Nær ekki að hrista undirheimana af sér Viktoría Hermannsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 15:00 Stefán Máni segir erfitt að hrista undirheimana alveg af sér. Fréttablaðið/GVA „Ég næ aldrei að hrista þessa undirheima alveg af mér. Mér finnst þeir alltaf pínu spennandi og hef gaman af því að skrifa um þá,“ segir Stefán Máni Sigþórsson. Á fimmtudag kom út spennusagan Nautið, sem er sextánda bók Stefáns Mána. Aðalsöguhetja bókarinnar er Hanna, sveitastelpa sem flytur til borgarinnar þar sem hún lendir í vafasömum félagsskap. Sögusviðin eru tvö, bóndabær á Íslandi og undirheimar Reykjavíkur. „Þetta fléttast síðan allt saman. Bókin byrjar á því að tvær túristastelpur koma á bóndabæ þar sem skelfilegir atburðir hafa gerst. Hanna ólst upp á þessum bóndabæ en hrökklast þaðan.Hún reynir að fóta sig í borginni en er ólánið uppmálað og flækist í vondan félagsskap. Hún á kærasta sem er glæpamaður og er sjálf að fikta í dópi. Hennar heilbrigðasta samband í lífinu er við bróður hennar sem er þroskahamlaður og býr enn þá í sveitinni,“ segir hann. „Það er heilmikið plott í bókinni og það spilast inn í þetta flétta í undirheimunum sem snýst um demanta sem er rænt í innbroti á Seltjarnarnesi. Þetta er mikið kapphlaup og spenna í kringum þessa demanta sem skipta um eigendur og hverfa svo. Þetta fléttast síðan allt inn í örlagasögu Hönnu.“ Undirheimarnir hafa verið áberandi í bókum Stefáns Mána og það er engin undantekning frá því í þessari bók. „Það virkar alltaf vel að blanda saman heiminum okkar og undirheimunum. Þessi barátta góðs og ills í bland við samfélagslegar sundrungar hentar vel í drama,“ segir Stefán Máni sem sækir sér meðal innblástur í fréttir af undirheimunum. „Ég fylgist með fréttum og heyri sögur. Ég bý líka enn að öllum rannsóknunum sem ég gerði í kringum Svartur á leik.“ Ofbeldi er líka áberandi í bókinni líkt og hefur gjarnan verið í bókum hans. Af hverju allt þetta ofbeldi? „Ofbeldi er frábært skemmtiefni innan gæsalappa. Mér finnst ofbeldi skelfilegt og er hræddur við það en er að hluta til að skrifa um það því mér finnst það óþægilegt en líka heillandi út frá sálfræðilegu og mannlegu sjónarhorni,“ segir hann. Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég næ aldrei að hrista þessa undirheima alveg af mér. Mér finnst þeir alltaf pínu spennandi og hef gaman af því að skrifa um þá,“ segir Stefán Máni Sigþórsson. Á fimmtudag kom út spennusagan Nautið, sem er sextánda bók Stefáns Mána. Aðalsöguhetja bókarinnar er Hanna, sveitastelpa sem flytur til borgarinnar þar sem hún lendir í vafasömum félagsskap. Sögusviðin eru tvö, bóndabær á Íslandi og undirheimar Reykjavíkur. „Þetta fléttast síðan allt saman. Bókin byrjar á því að tvær túristastelpur koma á bóndabæ þar sem skelfilegir atburðir hafa gerst. Hanna ólst upp á þessum bóndabæ en hrökklast þaðan.Hún reynir að fóta sig í borginni en er ólánið uppmálað og flækist í vondan félagsskap. Hún á kærasta sem er glæpamaður og er sjálf að fikta í dópi. Hennar heilbrigðasta samband í lífinu er við bróður hennar sem er þroskahamlaður og býr enn þá í sveitinni,“ segir hann. „Það er heilmikið plott í bókinni og það spilast inn í þetta flétta í undirheimunum sem snýst um demanta sem er rænt í innbroti á Seltjarnarnesi. Þetta er mikið kapphlaup og spenna í kringum þessa demanta sem skipta um eigendur og hverfa svo. Þetta fléttast síðan allt inn í örlagasögu Hönnu.“ Undirheimarnir hafa verið áberandi í bókum Stefáns Mána og það er engin undantekning frá því í þessari bók. „Það virkar alltaf vel að blanda saman heiminum okkar og undirheimunum. Þessi barátta góðs og ills í bland við samfélagslegar sundrungar hentar vel í drama,“ segir Stefán Máni sem sækir sér meðal innblástur í fréttir af undirheimunum. „Ég fylgist með fréttum og heyri sögur. Ég bý líka enn að öllum rannsóknunum sem ég gerði í kringum Svartur á leik.“ Ofbeldi er líka áberandi í bókinni líkt og hefur gjarnan verið í bókum hans. Af hverju allt þetta ofbeldi? „Ofbeldi er frábært skemmtiefni innan gæsalappa. Mér finnst ofbeldi skelfilegt og er hræddur við það en er að hluta til að skrifa um það því mér finnst það óþægilegt en líka heillandi út frá sálfræðilegu og mannlegu sjónarhorni,“ segir hann.
Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira