Enski boltinn

Þorvaldur dæmir á Riverside Stadium í Middlesbrough

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorvaldur Árnason.
Þorvaldur Árnason. Vísir/Daníel
Íslenski FIFA-dómarinn Þorvaldur Árnason er á leiðinni til Englands þar sem hann mun dæma leik í Unglingadeild UEFA á fimmtudaginn.

Þorvaldur Árnason verður með flautuna á leik enska liðsins Middlesbrough og ítalska liðsins Torino í Unglingadeild UEFA.

Aðstoðardómarar Þorvaldar og ferðafélagar í ferðinni verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Bryngeir Valdimarsson.

Leikurinn fer fram á Riverside Stadium í Middlesbrough sem er tæplega 35 þúsund manna völlur sem var tekinn í notkun 26. ágúst 1995.

Fjórði dómarinn í leiknum er síðan David Webb sem dæmir meðal annars í ensku b-deildinni.

Þetta er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar.

Þorvaldur Árnason  og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdu í Unglingadeild UEFA í lok september en Þorvaldur var þá með flautuna á leik Arsenal FC og Olympiacos FC. Jóhann Gunnar var einnig með Þorvaldi í þeirri ferð.

Þorvaldur dæmi einnig í þessari keppni í desember 2013 þegar unglingalið Manchester United tók á móti unglingalið Shakhtar Donetsk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×