Sport

Royals vann World Series

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ned Yost, þjálfari Royals, fær hér Gatorade-bað í leikslok.
Ned Yost, þjálfari Royals, fær hér Gatorade-bað í leikslok. vísir/getty
Kansas City Royals varð í nótt meistari í bandaríska hafnaboltanum í fyrsta sinn síðan árið 1985.

Royals lagði þá New York Mets, 7-2, í fimmta úrslitaleik liðanna og rimmuna 4-1.

Sigurinn í nótt var heldur betur dramatískur en Royals var 2-0 undir er síðasta lotan hófst. Þar náði liðið að jafna og tryggja sér framlengingu. Liðið kláraði svo leikinn í tólftu lotu.

Gríðarlega svekkjandi fyrir leikmenn Mets en Royals var búið að vinna svona leiki í allan vetur og er vel að titlinum komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×