandi. En við búum við vaxandi mein sem er helsta ástæða reiðinnar sem maður finnur svo víða. Það birtist í auknum ójöfnuði. Bilið milli efsta lagsins í samfélaginu og allra hinna er alltaf að gliðna og breikka. Það á ekki bara við um Ísland, heldur V-Evrópu alla. Eftir að spilavítiskapítalisminn tók völdin á Vesturlöndum – m.a. með liðsinni Verkamannaflokks Tony Blair í Bretlandi – hefur ójöfnuðurinn stöðugt aukist. Hann skapar vansæld hjá fólki, og óhamingju. Valdið yfir eigin lífi er með ósýnilegum hætti sogað frá því, ekki til stjórnmálaflokka, heldur inn í fjármálakerfið. Bankarnir, með ofurvöxtum og verðtryggingu ráða því hvort ungt fólk geti keypt húsnæði og valda því að fjöldi fólks upplifir sig í ævilöngu skuldafangelsi við jafn sjálfsagðan hlut og að halda íbúðum sínum. Langvarandi ástand af þessu tagi leiðir til upplausnar. Við sjáum hana þegar í grannlöndum okkar, þar sem öfgahreyfingar, ofstækisflokkar og pólitísk bófagengi vaða uppi. Hér á Íslandi hefur þetta sem betur fer ekki farið í þennan farveg heldur brotist út í heilbrigðri lýðræðisfrekju. Fólk vill meiri áhrif og völd yfir eigin lífi. Það er partur af ógæfu Samfylkingarinnar að hún hefur ekki getað svarað þessum kröfum. Það hefur engin stjórnmálahreyfing gert með trúverðugum hætti nema helst Píratar.“Heiðurspíratinn ÖssurPíratar mælast langstærstir þessi dægrin. Er þetta skýringin? „Að stórum hluta. Um leið er gengi þeirra skýr birtingarmynd á djúpu vantrausti á hefðbundna stjórnmálaflokka eftir bankahrunið, sem er jafnvel að verða nýjum flokkum eins og Bjartri framtíð að fjörtjóni. Píratar eru merkilegt pólitískt fyrirbrigði, en þeir náðu samt ekki flugi út á hefðbundnar áherslur evrópskra pírata á anarkískt virðingarleysi fyrir höfundarrétti og frelsi einstaklingsins. Hið séríslenska afbrigði sigldi aldrei með himinskautum fyrr en það tók upp hinar klassísku sósíaldemókratísku áherslur á heilbrigðismál. Það var hin maníska snilld Jóns Þórs Ólafssonar sem tók þá gegnum hljóðmúrinn þegar hann hélt sömu örstuttu ræðuna um heilbrigðiskerfið líklega 200 sinnum í þinginu í fyrra. Það leiftraði af snilld.“ Það hljómar eins og þú ættir að kjósa Pírata? „Ég skilgreindi mig sem sósíaldemókratískan heiðurspírata löngu áður en þeir tóku flugið og undirritaði alla tölvupósta til Birgittu kapteins og þingskálds þannig. Ég man varla eftir þingmáli frá þeim sem ég gat ekki stutt og þeir hafa stutt mörg mál okkar í Samfylkingunni. Vitaskuld þykir mér súrt í broti að minn flokkur sitji eftir en í þeirri stöðu get ég ekki annað en glaðst yfir að það skuli vera Píratar, sem ég lít á sem pólitíska frændur og frænkur, en ekki hægri flokkur, sem rífur til sín fylgi. Aðalmálið er að hægt verði að mynda breiðfylkingu um þær lýðræðislegu umbætur sem ég tel að skipti mestu máli núna eins og að breyta stjórnarskránni, tryggja þjóðaratkvæði, kjósa um aðildarumsókn og leysa deilur um fiskveiðistjórnun og hálendið í eitt skipti fyrir öll í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég get vel hugsað mér að starfa með sjóræningja fyrir borðsendanum í stjórnarráðinu.“Fallinn formaður í friðiHann er þekktur fyrir húmor sinn en segist ekki vinnustaðagrínarinn á Alþingi. Starfið sé ótrúlega skemmtilegt. „I love it. Það er bara svoleiðis. Bestu skeiðin á þingævinni hafa verið þrjú. Eftir að ég var felldur sem formaður þorði enginn að tala við mig, allir héldu að ég væri á djúpum bömmer, og ég gerði það sem mér sýndist í þinginu. Svo þurfti Ingibjörg Sólrún á mér að halda sem formanni þingflokks, og ég féllst á það. Þá byrjaði nýr kafli. Skemmtilegasta skeiðið var líklega slagurinn fyrir aðildarumsókninni hér heima og í Brussel. Eftir það tók við stjórnarandstaða og flestum grónum stjórnmálamönnum finnst það ömurlegt. Sumir veslast upp og verða gráir fyrir tímann, en ekki ég – enda skegg mitt þá löngu grátt,“ segir hann kíminn. „Þingið er minn heimavöllur og ég er parlamentaristi fram í fingurgóma. Stundum tala þingmenn eins og þeir séu að fórna sér fyrir þjóðina með því að taka að sér illa launað og vanþakklátt starf en ég er þingmaður af ástríðu. Ég hef verið laus við þetta persónulega skítkast sem sumir stjórnmálamenn kvarta undan.“ Hann kveðst hafa lært mikið og þroskast á þingferlinum. „Ég byrjaði sem átakasækinn þingmaður. Jón Baldvin taldi það lengi til kosta minna að ég færi yfir götu til að verða mér úti um pólitísk slagsmál. Nú er ég blíðlyndari og reyni að lifa eftir karmalögmálinu um að allt það sem þú gefur komi margfalt til þín. Ég er löngu búinn að skilja að þótt ríkisstjórnir komi og fari skiptir það mestu í lífinu sem næst manni stendur, fjölskylda og vinir.“ Össur varð eftirmaður Ólafs Ragnars Grímssonar sem ritstjóri Þjóðviljans, málgagns Alþýðubandalagsins, og rifjar upp að það hafi ekki verið sársaukalaust þegar hann gekk til liðs við krata í Alþýðuflokknum. „Ég var ekki búinn að vera lengi á þingi þegar Ólafur Ragnar flutti yfir mér hörðustu skammarræðu sem nokkru sinni hefur á eyrum mínum dunið. Ég hafði unnið styrk til doktorsnáms sem ríkisstjórn Margrétar Thatcher veitti og í Bretlandi, þar sem Ólafur Ragnar var hagvanur, var versta skammaryrði á vinstri vængnum að segja að einhver væri einn af „Maggie's boys“. Ólafur reif sig upp í ofsa og dembdi þessu að lokum á mig sem sat dreyrrauður undir yfirhalningunni. Við hlæjum stundum að þessu í dag.“Æðarvarpið á BessastöðumForsetakosningar eru á næsta ári og mikið rætt um hver verður arftaki Ólafs Ragnars ákveði hann að gefa ekki kost á sér á ný. Er Össur á leið á Bessastaði? „Ég sá náttúrlega um æðarvarpið á Rauðanesi á Mýrum með fóstru minni í nokkur vor svo ég væri líklega sérlega vel fallinn til að sjá um æðarvarpið á Bessastöðum. Ég hef hins vegar aldrei rætt það að fyrra bragði við nokkurn mann.“ – En hefur það verið rætt við þig? „Já, og mér finnst það alltaf jafn gaman og alveg sérstaklega kætti það mig þegar maður norður í landi vildi ólmur starta kosningaskrifstofu í bænum. Þetta er áreiðanlega notað til að kitla hégóma margra. En mér finnst ótímabært að spekúlera hvort núverandi forseti hætti, enda liggur ekkert fyrir um að hann verði ekki áfram í kjöri. Margir hvetja hann örugglega til þess. Sjálfur hef ég stutt hann þessi 20 ár, þó stundum hafi verið öldurót. Mér finnst í öllu falli svolítið óviðkunnanlegt þegar kvartað er undan því að hann sé ekki búinn að tilkynna um áform sín, jafnvel þó einhverjir menn hafi árum saman gengið með forsetann í maganum. Ég hef ekki verið í þeim hópi svo það sé í gadda slegið.“ Alþingi Föstudagsviðtalið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
„Samfylkingin er í erfiðum málum. Hún var stórveldi á sínum tíma. Undir forystu okkar Margrétar Frímannsdóttur fékk hún 32% fylgi bæði í sveitarstjórnarkosningum og til Alþingis. En staðan er afar erfið,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, um stöðu flokksins sem hann stofnaði fyrir rúmum áratug. Samfylkingin mælist nú með um átta prósenta fylgi og er í sögulegu lágmarki. Af hverju heldurðu að lélegt fylgi flokksins skýrist? „Síðasta stjórnarsamstarf var erfitt. Við þurftum að grípa til þungra ráðstafana til að vinna bug á afleiðingum bankahrunsins. Eftir setu í þremur ríkisstjórnum í beit þarf flokkur alltaf að endurnýja hugmyndir sínar í takt við nýjan veruleika. Samfylkingunni hefur ekki tekist að endurskapa hugmyndir sínar um jöfnuð og jöfn tækifæri í ljósi nýrra aðstæðna eftirhrunsáranna. Svo það sé sagt umbúðalaust þá vantar kraft og áræði í flokkinn. Ég hef hins vegar alltaf litið á flokka sem tæki til að hrinda hugsjónum í framkvæmd. Þrátt fyrir að Samfylkingin hafi tímabundið steytt á skeri gleður það mig að þær hugmyndir sem ég hef barist fyrir allt mitt pólitíska líf, um jafnræði, að jafna tækifæri, gefa fólkinu meira vald, breyta stjórnarskránni, koma á þjóðaratkvæðagreiðslum, og að breyta fiskveiðistjórnkerfinu, njóta í dag fylgis meirihluta Íslendinga. Þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi alls ekki staðið sig illa blasir við að það er að skapast tækifæri til að mynda ríkisstjórn um þessar hugsjónir. Miðað við pólitíska stöðu dagsins er ég til í að bjóða hverjum sem er upp á veðmál um að ríkisstjórnin muni falla í næstu kosningum,“ segir Össur, handviss.Fólkið vill ráða sjálftErtu að tala um kosningabandalag? „Ekki endilega. Eftir bankahrunið og svikin loforð um verðtryggingu og þjóðaratkvæði um aðildarumsóknina treysta Íslendingar ekki lengur stjórnmálunum fyrir framtíðinni. Þeir vilja ráða henni sjálfir. Í dag er staðan þannig að í öllum efnum sem varða lýðræðislegar umbætur og einnig þeim sem varða jöfnuð eru allir flokkar stjórnarandstöðunnar í meginatriðum sammála. Ég tel að fyrir kosningar eigi þessir flokkar að lýsa yfir, að vinni þeir meirihluta muni þeir mynda saman ríkisstjórn, sem leggur höfuðáherslu á að breyta stjórnarskránni þannig að fólkið fái meiri völd. Það er ekki nóg að minnihluti Alþingis geti vísað umdeildum málum í þjóðaratkvæði heldur verður þjóðin sjálf að geta sett mál í þjóðaratkvæðagreiðslu ef tiltekinn fjöldi lýsir við þau stuðningi. Það, ásamt ákvæði um sameign á þjóðarauðlindum, eru fyrir mér aðalatriðin. Sú ríkisstjórn á jafnframt að lýsa yfir ótvíræðum vilja um að þjóðin fái sjálf að skera úr deilunum sem hafa slitið hana í sundur, um hvernig á að haga stjórn fiskveiða, hvort eigi að halda áfram viðræðum um aðild að ESB og um framtíð hálendisins. Þjóðin velur þá hvort hún vill lýðræðisstjórn fólksins eða þá stjórn sem er núna.“ En var þjóðinni ekki heitið að yrði ráðist í þessi mál? Það gerðist ekkert. Hvað olli? „Þú ert að tala við mann sem eyddi fjórum árum í vörn og sókn fyrir aðildarumsókn heima og í Brussel. Ýmsir þættir komu í veg fyrir að það tækist, sundrung í stjórnarliðinu, en fyrst og fremst deila okkar um makríl við ESB og Noreg, sem olli að okkur tókst ekki að ljúka viðræðum. Út úr þessu kom eigi að síður sú fjallgrimma vissa að það verður auðveldara fyrir Íslendinga að ná samkomulagi um erfiðustu málin, landbúnað og fiskveiðar. Það er athyglisvert að núverandi ríkisstjórn skildi þannig við málið að taki Íslendingar ákvörðun um að halda viðræðum áfram er ekkert því til fyrirstöðu. Það er ávinningurinn af umsókninni.“ Össur hefur ekki mikla trú á íslensku krónunni og telur að afstaða til hennar muni ráða miklu um hvort menn kjósi að halda viðræðunum áfram á næsta kjörtímabili ef sú ríkisstjórn ákveður þjóðaratkvæðagreiðslu. „Nú eru blikur fram undan. Þó að efnahagsmálin gangi vel innan gjaldeyrishafta og hagvöxtur hafi verið góður síðan 2010 spáir Seðlabankinn verðbólgu og boðar vaxtahækkanir. Þar er krónan sökudólgurinn. Hún er uppspretta og magnari sveiflna. Við erum aftur komin í ástand þar sem fólkið ræður sinni afkomu ekki sjálft. Menn semja um launahækkanir en þær eru jafnharðan teknar til baka í verðbólgu og vaxtahækkanir. Þá verða menn að spyrja sig: Dugar krónan sem gjaldmiðill? Svarið er nei. Hún er löngu fallin á prófinu og er að gera Ísland að láglaunaþjóð. Í krafti krónunnar gyrða bankarnir sig í belti og axlabönd sem heita ofurvextir og verðtrygging. Ég held að það sé ekki hægt að afnema böl verðtryggingarinnar og Íslandsálagsins á vextina nema taka upp nýjan gjaldmiðil. Þá eru fjórir valkostir. Norðmenn gáfu þeim drag í afturendann sem vildu taka upp norsku krónuna, Seðlabankinn sagði afleik að taka upp Kanadadollar, við höfum lítil viðskipti við Bandaríkin þó að Bandaríkjadalur sé að standa sig vel, en okkar stærsta viðskiptasvæði er Evrópa. Í mínum augum er það bara evran sem kemur til greina.“ Menn færðust of mikið í fangAf hverju þagði ríkisstjórn Jóhönnu í 18 mánuði um stjórnarskrárfrumvarpið? „Það er absúrd að halda því fram. Alla þessa 18 mánuði stóð heiftarleg barátta um stjórnarskrána. Ríkisstjórn Jóhönnu gerði allt sem hún gat til að breyta stjórnarskránni. Breytingarnar mættu hrikalegri andstöðu á Alþingi, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sagðist bókstaflega beita málþófi til hins ýtrasta til að koma í veg fyrir að frumvarpið yrði samþykkt. Menn stóðu að lokum frammi fyrir þeim eina möguleika að beita málskerðingarákvæði í þingskapalögum sem heimilar að skera á málþóf. Í stjórnarliðinu voru einfaldlega ekki nógu margir sem voru tilbúnir að höggva með þeim hætti á hnútinn. Ýmsum fannst erfitt að beita þeirri ólýðræðislegu leið að hefta málfrelsi til að koma í gegn breytingum á stjórnarskránni sem er helsti verndari málfrelsisins,“ segir Össur. „Ef til vill færðust menn of mikið í fang og hugsanlega átti fremur að taka skemmri áfanga í einu. En fyrir því var engin stemning, hvorki í stjórnarliðinu né á stjórnarskrárvængnum utan þings. Sjálfur tel ég að hægt hefði verið að ná samkomulagi við þáverandi stjórnarandstöðu um þjóðaratkvæði, hugsanlega sameign á þjóðareign, að minnsta kosti virtist Framsókn til. “Karlinn í brúnni verður að fiskaSamfylkingin er, eins og áður segir, í sögulegu lágmarki samkvæmt könnunum. Þarf að skipta um formann? „Það er ekki hægt að setja stöðuna alla á herðar Árna Páli. Síðustu átján mánuðirnir í lífi ríkisstjórnar Jóhönnu eiga mikinn þátt í núverandi stöðu. Staða stjórnarskrármálsins þegar Árni Páll tók við á kannski mestan. Í baksýnisspeglinum sýnist hún næstum hafa verið óviðráðanleg. En langvarandi erfiðleikar hjá flokki vekja spurningar. Staðan sem nú er uppi kallar á endurmat á vinnuaðferðum forystu og þingflokks en bak við formann er stjórn flokksins og að auki framkvæmdastjórn. Stjórnmál í dag eru forystustjórnmál. Gamall og litríkur leiðtogi, Jón Baldvin, hafði þá möntru að karlinn í brúnni yrði að fiska. Ella þyrfti hann taka pokann sinn. Ég var sjálfur látinn taka minn poka og felldur í kosningu af því