Memento verður endurgerð Birgir Olgeirsson skrifar 17. nóvember 2015 09:54 Guy Pearce og Joe Pontaliano í hlutverkum sínum í Memento. Vísir/IMDb Bandaríska kvikmyndaverið AMBI Pictures ætlar að fjármagna og framleiða endurgerð af kvikmyndinni Memento. Myndin er jafnan álitin sem ein af bestu kvikmyndum síðasta áratugar og eru margir kvikmyndaunnendur gapandi hissa yfir þessum fréttum. Leikstjórinn Christopher Nolan sló í gegn með henni þegar hún kom út árið 2000 en Memento segir frá manni, leikinn af Guy Pearce, sem býr ekki yfir skammtímaminni og leitar að morðingja eiginkonu sinnar. Nolan sagði suma hluta sögu myndarinnar í öfugri tímaröð á meðan aðrir þættir hennar voru í réttri tímaröð. Nolan og bróðir hans voru tilnefndir til Óskarsverðlaun fyrir handrit myndarinnar og var hún einnig tilnefnd fyrir bestu klippinguna. Myndin á sér því stóran sess í hjörtu margra sem eiga erfitt með að skilja hvað réttlætir endurgerð þessarar myndar. Myndin er nýleg, þótti afar vel heppnuð og virðist í fyrstu vera óðs manns æði að ætla sér að fylgja eftir velgengni Nolans með því að segja þessa sögu aftur. Andrea Iervolino og Monika Bacardi standa að baki AMBI Pictures en fyrirtækið eignaðist nýlega kvikmyndasafn Exclusive Media Group og þar með endurgerðaréttinn að myndum á borð við Memento, Cruel Intentions, Donnie Darko, Rush og Sliding Doors, ásamt öðrum. Í yfirlýsingu um málið sagði Bacardi að Memento væri meistaraverk sem skyldi eftir spurningar í hugum áhorfenda, bæði á meðan áhorfi stendur og löngu eftir að því er lokið. „Sem sýnir hvað hún er virkilega framúrskarandi. Ætlun okkar er að fylgja eftir þeirri sýn sem Christopher Nolan hafði á þessa sögu og segja þessa sögu á jafn ögrandi og eftirminnilegan hátt,“ sagði Bacardi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaverið AMBI Pictures ætlar að fjármagna og framleiða endurgerð af kvikmyndinni Memento. Myndin er jafnan álitin sem ein af bestu kvikmyndum síðasta áratugar og eru margir kvikmyndaunnendur gapandi hissa yfir þessum fréttum. Leikstjórinn Christopher Nolan sló í gegn með henni þegar hún kom út árið 2000 en Memento segir frá manni, leikinn af Guy Pearce, sem býr ekki yfir skammtímaminni og leitar að morðingja eiginkonu sinnar. Nolan sagði suma hluta sögu myndarinnar í öfugri tímaröð á meðan aðrir þættir hennar voru í réttri tímaröð. Nolan og bróðir hans voru tilnefndir til Óskarsverðlaun fyrir handrit myndarinnar og var hún einnig tilnefnd fyrir bestu klippinguna. Myndin á sér því stóran sess í hjörtu margra sem eiga erfitt með að skilja hvað réttlætir endurgerð þessarar myndar. Myndin er nýleg, þótti afar vel heppnuð og virðist í fyrstu vera óðs manns æði að ætla sér að fylgja eftir velgengni Nolans með því að segja þessa sögu aftur. Andrea Iervolino og Monika Bacardi standa að baki AMBI Pictures en fyrirtækið eignaðist nýlega kvikmyndasafn Exclusive Media Group og þar með endurgerðaréttinn að myndum á borð við Memento, Cruel Intentions, Donnie Darko, Rush og Sliding Doors, ásamt öðrum. Í yfirlýsingu um málið sagði Bacardi að Memento væri meistaraverk sem skyldi eftir spurningar í hugum áhorfenda, bæði á meðan áhorfi stendur og löngu eftir að því er lokið. „Sem sýnir hvað hún er virkilega framúrskarandi. Ætlun okkar er að fylgja eftir þeirri sýn sem Christopher Nolan hafði á þessa sögu og segja þessa sögu á jafn ögrandi og eftirminnilegan hátt,“ sagði Bacardi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira