Erlent

Bíll árásarmanna fannst í austurhluta Parísar

Atli Ísleifsson skrifar
Þrjú þúsund hermenn hafa verið sendir á vettvang víðs vegar um Frakkland í dag.
Þrjú þúsund hermenn hafa verið sendir á vettvang víðs vegar um Frakkland í dag. Vísir/EPA
Lögreglu í Frakklandi grunar að einn eða fleiri sem þátt tóku í hryðjuverkaárásum föstudagsins í París hafi komist undan.

Svartur bíll af gerðinni Seat León, sem árásarmenn notuðust við í árásinni, fannst yfirgefinn í Montreuil, úthverfi austur af Parísarborg, í morgun.

Franska sjónvarpsstöðin BFM greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hefur ekki fengist staðfest af lögreglu.

Talsmaður franskra yfirvalda greindi frá því í morgun að þrjú þúsund hermenn hafi verið sendir á vettvang víðs vegar um Frakkland í dag.

Fyrr í morgun var tilkynnt að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir.

Mostefai er fyrsti árásarmaðurinn sem hefur verið nafngreindur og var Frakki af alsírskum uppruna, alinn upp í  Courcouronnes, úthverfi suður af París. Hann hafði áður komist í kast við lögin þó að hann hafi aldrei setið í fangelsi.




Fréttaritari BBC greinir frá því að Mostefai hafi orðið róttækur í skoðunum sínum eftir að hafa komist í kynni við belgískan imam.

Í gær var greint frá því að faðir og bróðir eins árásarmannanna - Mostefai - hafi verið handteknir og húsleit gerð á heimilum þeirra í bæjunum Romilly-sur-Seine, um 130 kílómetrum austur af París, og Bondoufle þar skammt frá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×