Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Háskólanemar eru langþreyttir á truflun sem ítrekaðar verkfallsaðgerðir hafa á nám þeirra. vísir/Ernir „Það er kominn gangur í þessar viðræður núna og þar held ég nú að atkvæðagreiðslan [um verkfallsaðgerðir] hafi hjálpað til,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, um yfirstandandi kjaraviðræður félagsins og Félags háskólakennara við ríkið. Fundað var í vikunni og boðað til nýs fundar í deilunni á mánudag. Prófessorafélagið boðaði undir lok október undirbúning aðgerða í desember. Í vikunni var svo samþykkt með 85 prósentum atkvæða verkfall 2. til 18. desember náist ekki samningar. „En núna er sem betur fer komin töluverð hreyfing á málin,“ segir Rúnar og segir samninganefndina alltaf leyfa sér að vera vongóða um að saman náist. Fundurinn á mánudag sé hins vegar mjög mikilvægur og ráði töluverðu um framhaldið.Rúnar Vilhjálmsson formaður Félags prófessora við ríkisháskóla„Það vill enginn stefna háskólastarfinu í upplausn eins og ef verst færi. Það myndum við síst vilja.“ Hins vegar hafi verið „ótrúlegur dráttur og tregða“ í viðræðunum. Félögin hafi fallist á að bíða bæði eftir niðurstöðu í deilu BHM og hjúkrunarfræðinga sem endaði með gerðardómi og svo eftir niðurstöðu SALEK-hópsins. Þó hafi viðræður lítið þokast áfram þegar þau mál lágu fyrir, þrátt fyrir að gefið hafi verið í skyn að samningar yrðu greiðari þegar þau mál leystust. „En ég leyfi mér að vera bjartsýnn og trúi ekki öðru en að ríkið vilji koma til móts við sanngjarnar kröfur félagsins,“ segir Rúnar, en það vilji verja kaupmátt prófessora. „Og það má ekki gerast að þeir dragist aftur úr öðrum á vinnumarkaði.“ Þar fyrir utan þurfi að horfa á málið í alþjóðlegu samhengi því um sé að ræða hóp sem geti fengið vinnu um allan heim. „Og lætur auðvitað ekki bjóða sér hvað sem er hér heima.“ Verkfall 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
„Það er kominn gangur í þessar viðræður núna og þar held ég nú að atkvæðagreiðslan [um verkfallsaðgerðir] hafi hjálpað til,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, um yfirstandandi kjaraviðræður félagsins og Félags háskólakennara við ríkið. Fundað var í vikunni og boðað til nýs fundar í deilunni á mánudag. Prófessorafélagið boðaði undir lok október undirbúning aðgerða í desember. Í vikunni var svo samþykkt með 85 prósentum atkvæða verkfall 2. til 18. desember náist ekki samningar. „En núna er sem betur fer komin töluverð hreyfing á málin,“ segir Rúnar og segir samninganefndina alltaf leyfa sér að vera vongóða um að saman náist. Fundurinn á mánudag sé hins vegar mjög mikilvægur og ráði töluverðu um framhaldið.Rúnar Vilhjálmsson formaður Félags prófessora við ríkisháskóla„Það vill enginn stefna háskólastarfinu í upplausn eins og ef verst færi. Það myndum við síst vilja.“ Hins vegar hafi verið „ótrúlegur dráttur og tregða“ í viðræðunum. Félögin hafi fallist á að bíða bæði eftir niðurstöðu í deilu BHM og hjúkrunarfræðinga sem endaði með gerðardómi og svo eftir niðurstöðu SALEK-hópsins. Þó hafi viðræður lítið þokast áfram þegar þau mál lágu fyrir, þrátt fyrir að gefið hafi verið í skyn að samningar yrðu greiðari þegar þau mál leystust. „En ég leyfi mér að vera bjartsýnn og trúi ekki öðru en að ríkið vilji koma til móts við sanngjarnar kröfur félagsins,“ segir Rúnar, en það vilji verja kaupmátt prófessora. „Og það má ekki gerast að þeir dragist aftur úr öðrum á vinnumarkaði.“ Þar fyrir utan þurfi að horfa á málið í alþjóðlegu samhengi því um sé að ræða hóp sem geti fengið vinnu um allan heim. „Og lætur auðvitað ekki bjóða sér hvað sem er hér heima.“
Verkfall 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira