Fékk ályktun samþykkta einróma á þingi Alþjóðaþingmannasamtakanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2015 13:58 Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata var í í síðasta mánuði fyrst íslenskra þingmanna til að fá ályktun samþykkta á þingi Alþjóðaþingmannasamtakanna í Genf. Ályktunin fjallar um að tryggja mannréttindi fólks á internetinu til jafns við réttindi þess í raunheimum. Þing Alþjóðaþingmannasambandsins fór fram í Genf í Sviss í næst síðustu viku októbermánaðar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á því á Alþingi í gær að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefði haft frumkvæði fyrir og verið framsögumaður að ályktun í mannréttindanefnd sambandsins ásamt þingmanni frá Suður Kóreu um réttindi fólks á internetinu. Hældi Ragnheiður Birgittu fyrir eljusemina í málinu. „Þessi tillaga fjallar um lýðræði í hinum stafrænu heimum og ógnum gegn friðhelgi einkalífsins. Hún er í töluvert mörgum liðum sem lúta bæði að eftirliti þingnefnda með þeim sem stunda njósnir í hverju ríki fyrir sig og eftirliti með einkafyrirtækjum,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Ályktunin nái einnig til uppljóstrara bæði heima og heiman sem ákveðin viðbrögð við aðstæðum Edward Snowden sem gerður hafi verið heimilislaus. „Hún fjallar um réttindi blaðamanna, hún fjallar um mikilvægi þess að styrkja lýðræðið á þann veg að þú getir greitt atkvæði án þess að eiga það á hættu að það sé hægt að rekja það til þín og margt annað.“ Þá sé búið að þýða álytunina yfir á íslensku og skýrsla um málið verði lögð fyrir innanríkisráðherra til að kanna hvar Ísland standi miðað við efni ályktunarinnar. Um 166 ríki eiga aðild að Alþjóðaþingmannasambandinu og segir Birgitta mikla vinnu hafa farið í gerð ályktunarinnar með aðstoð fólks víða að. En ályktunin byggi meðal annars á ályktunum frá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuráðinu. Tekist hafi að ná málamiðlunum og að forða slæmum breytingartillögum sem að lokum hafi leitt til þess að ályktunin hafi verið samþykkt einróma á þinginu. Hvað þýðir það að fá svona tillögu í gegn? „Það þýðir það að öll þessi ólíku lönd sem eiga aðild að þar hafa núna verkfæri til þess að þrýsta á sín yfirvöld. Það er sérstaklega mikilvægt til dæmis í ljósi þess sem verið er að reyna að troða í gegnum breska þingið, það er auðvitað mjög alvarlegt.“ En þar liggur fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar sem myndi heimila stjórnvöldum að fylgjast nánast með hverri hreyfingu fólks á netinu. „Fyrst og fremst var hin eiginlega niðurstaða málsins að mannréttindi eiga og eru hin sömu hvort sem það er í hinum stafrænu heimum eða í raunveruleikanum.“ Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata var í í síðasta mánuði fyrst íslenskra þingmanna til að fá ályktun samþykkta á þingi Alþjóðaþingmannasamtakanna í Genf. Ályktunin fjallar um að tryggja mannréttindi fólks á internetinu til jafns við réttindi þess í raunheimum. Þing Alþjóðaþingmannasambandsins fór fram í Genf í Sviss í næst síðustu viku októbermánaðar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á því á Alþingi í gær að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefði haft frumkvæði fyrir og verið framsögumaður að ályktun í mannréttindanefnd sambandsins ásamt þingmanni frá Suður Kóreu um réttindi fólks á internetinu. Hældi Ragnheiður Birgittu fyrir eljusemina í málinu. „Þessi tillaga fjallar um lýðræði í hinum stafrænu heimum og ógnum gegn friðhelgi einkalífsins. Hún er í töluvert mörgum liðum sem lúta bæði að eftirliti þingnefnda með þeim sem stunda njósnir í hverju ríki fyrir sig og eftirliti með einkafyrirtækjum,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Ályktunin nái einnig til uppljóstrara bæði heima og heiman sem ákveðin viðbrögð við aðstæðum Edward Snowden sem gerður hafi verið heimilislaus. „Hún fjallar um réttindi blaðamanna, hún fjallar um mikilvægi þess að styrkja lýðræðið á þann veg að þú getir greitt atkvæði án þess að eiga það á hættu að það sé hægt að rekja það til þín og margt annað.“ Þá sé búið að þýða álytunina yfir á íslensku og skýrsla um málið verði lögð fyrir innanríkisráðherra til að kanna hvar Ísland standi miðað við efni ályktunarinnar. Um 166 ríki eiga aðild að Alþjóðaþingmannasambandinu og segir Birgitta mikla vinnu hafa farið í gerð ályktunarinnar með aðstoð fólks víða að. En ályktunin byggi meðal annars á ályktunum frá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuráðinu. Tekist hafi að ná málamiðlunum og að forða slæmum breytingartillögum sem að lokum hafi leitt til þess að ályktunin hafi verið samþykkt einróma á þinginu. Hvað þýðir það að fá svona tillögu í gegn? „Það þýðir það að öll þessi ólíku lönd sem eiga aðild að þar hafa núna verkfæri til þess að þrýsta á sín yfirvöld. Það er sérstaklega mikilvægt til dæmis í ljósi þess sem verið er að reyna að troða í gegnum breska þingið, það er auðvitað mjög alvarlegt.“ En þar liggur fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar sem myndi heimila stjórnvöldum að fylgjast nánast með hverri hreyfingu fólks á netinu. „Fyrst og fremst var hin eiginlega niðurstaða málsins að mannréttindi eiga og eru hin sömu hvort sem það er í hinum stafrænu heimum eða í raunveruleikanum.“
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira