Erlent

Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Obama og Pútín ræddu áður en G20 fundurinn fór á fullt.
Obama og Pútín ræddu áður en G20 fundurinn fór á fullt. vísir/epa
Barack Obama Bandaríkjaforseti og rússneskur kollegi hans, Vladimir Putin, sammæltust í dag um nauðsyn þess að friðarviðræður vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi færu fram. Nauðsynlegt sé að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna komi að borðinu vegna þeirra. Þetta kemur fram hjá AFP.

Leiðtogarnir tveir ræddust saman á stuttum og óformlegum fundi rétt áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. Samtal leiðtoganna varði í rúma klukkustund. Fulltrúi Obama tjáði fjölmiðlum að ástandið í Sýrlandi kallaði á aðgerðir og væri enn frekari ástæða nú til þeirra í kjölfar árásanna í Frakklandi.

Fulltrúi Kremlinar sagði að þó Moskva og Washington væru sammála um markmið þá greindi leiðtoga ríkjanna á um hvernig ætti að bera sig að til að ná þeim fram.

Fundur G20 ríkjanna stendur yfir í Ankara í dag og á morgun en fundurinn hófst með mínútu þögn til að minnast fórnarlambanna í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×