Enski boltinn

Fabregas stendur ekki fyrir uppreisn innan herbúða Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. vísir/getty
Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas þvertekur fyrir að vera leiðtogi í uppreisn gegn Jose Mourinho, stjóra Chelsea.

Slúðrað hefur verið um að hann leiði hóp sem vinni gegn Mourinho innan félagsins og vilji losna við portúgalska stjórann.

„Ég vil koma því á hreint, eftir að hafa frétt af sögum á internetinu, að ég er ánægður hjá Chelsea og á frábært samband við stjórann," sagði Fabregas á Twitter.

„Það eru einstaklingar utan félagsins sem reyna að koma félaginu úr jafnvægi en ég trúi því að við munum koma til baka."

Chelsea er búið að tapa sex af fyrstu ellefu leikjum sínum í deildinni og situr í 15. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×