Erlent

37 féllu í tveimur sjálfsmorðsárásum

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að þriðji árásarmaðurinn hafi látið lífið í seinni sprengingunni.
Talið er að þriðji árásarmaðurinn hafi látið lífið í seinni sprengingunni. Vísir/AFP
Minnst 37 manns létu lífið og rúmlega 180 særðust í tveimur sjálfsmorðsárásum í Beirút í Líbanon í dag. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum sem gerðar voru suðurhluta borgarinnar sem er eitt að höfuðvígum Hezbollah samtakanna. Samtökin taka nú virkan þátt í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi og meðlimir þeirra berjast við hlið stjórnarhers Assad.

Þetta er ein af skæðustu hryðjuverkaárásum síðari ára í Líbanon, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Vígamenn ISIS segja að þeir hafi sprengt mótorhjól hlaðið sprengiefnum fyrst. Þegar íbúar fylktust á vettvang var maður með sprengjubelti meðal þeirra. Hann sprengdi sig svo í loft upp í miðri þvögunni.

Þá hafa borist fregnir af því að þriðji árásarmaðurinn hafi fundist þar nærri. Sprengjubelti hans var ósprengt, en talið er að hann hafi látið lífið í seinni sprengingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×