Meistararnir unnu sjötta leikinn í röð | Úrslit gærkvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. nóvember 2015 11:00 Curry hefur skarað fram úr í frábæru liði Golden State Vísir/Getty Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors unnu í nótt sjötta leikinn í röð í NBA-deildinni með fimmtán stiga sigri á Denver Nuggets, 119-104, en Golden State Warriors er síðasta taplausa lið deildarinnar að sex leikjum loknum. Þrátt fyrir að það vanti þjálfara liðsins, Steve Kerr, á hliðarlínuna virðast leikmenn liðsins vera hungraðir í að sanna að meistaratitill síðasta árs hafi ekki verið nein heppni en liðið slátraði meðal annars Memphis Grizzlies á dögunum. Stephen Curry sem var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (e. Most Valuable Player) á síðasta tímabili var aðeins þremur fráköstum frá þrefaldri tvennu með 34 stig ásamt því að gefa tíu stoðsendingar og taka sjö fráköst í leiknum. Eftir tap Toronto Raptors gegn Orlando Magic í nótt er Golden State síðasta ósigraða liðið í deildinni að sex leikjum loknum.Harden var frábær að vanda.Vísir/GettyLeikmenn Houston Rockets virðast vera að vakna til lífsins eftir slaka byrjun en liðið vann þriðja leik sinn í röð í nótt á útivelli gegn Sacramento Kings. James Harden steig heldur betur upp í fjarveru Dwight Howard og setti 43 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. Leikmenn Los Angeles Lakers unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu með sex stiga sigri á Brooklyn Nets en í leiknum mættust tveir launahæstu leikmenn deildarinnar, Kobe Bryant og Joe Johnson. Kobe var stigahæstur í liði Lakers með átján stig en hann hitti ekki úr fyrstu sex skotunum sínum í leiknum.Maðurinn sem kallar sig kónginn.Vísir/gettyÞá varð LeBron James í nótt aðeins 20. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem nær þeim merka áfanga að setja niður 9000 skot í deildinni í naumum sex stiga sigri Cleveland Cavaliers á Philadelphia 76ers. James var atkvæðamestur í liði Cleveland með 31 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar í leiknum. Hér fyrir neðan má sjá helstu tilþrif gærkvöldsins ásamt samantekt á frábærum frammistöðum hjá Harden og Paul George í nótt.Úrslit kvöldsins: Toronto Raptors 87-92 Orlando Magic Washington Wizards 98-118 Boston Celtics Los Angeles Lakers 104-98 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 102-108 Cleveland Cavaliers Milwaukee Bucks 99-92 New York Knicks Miami Heat 87-90 Indiana Pacers Atlanta Hawks 121-115 New Orleans Pelicans Detroit Pistons 100-92 Phoenix Suns Denver Nuggets 104-119 Golden State Warriors Houston Rockets 116-110 Sacramento KingsHelstu tilþrif kvöldsins: George og Harden voru frábærir í nótt: NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors unnu í nótt sjötta leikinn í röð í NBA-deildinni með fimmtán stiga sigri á Denver Nuggets, 119-104, en Golden State Warriors er síðasta taplausa lið deildarinnar að sex leikjum loknum. Þrátt fyrir að það vanti þjálfara liðsins, Steve Kerr, á hliðarlínuna virðast leikmenn liðsins vera hungraðir í að sanna að meistaratitill síðasta árs hafi ekki verið nein heppni en liðið slátraði meðal annars Memphis Grizzlies á dögunum. Stephen Curry sem var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (e. Most Valuable Player) á síðasta tímabili var aðeins þremur fráköstum frá þrefaldri tvennu með 34 stig ásamt því að gefa tíu stoðsendingar og taka sjö fráköst í leiknum. Eftir tap Toronto Raptors gegn Orlando Magic í nótt er Golden State síðasta ósigraða liðið í deildinni að sex leikjum loknum.Harden var frábær að vanda.Vísir/GettyLeikmenn Houston Rockets virðast vera að vakna til lífsins eftir slaka byrjun en liðið vann þriðja leik sinn í röð í nótt á útivelli gegn Sacramento Kings. James Harden steig heldur betur upp í fjarveru Dwight Howard og setti 43 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. Leikmenn Los Angeles Lakers unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu með sex stiga sigri á Brooklyn Nets en í leiknum mættust tveir launahæstu leikmenn deildarinnar, Kobe Bryant og Joe Johnson. Kobe var stigahæstur í liði Lakers með átján stig en hann hitti ekki úr fyrstu sex skotunum sínum í leiknum.Maðurinn sem kallar sig kónginn.Vísir/gettyÞá varð LeBron James í nótt aðeins 20. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem nær þeim merka áfanga að setja niður 9000 skot í deildinni í naumum sex stiga sigri Cleveland Cavaliers á Philadelphia 76ers. James var atkvæðamestur í liði Cleveland með 31 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar í leiknum. Hér fyrir neðan má sjá helstu tilþrif gærkvöldsins ásamt samantekt á frábærum frammistöðum hjá Harden og Paul George í nótt.Úrslit kvöldsins: Toronto Raptors 87-92 Orlando Magic Washington Wizards 98-118 Boston Celtics Los Angeles Lakers 104-98 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 102-108 Cleveland Cavaliers Milwaukee Bucks 99-92 New York Knicks Miami Heat 87-90 Indiana Pacers Atlanta Hawks 121-115 New Orleans Pelicans Detroit Pistons 100-92 Phoenix Suns Denver Nuggets 104-119 Golden State Warriors Houston Rockets 116-110 Sacramento KingsHelstu tilþrif kvöldsins: George og Harden voru frábærir í nótt:
NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira