Innlent

Mínútu þögn í Evrópu í dag

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Boðað hefur verið til mínútu þagnar um gervalla Evrópu til minningar um fórnarlömb hryðjuverkanna í París.
Boðað hefur verið til mínútu þagnar um gervalla Evrópu til minningar um fórnarlömb hryðjuverkanna í París. Vísir/Getty
Öllum Evrópubúum er boðið að taka þátt í mínútu þögn klukkan 11.00 í dag að íslenskum tíma til þess að minnast fórnarlamba hryðjuverkana í París.

Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins og leiðtogar stofnana Evrópusambandsins gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þess efnis.

Í henni segir að Evrópusambandinu sé alvarlega brugðið og syrgi nú vegna hryðjuverkaárásanna í París sl. föstudag þar sem minnst 129 létust og hundruð særðust.

Tilkynningin í heild sinni:

„Evrópusambandinu er alvarlega brugðið og syrgir nú vegna hryðjuverkaárásanna í París. Árásunum var beint gegn okkur öllum. Þessari ógn munum við mæta í sameiningu, með öllum tiltækum ráðum og af vægðarlausri staðfestu.

Frakkar eru mikil og sterk þjóð. Gildi landsins, frelsi, jöfnuður og bræðralag, voru og eru Evrópusambandinu innblástur. Í dag stöndum við í sameiningu með Frökkum og ríkisstjórn Frakklands. Afleiðingar þessa skammarlega hryðjuverks verða þveröfugar við ásetninginn að baki því, sem var að sundra, skelfa og sá hatri.

Hið góða er illskunni yfirsterkara. Allt það sem unnt er að gera á evrópskum vettvangi til að tryggja öryggi Frakklands verður gert. Við munum taka til hvaða ráða sem þarf til að sigrast á öfgastefnu, hryðjuverkaógn og hatri.

Við, íbúar Evrópu, munum öll minnast 13. nóvember 2015 sem sorgardags. Öllum Evrópubúum er boðið að taka þátt í einnar mínútu þögn til minningar um förnarlömbin á hádegi, mánudaginn 16. nóvember.“ 


Tengdar fréttir

Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins

Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd

ISIS lýsir yfir ábyrgð

Samtökin hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þau segjast hafa ráðist á „höfuðborg viðurstyggðar og spillingar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×