að stabbinn í flokknum var stórhuga og taldi að 32% væri ekki nóg. “ Það ríkir enn reiði vegna afleiðinga bankahrunsins, og sumir segja Ísland ónýtt. Ert þú þeirrar skoðunar? „Alls ekki. Ísland er í meira en þokkalegu lagi og fer batnandi. En við búum við vaxandi mein sem er helsta ástæða reiðinnar sem maður finnur svo víða. Það birtist í auknum ójöfnuði. Bilið milli efsta lagsins í samfélaginu og allra hinna er alltaf að gliðna og breikka. Það á ekki bara við um Ísland, heldur V-Evrópu alla. Eftir að spilavítiskapítalisminn tók völdin á Vesturlöndum – m.a. með liðsinni Verkamannaflokks Tony Blair í Bretlandi – hefur ójöfnuðurinn stöðugt aukist. Hann skapar vansæld hjá fólki, og óhamingju. Valdið yfir eigin lífi er með ósýnilegum hætti sogað frá því, ekki til stjórnmálaflokka, heldur inn í fjármálakerfið. Bankarnir, með ofurvöxtum og verðtryggingu ráða því hvort ungt fólk geti keypt húsnæði og valda því að fjöldi fólks upplifir sig í ævilöngu skuldafangelsi við jafn sjálfsagðan hlut og að halda íbúðum sínum. Langvarandi ástand af þessu tagi leiðir til upplausnar. Við sjáum hana þegar í grannlöndum okkar, þar sem öfgahreyfingar, ofstækisflokkar og pólitísk bófagengi vaða uppi. Hér á Íslandi hefur þetta sem betur fer ekki farið í þennan farveg heldur brotist út í heilbrigðri lýðræðisfrekju. Fólk vill meiri áhrif og völd yfir eigin lífi. Það er partur af ógæfu Samfylkingarinnar að hún hefur ekki getað svarað þessum kröfum. Það hefur engin stjórnmálahreyfing gert með trúverðugum hætti nema helst Píratar.“Heiðurspíratinn ÖssurPíratar mælast langstærstir þessi dægrin. Er þetta skýringin? „Að stórum hluta. Um leið er gengi þeirra skýr birtingarmynd á djúpu vantrausti á hefðbundna stjórnmálaflokka eftir bankahrunið, sem er jafnvel að verða nýjum flokkum eins og Bjartri framtíð að fjörtjóni. Píratar eru merkilegt pólitískt fyrirbrigði, en þeir náðu samt ekki flugi út á hefðbundnar áherslur evrópskra pírata á anarkískt virðingarleysi fyrir höfundarrétti og frelsi einstaklingsins. Hið séríslenska afbrigði sigldi aldrei með himinskautum fyrr en það tók upp hinar klassísku sósíaldemókratísku áherslur á heilbrigðismál. Það var hin maníska snilld Jóns Þórs Ólafssonar sem tók þá gegnum hljóðmúrinn þegar hann hélt sömu örstuttu ræðuna um heilbrigðiskerfið líklega 200 sinnum í þinginu í fyrra. Það leiftraði af snilld.“ Það hljómar eins og þú ættir að kjósa Pírata? „Ég skilgreindi mig sem sósíaldemókratískan heiðurspírata löngu áður en þeir tóku flugið og undirritaði alla tölvupósta til Birgittu kapteins og þingskálds þannig. Ég man varla eftir þingmáli frá þeim sem ég gat ekki stutt og þeir hafa stutt mörg mál okkar í Samfylkingunni. Vitaskuld þykir mér súrt í broti að minn flokkur sitji eftir en í þeirri stöðu get ég ekki annað en glaðst yfir að það skuli vera Píratar, sem ég lít á sem pólitíska frændur og frænkur, en ekki hægri flokkur, sem rífur til sín fylgi. Aðalmálið er að hægt verði að mynda breiðfylkingu um þær lýðræðislegu umbætur sem ég tel að skipti mestu máli núna eins og að breyta stjórnarskránni, tryggja þjóðaratkvæði, kjósa um aðildarumsókn og leysa deilur um fiskveiðistjórnun og hálendið í eitt skipti fyrir öll í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég get vel hugsað mér að starfa með sjóræningja fyrir borðsendanum í stjórnarráðinu.“Fallinn formaður í friðiHann er þekktur fyrir húmor sinn en segist ekki vinnustaðagrínarinn á Alþingi. Starfið sé ótrúlega skemmtilegt. „I love it. Það er bara svoleiðis. Bestu skeiðin á þingævinni hafa verið þrjú. Eftir að ég var felldur sem formaður þorði enginn að tala við mig, allir héldu að ég væri á djúpum bömmer, og ég gerði það sem mér sýndist í þinginu. Svo þurfti Ingibjörg Sólrún á mér að halda sem formanni þingflokks, og ég féllst á það. Þá byrjaði nýr kafli. Skemmtilegasta skeiðið var líklega slagurinn fyrir aðildarumsókninni hér heima og í Brussel. Eftir það tók við stjórnarandstaða og flestum grónum stjórnmálamönnum finnst það ömurlegt. Sumir veslast upp og verða gráir fyrir tímann, en ekki ég – enda skegg mitt þá löngu grátt,“ segir hann kíminn. „Þingið er minn heimavöllur og ég er parlamentaristi fram í fingurgóma. Stundum tala þingmenn eins og þeir séu að fórna sér fyrir þjóðina með því að taka að sér illa launað og vanþakklátt starf en ég er þingmaður af ástríðu. Ég hef verið laus við þetta persónulega skítkast sem sumir stjórnmálamenn kvarta undan.“ Hann kveðst hafa lært mikið og þroskast á þingferlinum. „Ég byrjaði sem átakasækinn þingmaður. Jón Baldvin taldi það lengi til kosta minna að ég færi yfir götu til að verða mér úti um pólitísk slagsmál. Nú er ég blíðlyndari og reyni að lifa eftir karmalögmálinu um að allt það sem þú gefur komi margfalt til þín. Ég er löngu búinn að skilja að þótt ríkisstjórnir komi og fari skiptir það mestu í lífinu sem næst manni stendur, fjölskylda og vinir.“ Össur varð eftirmaður Ólafs Ragnars Grímssonar sem ritstjóri Þjóðviljans, málgagns Alþýðubandalagsins, og rifjar upp að það hafi ekki verið sársaukalaust þegar hann gekk til liðs við krata í Alþýðuflokknum. „Ég var ekki búinn að vera lengi á þingi þegar Ólafur Ragnar flutti yfir mér hörðustu skammarræðu sem nokkru sinni hefur á eyrum mínum dunið. Ég hafði unnið styrk til doktorsnáms sem ríkisstjórn Margrétar Thatcher veitti og í Bretlandi, þar sem Ólafur Ragnar var hagvanur, var versta skammaryrði á vinstri vængnum að segja að einhver væri einn af „Maggie's boys“. Ólafur reif sig upp í ofsa og dembdi þessu að lokum á mig sem sat dreyrrauður undir yfirhalningunni. Við hlæjum stundum að þessu í dag.“Æðarvarpið á BessastöðumForsetakosningar eru á næsta ári og mikið rætt um hver verður arftaki Ólafs Ragnars ákveði hann að gefa ekki kost á sér á ný. Er Össur á leið á Bessastaði? „Ég sá náttúrlega um æðarvarpið á Rauðanesi á Mýrum með fóstru minni í nokkur vor svo ég væri líklega sérlega vel fallinn til að sjá um æðarvarpið á Bessastöðum. Ég hef hins vegar aldrei rætt það að fyrra bragði við nokkurn mann.“ – En hefur það verið rætt við þig? „Já, og mér finnst það alltaf jafn gaman og alveg sérstaklega kætti það mig þegar maður norður í landi vildi ólmur starta kosningaskrifstofu í bænum. Þetta er áreiðanlega notað til að kitla hégóma margra. En mér finnst ótímabært að spekúlera hvort núverandi forseti hætti, enda liggur ekkert fyrir um að hann verði ekki áfram í kjöri. Margir hvetja hann örugglega til þess. Sjálfur hef ég stutt hann þessi 20 ár, þó stundum hafi verið öldurót. Mér finnst í öllu falli svolítið óviðkunnanlegt þegar kvartað er undan því að hann sé ekki búinn að tilkynna um áform sín, jafnvel þó einhverjir menn hafi árum saman gengið með forsetann í maganum. Ég hef ekki verið í þeim hópi svo það sé í gadda slegið.“
Alþingi Föstudagsviðtalið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira