Erlent

Kúrdar hvetja vesturlönd til þess að auka hernað gegn Isis

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Masrour Barzani.
Masrour Barzani. Vísir/AFP
Yfirmaður njósna- og öryggismála hjá Kúrdum í Írak segist vonast til að vesturlönd vakni í kjölfar hryðjuverkanna í París og einbeiti sér fyrir alvöru að því að uppræta Isis samtökin í Írak og í Sýrlandi.

Kúrdum hefur vegnað vel í baráttunni við öfgamennina og segir Masrour Barzani að hægt sé að sigra Isis á nokkrum mánuðum, ef stórveldin tækju fullan þátt í stríðinu. Isis stjórnar enn stórum svæðum í Írak og í Sýrlandi en hafa þó gefið eftir upp á síðkastið. Kúrdar náðu til að mynda stjórn á borginni Sinjar á dögunum sem er talin hernaðarlega mikilvæg í Írak.

Barzani segir í samtali við BBC að enn væri þó við ramman reip að draga og því yrðu stórveldin að leggja meira af mörkum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×