Erlent

Segjast hafa komið í veg fyrir aðra árás á ferðamannastað

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjöldi ferðamanna í bænum hefur farið sílækkandi frá því í júní
Fjöldi ferðamanna í bænum hefur farið sílækkandi frá því í júní Vísir/EPA
Lögreglan í Túnis hefur komið í veg fyrir aðra árás á ferðamannastaðinn Sousse. 38 ferðamenn voru myrtir þar í júní af vígamanni Íslamska ríkisins. Innanríkisráðuneyti Túnis heldur þessu fram og segir rúmlega tólf vígamenn hafa verið handtekna. Þeir eru taldir hafa verið þjálfaðir af ISIS í Sýrlandi og Líbýu.

Minnst 3.000 borgarar Túnis berjast nú í Írak og Sýrlandi samkvæmt frétt BBC.

Embættismenn þar í landi segja að mennirnir hafi haft í huga að ráðast gegn stjórnmálamönnum, hótelum og öryggismiðstöðvum í Sousse. Fjöldi ferðamanna í bænum hefur farið sílækkandi frá því í júní

Sjá einnig: Tala látinna komin í 37 í Túnis.

Auk handtakanna í dag sagði innanríkisráðuneytið frá handtökum sjö kvenna í gær. Þær eru sakaðar um að vera meðlimir í fjölmiðladeild Jund al-Khilafa, sem er deild Íslamska ríkisins í Túnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×