Segir innanríkisráðherra tefja uppbyggingu nýrra íbúða sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 20:00 Heiða Kristín Helgadóttir. vísir/pjetur Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sakaði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra á Alþingi í dag um að draga lappirnar varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar. Ráðherrann hafi með því tafið framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu og þannig meðal annars stöðvað uppbyggingu 400 lítilla íbúða á sama tíma og mikill húsnæðisskortur sé ríkjandi á höfuðborgarsvæðinu. „Mig langar aðeins að varpa ljósi á þann tvískinnung sem ég upplifi í verkum ríkisstjórnarinnar við að leysa þann brýna húsnæðisvanda sem fyrir liggur, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Eina stundina tala flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar fyrir mikilvægi þess að leysa húsnæðisvandann sem upp er kominn eftir áralangt frost á húsnæðismarkaði, en aðra stundina gera þeir fátt annað en að tefja og standa í vegi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu,“ sagði Heiða Kristín og spurði hvort innanríkisráðherra hyggist standa í vegi fyrir að þessar íbúðir fái að rísa við Hlíðarenda í Reykjavík.Ábyrgð innanríkisráðherra ekki gagnvart byggingu íbúða Ólöf Nordal svaraði á þá leið að það væri á ábyrgð innanríkisráðuneytisins að halda uppi innanlandsflugi á Íslandi. Ríkið reki flugvöll í Vatnsmýri í Reykjavík og að það sé ákvörðun innanríkisráðherra hvers tíma hvernig á því máli skuli halda. Ekki sé hægt að hefja frekari framkvæmdir fyrr en tekin hefur verið ákvörðun um að loka neyðarbrautinni.Ólöf Nordal segir að byrja verði á því að tryggja öryggi innanlandsflugsins.vísir/anton brink„Það skiptir máli fyrir yfirvöld flugmála í landinu að hafa einhvern fyrirsjáanleika í því hvernig skipulagningu innanlandsflugs verður háttað. Það er ekki hægt fyrir ráðherra flugmála að taka ákvaraðnir sem eru til þess fallnar að draga svo verulega úr öryggi innanlandsflugs að því sé hætta búin,“ sagði Ólöf. Byrja þurfi á því að tryggja öryggi áður en frekari ákvarðanir séu teknar. „Ábyrgð innanríkisráðherra sem yfirmanns flugmála er fyrst og fremst sú að gæta að því að hægt sé að reka hér innanlandsflug og að það sé gert með öruggum hætti, bæði þegar litið er til almenns flugöryggis og til öryggis landsmanna í heild sinni. Þar liggur ábyrgð innanríkisráðuneytis númer eitt, tvö og þrjú. Þótt ég myndi gjarnan vilja stýra öllum húsnæðismálum í landinu þá hefur mér ekki verið falið að gera það, en fram að þeim tíma ætla ég að einbeita mér að þessu verkefni. Svona stendur það.“ Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sakaði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra á Alþingi í dag um að draga lappirnar varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar. Ráðherrann hafi með því tafið framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu og þannig meðal annars stöðvað uppbyggingu 400 lítilla íbúða á sama tíma og mikill húsnæðisskortur sé ríkjandi á höfuðborgarsvæðinu. „Mig langar aðeins að varpa ljósi á þann tvískinnung sem ég upplifi í verkum ríkisstjórnarinnar við að leysa þann brýna húsnæðisvanda sem fyrir liggur, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Eina stundina tala flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar fyrir mikilvægi þess að leysa húsnæðisvandann sem upp er kominn eftir áralangt frost á húsnæðismarkaði, en aðra stundina gera þeir fátt annað en að tefja og standa í vegi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu,“ sagði Heiða Kristín og spurði hvort innanríkisráðherra hyggist standa í vegi fyrir að þessar íbúðir fái að rísa við Hlíðarenda í Reykjavík.Ábyrgð innanríkisráðherra ekki gagnvart byggingu íbúða Ólöf Nordal svaraði á þá leið að það væri á ábyrgð innanríkisráðuneytisins að halda uppi innanlandsflugi á Íslandi. Ríkið reki flugvöll í Vatnsmýri í Reykjavík og að það sé ákvörðun innanríkisráðherra hvers tíma hvernig á því máli skuli halda. Ekki sé hægt að hefja frekari framkvæmdir fyrr en tekin hefur verið ákvörðun um að loka neyðarbrautinni.Ólöf Nordal segir að byrja verði á því að tryggja öryggi innanlandsflugsins.vísir/anton brink„Það skiptir máli fyrir yfirvöld flugmála í landinu að hafa einhvern fyrirsjáanleika í því hvernig skipulagningu innanlandsflugs verður háttað. Það er ekki hægt fyrir ráðherra flugmála að taka ákvaraðnir sem eru til þess fallnar að draga svo verulega úr öryggi innanlandsflugs að því sé hætta búin,“ sagði Ólöf. Byrja þurfi á því að tryggja öryggi áður en frekari ákvarðanir séu teknar. „Ábyrgð innanríkisráðherra sem yfirmanns flugmála er fyrst og fremst sú að gæta að því að hægt sé að reka hér innanlandsflug og að það sé gert með öruggum hætti, bæði þegar litið er til almenns flugöryggis og til öryggis landsmanna í heild sinni. Þar liggur ábyrgð innanríkisráðuneytis númer eitt, tvö og þrjú. Þótt ég myndi gjarnan vilja stýra öllum húsnæðismálum í landinu þá hefur mér ekki verið falið að gera það, en fram að þeim tíma ætla ég að einbeita mér að þessu verkefni. Svona stendur það.“
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira