Bíó og sjónvarp

Dauðvona aðdáandi sá Star Wars á undan öðrum

Samúel Karl Ólason skrifar
Daniel ásamt vinum sínum.
Daniel ásamt vinum sínum.
J.J. Abrams, leikstjóri Star Wars: The Force Awakens, varð við ósk dauðvona aðdáenda og leyfði honum að sjá ókláraða útgáfu af myndinni. Hinn 32 ára gamli Daniel Fleetwood fékk þær fregnir í júlí að hann ætti einungis tvo mánuði eftir ólifaða vegna krabbameins. Star Wars verður frumsýnd þann 18. desember.

Eiginkona hans Ashely leit til samfélagsmiðla á dögunum og setti af stað átakið #ForceForDaniel. Daniel sjálfur sagði í viðtali að hann taldi að hann myndi ekki vera lifandi þegar myndin verður frumsýnd.

Kassamerkið #ForceForDaniel fékk alveg ótrúlega dreifingu á nokkrum dögum og meðal þeirra sem notuðu það voru Logi Geimgengill sjálfur, Mark Hammill, og John Boyega, einn af aðalleikurum Force Awakens.

Ashley sagði svo frá því á Facebook í gær að Daniel hefði fengið senda ókláraða útgáfu af myndinn frá J.J Abrams sjálfum.

To all our wonderful supporters, friends, family and awesome strangers: Daniels final dream was just granted!!! Today...

Posted by Ashley Fleetwood on Thursday, November 5, 2015
Skemmtilegt er að skoða Facebooksíðu Ashley, þar sem vel má sjá hvernig átak hennar #ForceForDaniel vatt upp á sig og fjölmiðlar og stjörnur myndarinnar vöktu athygli á því.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem J.J. Abrams verður við sambærilegum óskum dauðvona manns. Árið 2013 fékk Daniel Craft að sjá ókláraða útgáfu af Star Trek mynd Abrams. Craft lést svo nokkrum dögum seinna.

>





Fleiri fréttir

Sjá meira


×