Infinity framleiðir samkeppnisbíl S-Class Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2015 15:53 Infinity Q80 hugmyndabíllinn sem sýndur var í París í haust. businesswire Japanski lúxusbílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan, ætlar að framleiða bíl sem keppa á við Mercedes S-Class og er þar ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þessi bíll verður tvinnbíll, þ.e. bæði með brunavél og rafmótora. Hann verður sannarlega enginn aumingi því meiningin er að vopna hann 550 hestafla drifrás. Þar með er hann orðinn samkeppnisbíll Mercedes S500 Plug-In-Hybrid, sem og reyndar Porsche Panamera E-Hybrid. Nýi Infinity bíllinn verður byggður á Q80 hugmyndabílnum sem sýndur var nú í haust á bílasýningunni í París og vakti þar athygli fyrir fegurð. Infinity hefur ekki verið þekkt fyrir framleiðslu Plug-In-Hybrid bíla, en nú verður breyting á, líkt og hjá svo mörgum öðrum framleiðendum. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent
Japanski lúxusbílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan, ætlar að framleiða bíl sem keppa á við Mercedes S-Class og er þar ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þessi bíll verður tvinnbíll, þ.e. bæði með brunavél og rafmótora. Hann verður sannarlega enginn aumingi því meiningin er að vopna hann 550 hestafla drifrás. Þar með er hann orðinn samkeppnisbíll Mercedes S500 Plug-In-Hybrid, sem og reyndar Porsche Panamera E-Hybrid. Nýi Infinity bíllinn verður byggður á Q80 hugmyndabílnum sem sýndur var nú í haust á bílasýningunni í París og vakti þar athygli fyrir fegurð. Infinity hefur ekki verið þekkt fyrir framleiðslu Plug-In-Hybrid bíla, en nú verður breyting á, líkt og hjá svo mörgum öðrum framleiðendum.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent