Enski boltinn

Klopp hissa á viðbrögðunum | "Evrópudeildin er frábær keppni“

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Klopp var líflegur að vanda á línunni í Rússlandi.
Klopp var líflegur að vanda á línunni í Rússlandi. Vísir/Getty
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ekki skilja viðhorf Englendinga þegar kemur að Evrópudeildinni en margir furðuðu sig á því að hann skyldi stilla upp sterku liði gegn Rubin Kazan á fimmtudaginn.

Klopp sem tók við liði Liverpool á dögunum af Brendan Rodgers stillti upp sterku liði í Rússlandi en forveri hans og aðrir knattspyrnustjórar ensku liðanna hafa yfirleitt stillt upp blöndu af reynslumeiri leikmönnum og ungum leikmönnum í Evrópudeildinni til þess að hvíla stjörnunar fyrir leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Klopp sagðist ekki skilja þá ákvörðun hjá öðrum knattspyrnustjórum og benti á að lið sem væru aðilar í Meistaradeild Evrópu þyrftu einnig að spila í hverri viku.

„Munurinn á að spila í þessari keppni og Meistaradeildinni er ekkert gríðarlega mikill. Ef þú ert að spila í Meistaradeildinni ertu að spila á þriðjudögum eða miðvikudögum og svo um helgi. Er munurinn að enskum fjölmiðlum líkar betur við Meistaradeildina?“ sagði Klopp og bætti við:

„Það myndi enginn búast við því að maður færi með lið sem innihéldi leikmenn úr unglingaliðinu í leik gegn Real Madrid. Hvað hefði fólk sagt ef ég hefði tekið unglingaliðið til Rússlands? Þeir hefðu lært af þeirri reynslu en ekki lært þá hluti sem við viljum að þeir læri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×