Evrópa var vöruð við Ívar Halldórsson skrifar 15. nóvember 2015 21:43 Árásin í París kom mér ekki á óvart. Það kom mér hins vegar á óvart hversu fréttin kom mörgum á óvart. Það var búið að vara Evrópu við. Það kemur mér á óvart að stjórnvöld í Evrópu hafi ekki enn áttað sig á hver óvinur þeirra er í raun og veru og hvað drífur hann áfram. Islamic State var búið að lýsa yfir árásum á Bretland fyrir nokkru síðan samkvæmt Andrew Parker yfirmanni MI5. Þessar hótanir hafa nú í dag verið ítrekaðar. Síðastliðinn 15. september greinir Washington Post frá ákvörðun Francois Hollande Frakklandsforseta um að reyna að koma í veg fyrir yfirlýstar hryðjuverkárásir Islamic State, með því að gera loftárásir á búðir þeirra. En auðvitað reynir ISIS að skella skuldinni á Frakka - fá vinaþjóðir í Evrópu til að benda fingri á Frakklandsforseta og fordæma ákvörðun hans um að svara hryðjuverkum ISIS-manna með herafli. Í febrúar á þessu ári fékk forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi myndbandshótun frá Islamic State um árás á Ítalíu – „þjóðar krossins“, eins og þeir kölluðu þjóðina í skilaboðum sínum. Þeir voru ekki að grínast þá frekar en núna og því er nauðsynlegt fyrir Evrópu að kíkja undir húddið hjá óvini sínum. Með því að beita rökhugsun og sagnfræðilegum staðreyndum ættum við öll að geta áttað okkur á hvaða olía drífur þessa morðvél áfram. Það eru banvæn mistök að aðskilja Islamic State frá öðrum íslömskum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, Hezbollah, Boko Haram eða al-Shabaab. Það er sama öfga-olían sem drífur vígavélar þeirra áfram; að drepa eins marga „trúleysingja“ og mögulegt er og koma á íslamskri stjórn með valdi. Eina ástæðan fyrir því að Hamas hefur ekki tekist ætlunarverk sín er að Ísrael hefur tekist að koma í veg fyrir fjöldamorð af hendi Hamas-manna. Nígeríu hefur hins vegar ekki tekist að stöðva framgöngu hryðjuverkahópsins Boko Haram sem hefur tekist að slátra hundruðum Nígeríubúa, bara núna á síðasta ári. Leiðtogar Hamas hafa reyndar einnig lýst opinberlega yfir áformum um að hertaka Rómarborg, höfuðborg kristinnar trúar, til hlýðnis við öfga- Íslam. Það var því alveg ótrúlegt að hlusta á íslenskt útvarp á sunnudagsmorgni þar sem ónefndur virtur pólitíkus leggur að jafna hryðjuverkaárásina í París og „fjöldamorð Ísraels í Palestínu“ og tekur þar með upp hanskann fyrir Hamas sem beitir sama Allahu-Akbar-ofbeldi í Ísrael eins og Islamic State gerði einmitt nú í París. Ein ástæðan fyrir seinum viðbrögðum Vesturheims við hryðjuverkum er sú að meirihlutinn virðist ekki átta sig á, eða þorir ekki að horfast í augu við, að þetta stríð er ekki háð með það að marki að ná yfirráðum á tilteknu landsvæði – heldur er þetta stríð háð af öfgatrúarhópum sem myrða miskunnarlaust í nafni guðs síns. Við verðum að átta okkur á því að þótt við hér í Vesturheimi séum stigin upp úr miðaldarhugsunarhætti þá eru þessir öfgatrúar-hryðjuverkahópar enn með hausinn í sandinum þegar kemur að manngæsku, mannréttindum og virðingu fyrir lífi. Það er ekki hægt að semja við svona „Global jihad“ öfgasamtök, þótt margir þrjóskist enn við í þeim efnum, þegar kemur að trúarsannfæringu þeirra. Nú getum við, ef við viljum styrkja stöðu okkar, dregið lærdóm af reynslu Ísraels sem hefur glímt við spilltan hugsunarhátt öfgaíslamskra afla í Mið-Austurlöndum í áraraðir. Við þurfum nefnilega að átta okkur betur á hverjir eru í raun með okkur í liði í baráttu okkar við öfgaöfl í heiminum í dag. Þá er gríðarlega mikilvægt að átta sig á að Islamic State, Hamas, Hezbollah o.fl. eru með aðgerðum sínum ekki aðeins að ráðast gegn kristnu fólki, því að með glæpum sínum ráðast þessi samtök gegn friðelskandi múslimum um allan heim – siðmenntuðu fólki sem fordæmir ofbeldi í hvaða mynd sem er. Öfgasamtökin vilja að við berjumst innbyrðis og leyfum enn einu sinni fordómum okkar að kasta olíu á þann öfgaeld sem þau hafa kveikt í bakgarði okkar. Við megum ekki leyfa hatri og blekkingu að slökkva þann friðareld sem logar í kærleiksríkum hjörtum okkar landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Árásin í París kom mér ekki á óvart. Það kom mér hins vegar á óvart hversu fréttin kom mörgum á óvart. Það var búið að vara Evrópu við. Það kemur mér á óvart að stjórnvöld í Evrópu hafi ekki enn áttað sig á hver óvinur þeirra er í raun og veru og hvað drífur hann áfram. Islamic State var búið að lýsa yfir árásum á Bretland fyrir nokkru síðan samkvæmt Andrew Parker yfirmanni MI5. Þessar hótanir hafa nú í dag verið ítrekaðar. Síðastliðinn 15. september greinir Washington Post frá ákvörðun Francois Hollande Frakklandsforseta um að reyna að koma í veg fyrir yfirlýstar hryðjuverkárásir Islamic State, með því að gera loftárásir á búðir þeirra. En auðvitað reynir ISIS að skella skuldinni á Frakka - fá vinaþjóðir í Evrópu til að benda fingri á Frakklandsforseta og fordæma ákvörðun hans um að svara hryðjuverkum ISIS-manna með herafli. Í febrúar á þessu ári fékk forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi myndbandshótun frá Islamic State um árás á Ítalíu – „þjóðar krossins“, eins og þeir kölluðu þjóðina í skilaboðum sínum. Þeir voru ekki að grínast þá frekar en núna og því er nauðsynlegt fyrir Evrópu að kíkja undir húddið hjá óvini sínum. Með því að beita rökhugsun og sagnfræðilegum staðreyndum ættum við öll að geta áttað okkur á hvaða olía drífur þessa morðvél áfram. Það eru banvæn mistök að aðskilja Islamic State frá öðrum íslömskum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, Hezbollah, Boko Haram eða al-Shabaab. Það er sama öfga-olían sem drífur vígavélar þeirra áfram; að drepa eins marga „trúleysingja“ og mögulegt er og koma á íslamskri stjórn með valdi. Eina ástæðan fyrir því að Hamas hefur ekki tekist ætlunarverk sín er að Ísrael hefur tekist að koma í veg fyrir fjöldamorð af hendi Hamas-manna. Nígeríu hefur hins vegar ekki tekist að stöðva framgöngu hryðjuverkahópsins Boko Haram sem hefur tekist að slátra hundruðum Nígeríubúa, bara núna á síðasta ári. Leiðtogar Hamas hafa reyndar einnig lýst opinberlega yfir áformum um að hertaka Rómarborg, höfuðborg kristinnar trúar, til hlýðnis við öfga- Íslam. Það var því alveg ótrúlegt að hlusta á íslenskt útvarp á sunnudagsmorgni þar sem ónefndur virtur pólitíkus leggur að jafna hryðjuverkaárásina í París og „fjöldamorð Ísraels í Palestínu“ og tekur þar með upp hanskann fyrir Hamas sem beitir sama Allahu-Akbar-ofbeldi í Ísrael eins og Islamic State gerði einmitt nú í París. Ein ástæðan fyrir seinum viðbrögðum Vesturheims við hryðjuverkum er sú að meirihlutinn virðist ekki átta sig á, eða þorir ekki að horfast í augu við, að þetta stríð er ekki háð með það að marki að ná yfirráðum á tilteknu landsvæði – heldur er þetta stríð háð af öfgatrúarhópum sem myrða miskunnarlaust í nafni guðs síns. Við verðum að átta okkur á því að þótt við hér í Vesturheimi séum stigin upp úr miðaldarhugsunarhætti þá eru þessir öfgatrúar-hryðjuverkahópar enn með hausinn í sandinum þegar kemur að manngæsku, mannréttindum og virðingu fyrir lífi. Það er ekki hægt að semja við svona „Global jihad“ öfgasamtök, þótt margir þrjóskist enn við í þeim efnum, þegar kemur að trúarsannfæringu þeirra. Nú getum við, ef við viljum styrkja stöðu okkar, dregið lærdóm af reynslu Ísraels sem hefur glímt við spilltan hugsunarhátt öfgaíslamskra afla í Mið-Austurlöndum í áraraðir. Við þurfum nefnilega að átta okkur betur á hverjir eru í raun með okkur í liði í baráttu okkar við öfgaöfl í heiminum í dag. Þá er gríðarlega mikilvægt að átta sig á að Islamic State, Hamas, Hezbollah o.fl. eru með aðgerðum sínum ekki aðeins að ráðast gegn kristnu fólki, því að með glæpum sínum ráðast þessi samtök gegn friðelskandi múslimum um allan heim – siðmenntuðu fólki sem fordæmir ofbeldi í hvaða mynd sem er. Öfgasamtökin vilja að við berjumst innbyrðis og leyfum enn einu sinni fordómum okkar að kasta olíu á þann öfgaeld sem þau hafa kveikt í bakgarði okkar. Við megum ekki leyfa hatri og blekkingu að slökkva þann friðareld sem logar í kærleiksríkum hjörtum okkar landsmanna.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar