Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - ÍBV 33-25 | Haukar komnir á toppinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2015 22:15 Haukar eru komnir á topp Olís-deildar kvenna eftir öruggan og sannfærandi sigur á ÍBV, 33-25, í Schenker-höllinni í kvöld. Þetta var sjöundi sigur Hauka í röð en liðið hefur verið á mikilli og góðri siglingu undanfarnar vikur. Eyjakonur hafa hins vegar tapað tveimur síðustu leikjum illa eftir að hafa unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fyrri hálfleikurinn var eign Hauka sem léku við hvurn sinn fingur. Hin portúgalska Maria Pereira gaf tóninn en hún skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Hauka sem komust í 5-1. Vörn ÍBV var úti á þekju í fyrri hálfleik og markvarslan þ.a.l. lítil. Hinum megin byrjaði Elín Jóna Þorsteinsdóttir fyrri hálfleikinn frábærlega en hún varði átta skot á fyrstu 13 mínútum leiksins. Eyjakonur minnkuðu muninn í 5-3 en Haukar svöruðu með fjórum mörkum gegn einu og komust fimm mörkum yfir, 9-4. Ragnheiður Ragnarsdóttir var áberandi í fyrri hálfleik en Eyjakonur létu hægra hornið nánast afskipt í sínum varnarleik. Ragnheiður skoraði alls fjögur mörk í fyrri hálfleiknum og fiskaði auk þess eitt víti og brottvísun á leikmann gestanna. Hafnfirðingar náðu mest átta marka forystu, 17-9, undir lok fyrri hálfleiks en Eyjakonur skoruðu tvö síðustu mörk hans og því var munurinn sex mörk í hálfleik, 17-11. Það var þó aldrei nein endurkoma í kortunum. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn á 4-2 kafla og endurheimtu átta marka forystuna sem þeir höfðu tapað niður í undir lok fyrri hálfleiks. Staðan var 21-13 þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum og fimm mínútum síðar var munurinn kominn upp í níu mörk, 24-15, og leik í raun lokið. Haukar náðu mest 12 marka forystu, 30-18, en gestirnir náðu að laga stöðuna undir lokin og niðurstaðan því átta marka sigur heimakvenna, 33-25. Elín Jóna varði alls 18 skot í marki Hauka en hinum megin var markvarslan lítil, fyrr en í rusltíma þegar úrslitin voru löngu ráðin. Maria var markahæst hjá Haukum með átta mörk en níu leikmenn liðsins komust á blað í kvöld. Ramune Pekarskyte skoraði sjö mörk og Ragnheiður sex. Hjá ÍBV var Drífa Þorvaldsdóttir sú eina með lífsmarki en hún gerði níu mörk.Óskar: Gripum tækifærið Haukar komust í kvöld á topp Olís-deildar kvenna með öruggum átta marka sigri, 33-25, á ÍBV. Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, var eðlilega hæstánægður með sigurinn og spilamennsku síns liðs en hann átti ekki von á því að Haukar hefðu jafnmikla yfirburði og raun bar vitni. "Auðvitað, ég bjóst ekki við svona yfirburðum í leik tveggja jafnra liða," sagði Óskar en Haukar hafa verið á frábæru skriði að undanförnu og unnið sjö deildarleiki í röð. "Við áttum tækifæri til að komast á toppinn og gripum það. Ég er glaður yfir því. Nú þurfum við að halda dampi. Við eigum Gróttu í næsta leik og það verður verðugt verkefni." Óskar segir að sterkur varnarleikur hafi lagt grunninn að sigri Hauka í kvöld. "Við spiluðum gríðarlega grimman varnarleikur og þær voru þéttar og virkar og náðu að brjóta vel. Síðan hefur Elín verið að verja vel, og extra vel þegar við erum að spila góða vörn," sagði Óskar sem var einnig ánægður með sóknarleikinn í kvöld. "Sóknarleikurinn var líka mjög sterkur og við vorum ekki í neinu bulli. Við sóttum rétt og gerðum það sem lagt var upp með," sagði Óskar. Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, spilaði í kvöld sinn fyrsta leik frá því í 1. umferðinni. Óskar segir mikilvægt að hafa endurheimt þennan öfluga leikstjórnanda. "Hún veitir okkur enn meira öryggi og eykur breiddina í liðinu. Það var smá ryð í henni en hún er með þannig leiksskilning að hún verður fljót að komast í gott stand," sagði Óskar að endingu.Hrafnhildur: Vonandi er ég með alvöru íþróttamenn Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, sagði að sitt lið hafi ekki verið með frá byrjun gegn Haukum í kvöld. "Við mættum aldrei til leiks, ekkert af viti. Við fórum með nokkur dauðafæri í byrjun sem skipti miklu en eftir það leit þetta illa út," sagði Hrafnhildur en Eyjakonur lentu mest 12 mörkum undir í seinni hálfleik, 30-18. "Það var andleysi og liðið er ekki líkt sjálfu sér," sagði Hrafnhildur sem hafði trú á því að ÍBV gæti komið til baka þegar liðin héldu til búningsherbergja. "Við fórum vel yfir þetta í hálfleik og trúin var til staðar í liðinu. En um leið og við misstum þær aftur langt frá okkur varð brekkan enn brattari." ÍBV hefur tapað tveimur leikjum í röð býsna sannfærandi eftir að hafa unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni. "Alvöru íþróttamenn stíga upp og ég vona að ég sé með alvöru íþróttamenn í liðinu," sagði Hrafnhildur. "Svo er þessi útivallargrýla og við þurfum að taka á henni. Við höfum spilað illa á útivelli, fyrir utan fyrsta leikinn gegn Fram."Ramune Pekarskyte, leikmaður Hauka, reynir að finna leiðir framhjá Eyjavörninni í kvöld.Vísir/ErnirHrafnhildur Skúladóttir.Vísir/ErnirÓskar Ármannsson.Vísir/Ernir Olís-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Haukar eru komnir á topp Olís-deildar kvenna eftir öruggan og sannfærandi sigur á ÍBV, 33-25, í Schenker-höllinni í kvöld. Þetta var sjöundi sigur Hauka í röð en liðið hefur verið á mikilli og góðri siglingu undanfarnar vikur. Eyjakonur hafa hins vegar tapað tveimur síðustu leikjum illa eftir að hafa unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fyrri hálfleikurinn var eign Hauka sem léku við hvurn sinn fingur. Hin portúgalska Maria Pereira gaf tóninn en hún skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Hauka sem komust í 5-1. Vörn ÍBV var úti á þekju í fyrri hálfleik og markvarslan þ.a.l. lítil. Hinum megin byrjaði Elín Jóna Þorsteinsdóttir fyrri hálfleikinn frábærlega en hún varði átta skot á fyrstu 13 mínútum leiksins. Eyjakonur minnkuðu muninn í 5-3 en Haukar svöruðu með fjórum mörkum gegn einu og komust fimm mörkum yfir, 9-4. Ragnheiður Ragnarsdóttir var áberandi í fyrri hálfleik en Eyjakonur létu hægra hornið nánast afskipt í sínum varnarleik. Ragnheiður skoraði alls fjögur mörk í fyrri hálfleiknum og fiskaði auk þess eitt víti og brottvísun á leikmann gestanna. Hafnfirðingar náðu mest átta marka forystu, 17-9, undir lok fyrri hálfleiks en Eyjakonur skoruðu tvö síðustu mörk hans og því var munurinn sex mörk í hálfleik, 17-11. Það var þó aldrei nein endurkoma í kortunum. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn á 4-2 kafla og endurheimtu átta marka forystuna sem þeir höfðu tapað niður í undir lok fyrri hálfleiks. Staðan var 21-13 þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum og fimm mínútum síðar var munurinn kominn upp í níu mörk, 24-15, og leik í raun lokið. Haukar náðu mest 12 marka forystu, 30-18, en gestirnir náðu að laga stöðuna undir lokin og niðurstaðan því átta marka sigur heimakvenna, 33-25. Elín Jóna varði alls 18 skot í marki Hauka en hinum megin var markvarslan lítil, fyrr en í rusltíma þegar úrslitin voru löngu ráðin. Maria var markahæst hjá Haukum með átta mörk en níu leikmenn liðsins komust á blað í kvöld. Ramune Pekarskyte skoraði sjö mörk og Ragnheiður sex. Hjá ÍBV var Drífa Þorvaldsdóttir sú eina með lífsmarki en hún gerði níu mörk.Óskar: Gripum tækifærið Haukar komust í kvöld á topp Olís-deildar kvenna með öruggum átta marka sigri, 33-25, á ÍBV. Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, var eðlilega hæstánægður með sigurinn og spilamennsku síns liðs en hann átti ekki von á því að Haukar hefðu jafnmikla yfirburði og raun bar vitni. "Auðvitað, ég bjóst ekki við svona yfirburðum í leik tveggja jafnra liða," sagði Óskar en Haukar hafa verið á frábæru skriði að undanförnu og unnið sjö deildarleiki í röð. "Við áttum tækifæri til að komast á toppinn og gripum það. Ég er glaður yfir því. Nú þurfum við að halda dampi. Við eigum Gróttu í næsta leik og það verður verðugt verkefni." Óskar segir að sterkur varnarleikur hafi lagt grunninn að sigri Hauka í kvöld. "Við spiluðum gríðarlega grimman varnarleikur og þær voru þéttar og virkar og náðu að brjóta vel. Síðan hefur Elín verið að verja vel, og extra vel þegar við erum að spila góða vörn," sagði Óskar sem var einnig ánægður með sóknarleikinn í kvöld. "Sóknarleikurinn var líka mjög sterkur og við vorum ekki í neinu bulli. Við sóttum rétt og gerðum það sem lagt var upp með," sagði Óskar. Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, spilaði í kvöld sinn fyrsta leik frá því í 1. umferðinni. Óskar segir mikilvægt að hafa endurheimt þennan öfluga leikstjórnanda. "Hún veitir okkur enn meira öryggi og eykur breiddina í liðinu. Það var smá ryð í henni en hún er með þannig leiksskilning að hún verður fljót að komast í gott stand," sagði Óskar að endingu.Hrafnhildur: Vonandi er ég með alvöru íþróttamenn Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, sagði að sitt lið hafi ekki verið með frá byrjun gegn Haukum í kvöld. "Við mættum aldrei til leiks, ekkert af viti. Við fórum með nokkur dauðafæri í byrjun sem skipti miklu en eftir það leit þetta illa út," sagði Hrafnhildur en Eyjakonur lentu mest 12 mörkum undir í seinni hálfleik, 30-18. "Það var andleysi og liðið er ekki líkt sjálfu sér," sagði Hrafnhildur sem hafði trú á því að ÍBV gæti komið til baka þegar liðin héldu til búningsherbergja. "Við fórum vel yfir þetta í hálfleik og trúin var til staðar í liðinu. En um leið og við misstum þær aftur langt frá okkur varð brekkan enn brattari." ÍBV hefur tapað tveimur leikjum í röð býsna sannfærandi eftir að hafa unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni. "Alvöru íþróttamenn stíga upp og ég vona að ég sé með alvöru íþróttamenn í liðinu," sagði Hrafnhildur. "Svo er þessi útivallargrýla og við þurfum að taka á henni. Við höfum spilað illa á útivelli, fyrir utan fyrsta leikinn gegn Fram."Ramune Pekarskyte, leikmaður Hauka, reynir að finna leiðir framhjá Eyjavörninni í kvöld.Vísir/ErnirHrafnhildur Skúladóttir.Vísir/ErnirÓskar Ármannsson.Vísir/Ernir
Olís-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira