Lífið

Einstakt einbýlishús í Kópavogi á 130 milljónir: Drónamyndir það nýjasta frá fasteignasölunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Glæsilegt einbýlishús
Glæsilegt einbýlishús vísir
Fasteignasalan Lind er með glæsilegt einbýlishús í Fákahvarfinu  til sölu en ásett verð er 130 milljónir króna.

Um er að ræða eign með einstakt og óhindruð útsýni yfir Elliðavatn og til fjalla. Húsið er samtals 326,9 fermetrar að stærð og þar af er bílskúrinn 45,9 sem er með mikilli lofthæð og hentar vel fyrir stærri jeppa.

Arkitekt hússins er Kristinn Ragnarsson og innanhúsarkitekt er Björgvin Snæbjörnsson. Húsið er á tveimur hæðum og gengið er inn á aðalhæðina, þar er forstofa, stigahol, eldhús,borðstofa og stofa.

Rúmgott svefnherbergi með fataherbergi,baðherbergi og góðum fataskápum. Þrjú herbergi, rúmgott baðherbergi og þvottahús eru einnig á aðalhæðinni. Á neðri hæð hússins er sérhönnuð víngeymsla, sjónvarpshol og geymsla sem er með góðum innbyggðum skápum. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar úr þverliggjandi eik að innan sem utan.

Gólfhiti er í öllu húsinu. Instabus kerfi er í húsinu sem m.a. stjórnar lýsingu,hita, hljóðkerfi og rafdrifnum gardínum. Garðurinn er algjörlega viðhaldsfrír með harðviðarpalli og sjávargrjóti. Lýsing er öll sérhönnuð að utan sem innan af Lúmex.

Með fasteignaauglýsingunni má síðan sjá skemmtilegar drónarmyndir af húsinu og hverfinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.