„Mig langar til að öskra á feðraveldið að hætta þessu djöfulsins rugli“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 14:46 Heiða Kristín Helgadóttir vísir/vilhelm Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði nýja rannsókn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur, að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Rannsóknin, sem var gerð á meðal stjórnenda í 245 stærstu fyrirtækjum landsins, sýnir mikinn kynjahalla á meðal stjórnenda þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Að þeirra mati skýrist kynjahallinn meðal annars af því að konur taka fjölskylduna fram yfir framann en konur aftur á móti segja skýringuna liggja meðal annars í því að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum. „Þetta er gríðarlega alvarlegt og sláandi og ég skil ekki af hverju við erum ekki að tala um þetta öllum stundum. Því ef þetta eru viðhorfin í atvinnulífinu hvernig er þá staðan til dæmis í opinbera kerfinu? Í eina röndina fallast mér gjörsamlega hendur og mig langar til að öskra á feðraveldið að hætta þessu djöfulsins rugli en þar sem ég er einstaklega góð í því að vinna undir álagi og sinni vanalega ekki heimilisstörfum án þess að gera eitthvað annað á meðan, velti ég því fyrir mér hvað við getum gert hérna til þess að breyta þessu og þá sérstaklega þessum viðhorfum,“ sagði Heiða Kristín.„Kynjalausir ofurkarlmenn“ í Hæstarétti Nefndi hún í þessu samhengi Hæstarétt sem sætt hefur mikilli gagnrýna fyrir að virða ekki jafnréttislög við skipan í nefnd þeirra sem meta hæfi umsækjenda um dómarastöður. Sagði Heiða Hæstarétt vera ömurlegt partý sem konur virtust ekki hafa aðgang að. „Þar eru einhvers konar kynjalausir ofurkarlmenn sem láta kynjasjónarmið ekki trufla sig, öfugt okkur konunum sem látum álag og heimilisstörf og kyn okkar þvælast fyrir í einu og öllu.“ Heiða nefndi einnig hlutfall kvenna á þingi og í ríkisstjórn og sagði að árið 2015 og í framtíðinni ætti það hlutfall einfaldlega að vera jafnt. Þá sagði hún kynjakvóta hafa verið jákvætt skref í að breyta ríkjandi viðhorfum. Þegar Heiða hafði lokið máli sínu bað Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, þingmenn um að bölva hvorki né blóta í ræðustól Alþingis. Alþingi Tengdar fréttir Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunarstöðum íslenskra fyrirtækja. Þeir telja meðal annars fjölskylduna vera hindrun fyrir konur á vinnumarkaði. 29. október 2015 14:00 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði nýja rannsókn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur, að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Rannsóknin, sem var gerð á meðal stjórnenda í 245 stærstu fyrirtækjum landsins, sýnir mikinn kynjahalla á meðal stjórnenda þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Að þeirra mati skýrist kynjahallinn meðal annars af því að konur taka fjölskylduna fram yfir framann en konur aftur á móti segja skýringuna liggja meðal annars í því að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum. „Þetta er gríðarlega alvarlegt og sláandi og ég skil ekki af hverju við erum ekki að tala um þetta öllum stundum. Því ef þetta eru viðhorfin í atvinnulífinu hvernig er þá staðan til dæmis í opinbera kerfinu? Í eina röndina fallast mér gjörsamlega hendur og mig langar til að öskra á feðraveldið að hætta þessu djöfulsins rugli en þar sem ég er einstaklega góð í því að vinna undir álagi og sinni vanalega ekki heimilisstörfum án þess að gera eitthvað annað á meðan, velti ég því fyrir mér hvað við getum gert hérna til þess að breyta þessu og þá sérstaklega þessum viðhorfum,“ sagði Heiða Kristín.„Kynjalausir ofurkarlmenn“ í Hæstarétti Nefndi hún í þessu samhengi Hæstarétt sem sætt hefur mikilli gagnrýna fyrir að virða ekki jafnréttislög við skipan í nefnd þeirra sem meta hæfi umsækjenda um dómarastöður. Sagði Heiða Hæstarétt vera ömurlegt partý sem konur virtust ekki hafa aðgang að. „Þar eru einhvers konar kynjalausir ofurkarlmenn sem láta kynjasjónarmið ekki trufla sig, öfugt okkur konunum sem látum álag og heimilisstörf og kyn okkar þvælast fyrir í einu og öllu.“ Heiða nefndi einnig hlutfall kvenna á þingi og í ríkisstjórn og sagði að árið 2015 og í framtíðinni ætti það hlutfall einfaldlega að vera jafnt. Þá sagði hún kynjakvóta hafa verið jákvætt skref í að breyta ríkjandi viðhorfum. Þegar Heiða hafði lokið máli sínu bað Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, þingmenn um að bölva hvorki né blóta í ræðustól Alþingis.
Alþingi Tengdar fréttir Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunarstöðum íslenskra fyrirtækja. Þeir telja meðal annars fjölskylduna vera hindrun fyrir konur á vinnumarkaði. 29. október 2015 14:00 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Sjá meira
Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunarstöðum íslenskra fyrirtækja. Þeir telja meðal annars fjölskylduna vera hindrun fyrir konur á vinnumarkaði. 29. október 2015 14:00