Harden heillum horfinn og Houston steinliggur í öllum leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2015 22:30 James Harden hefur verið ískaldur í upphafi tímabilsins. Vísir/Getty James Harden og lið hans Houston Rockets hafa byrjað tímabilið skelfilega í NBA-deildinni í körfubolta. Houston Rockets hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni og þeim öllum með 20 stigum. Það dugði ekki einu sinni liðinu að komast 21 stigi yfir á móti Miami Heat í síðasta leik. Houston-liðið tapaði ekki aðeins forystunni heldur steinlá á endanum 109-89. Houston tapaði síðustu 23 mínútum leiksins 65-24 og þetta stórtap bættist því við 20 stiga tap á móti Denver (85-105) og 20 stiga tap á móti Golden State (92-112). En hver er ástæðan? Frammistaðan hjá stórstjörnu liðsins, James Harden, hlýtur að vera ein af stóru ástæðunum fyrir þessari matraðabyrjun. Harden var með 27,4 stig að meðaltal á síðustu leiktíð og talaði sjálfur um það hann hefði átt að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Þau verðlaun hlaut aftur á móti Steph Curry hjá Golden State Warriors. Harden hefur gert alltaf en standa undir eigin mati í upphafi leiktíðar. James Harden hefur verið heillum horfinn í þessum þremur leikjum en hann hefur skorað í þeim 18,0 stig að meðaltali. Það er þó hræðileg nýting sem sker sig úr. James Harden hefur aðeins hitt úr 22 prósent skota sinna og aðeins 3 af 32 skota hans fyrir utan þriggja stiga línuna hafa ratað rétta leið. Þetta þýðir að þriggja stiga nýting kappans í fyrstu þremur leikjunum er aðeins 9,4 prósent. Hittni Harden er meira að segja á niðurleið. Hann hitti úr 16,7 prósent þriggja stiga skota sinna í fyrsta leiknum á móti Denver (2 af 12), tíu prósent þriggja stiga skota sinna í öðrum leiknum á móti Golden State (1 af 10) en klikkaði síðan á öllum tíu þriggja stiga skotum sínum á móti Miami. Harden hefur bjargað stigaskori sínu á vítalínunni þar sem hann hefur nýtt 27 af 31 skoti sínu (87,1 prósent) en helmingur stiga hans hafa komið á vítalínunni. Verkefni kvöldsins hjá Harden og Houston Rockets liðinu er heimaleikur á móti Oklahoma City Thunder í nótt. Oklahoma City Thunder hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu og verða erfiðir við að eiga í nótt.Eintómt svekkelsi hjá James Harden.Vísir/Getty NBA Tengdar fréttir James með 29 stig gegn gömlu félögunum | Myndbönd Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni vestanhafs í nótt. 31. október 2015 11:18 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
James Harden og lið hans Houston Rockets hafa byrjað tímabilið skelfilega í NBA-deildinni í körfubolta. Houston Rockets hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni og þeim öllum með 20 stigum. Það dugði ekki einu sinni liðinu að komast 21 stigi yfir á móti Miami Heat í síðasta leik. Houston-liðið tapaði ekki aðeins forystunni heldur steinlá á endanum 109-89. Houston tapaði síðustu 23 mínútum leiksins 65-24 og þetta stórtap bættist því við 20 stiga tap á móti Denver (85-105) og 20 stiga tap á móti Golden State (92-112). En hver er ástæðan? Frammistaðan hjá stórstjörnu liðsins, James Harden, hlýtur að vera ein af stóru ástæðunum fyrir þessari matraðabyrjun. Harden var með 27,4 stig að meðaltal á síðustu leiktíð og talaði sjálfur um það hann hefði átt að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Þau verðlaun hlaut aftur á móti Steph Curry hjá Golden State Warriors. Harden hefur gert alltaf en standa undir eigin mati í upphafi leiktíðar. James Harden hefur verið heillum horfinn í þessum þremur leikjum en hann hefur skorað í þeim 18,0 stig að meðaltali. Það er þó hræðileg nýting sem sker sig úr. James Harden hefur aðeins hitt úr 22 prósent skota sinna og aðeins 3 af 32 skota hans fyrir utan þriggja stiga línuna hafa ratað rétta leið. Þetta þýðir að þriggja stiga nýting kappans í fyrstu þremur leikjunum er aðeins 9,4 prósent. Hittni Harden er meira að segja á niðurleið. Hann hitti úr 16,7 prósent þriggja stiga skota sinna í fyrsta leiknum á móti Denver (2 af 12), tíu prósent þriggja stiga skota sinna í öðrum leiknum á móti Golden State (1 af 10) en klikkaði síðan á öllum tíu þriggja stiga skotum sínum á móti Miami. Harden hefur bjargað stigaskori sínu á vítalínunni þar sem hann hefur nýtt 27 af 31 skoti sínu (87,1 prósent) en helmingur stiga hans hafa komið á vítalínunni. Verkefni kvöldsins hjá Harden og Houston Rockets liðinu er heimaleikur á móti Oklahoma City Thunder í nótt. Oklahoma City Thunder hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu og verða erfiðir við að eiga í nótt.Eintómt svekkelsi hjá James Harden.Vísir/Getty
NBA Tengdar fréttir James með 29 stig gegn gömlu félögunum | Myndbönd Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni vestanhafs í nótt. 31. október 2015 11:18 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
James með 29 stig gegn gömlu félögunum | Myndbönd Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni vestanhafs í nótt. 31. október 2015 11:18