Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. nóvember 2015 23:55 Frá minningarathöfn fyrir framan Notre Dame kirkjuna í París. vísir/epa Búið er að bera kennsl á 106 af 129 fórnarlömbum hermdarverkanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Meðal hinna föllnu eru lögmaður, plötuútgefandi, nemar, hönnuður og markaðsstjóri. Fjallað er um hina föllnu á Sky News. Í dag var gefið út að þrír í viðbót hefðu látist en síðar kom í ljós að þeir hefðu áður verið taldir með sem hluti af þeim 129 sem höfðu fallið. Enn liggja hátt í hundrað lífshættulega særðir eftir atburðina en 250 særðust til viðbótar. Einnig hefur verið lokið við að bera kennsl á þrjá af árásarmönnunum sem frömdu hermdarverkin í París síðastliðið föstudagskvöld. Þetta er meðal þess sem kemur fram á The Guardian.Salah Abdelslamvísir/epaLeit stendur nú yfir að Salah Abdeslam en hann er grunaður um aðild að árásunum. Salah er 26 ára og fæddur í Belgíu. Heimildir herma að hann hafi verið einn þeirra sem sá um að skipuleggja árásina og að hann hafi komið að gerð sprengnanna. Bróðir Salah, Ibrahim Abdeslam, var einn þeirra sem sprengdi sig í loft upp á föstudaginn í árásinni á Bataclan tónleikahúsið. Þriðji bróðirinn var einn af hinum sjö sem handteknir voru í Brussel grunaðir um aðild að árásinni. Nafn hans hefur enn ekki verið gefið upp. „Eiginkona hans vann ekki og þau áttu mjög unga dóttur en það var ekkert óeðlilegt við þau,“ segir fyrrverandi nágranni um Osmar Ismail Mostefai en hann sprengdi sig einnig í Bataclan. Hann var franskur en af alsírskum ættum. Hann var 29 ára gamall. Áður hafði verið sagt frá því að árásarmennirnir hefðu verið á aldrinum fimmtán til átján ára en það reyndist ekki rétt. Þriðji árásarmaðurinn sem búið er að bera kennsl á hét Bilal Hadfi og var tvítugur Belgi. Hann hafði áður ferðast til Sýrlands til að berjast með Íslamska ríkinu. Franskar herþotur hafa í dag flogið til Sýrlands til að varpa sprengjum á bækistöð ISIS þar í landi en minnst tuttugu sprengjur hafa verið látnar falla á borgina Raqqa. Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Isobel Bowdery, suður-afrísk kona, lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af frá árásunum á Bataclan í París 15. nóvember 2015 10:47 Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17 Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Búið er að bera kennsl á 106 af 129 fórnarlömbum hermdarverkanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Meðal hinna föllnu eru lögmaður, plötuútgefandi, nemar, hönnuður og markaðsstjóri. Fjallað er um hina föllnu á Sky News. Í dag var gefið út að þrír í viðbót hefðu látist en síðar kom í ljós að þeir hefðu áður verið taldir með sem hluti af þeim 129 sem höfðu fallið. Enn liggja hátt í hundrað lífshættulega særðir eftir atburðina en 250 særðust til viðbótar. Einnig hefur verið lokið við að bera kennsl á þrjá af árásarmönnunum sem frömdu hermdarverkin í París síðastliðið föstudagskvöld. Þetta er meðal þess sem kemur fram á The Guardian.Salah Abdelslamvísir/epaLeit stendur nú yfir að Salah Abdeslam en hann er grunaður um aðild að árásunum. Salah er 26 ára og fæddur í Belgíu. Heimildir herma að hann hafi verið einn þeirra sem sá um að skipuleggja árásina og að hann hafi komið að gerð sprengnanna. Bróðir Salah, Ibrahim Abdeslam, var einn þeirra sem sprengdi sig í loft upp á föstudaginn í árásinni á Bataclan tónleikahúsið. Þriðji bróðirinn var einn af hinum sjö sem handteknir voru í Brussel grunaðir um aðild að árásinni. Nafn hans hefur enn ekki verið gefið upp. „Eiginkona hans vann ekki og þau áttu mjög unga dóttur en það var ekkert óeðlilegt við þau,“ segir fyrrverandi nágranni um Osmar Ismail Mostefai en hann sprengdi sig einnig í Bataclan. Hann var franskur en af alsírskum ættum. Hann var 29 ára gamall. Áður hafði verið sagt frá því að árásarmennirnir hefðu verið á aldrinum fimmtán til átján ára en það reyndist ekki rétt. Þriðji árásarmaðurinn sem búið er að bera kennsl á hét Bilal Hadfi og var tvítugur Belgi. Hann hafði áður ferðast til Sýrlands til að berjast með Íslamska ríkinu. Franskar herþotur hafa í dag flogið til Sýrlands til að varpa sprengjum á bækistöð ISIS þar í landi en minnst tuttugu sprengjur hafa verið látnar falla á borgina Raqqa.
Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Isobel Bowdery, suður-afrísk kona, lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af frá árásunum á Bataclan í París 15. nóvember 2015 10:47 Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17 Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Isobel Bowdery, suður-afrísk kona, lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af frá árásunum á Bataclan í París 15. nóvember 2015 10:47
Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17
Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40