Sport

Rússar rændu mig minni stærstu stund

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jenny Meadows, 800 m hlaupari frá Bretlandi.
Jenny Meadows, 800 m hlaupari frá Bretlandi. Vísir/Getty
Viðbrögð við skýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar, WADA, hafa ekki látið á sér standa eftir að hún var birt síðdegis.

Í henni eru Rússar sakaðir um stórfellt lyfjamisferli og svindl. Minnst fimm íþróttamenn og fimm þjálfarar eigi að fá lífstíðarbann fyrir brot sín og þá er til að mynda fullyrt að Rússar hafi með framferði sínu eyðilagt síðustu Ólympíuleika.

Sjá einnig: Vilja henda Rússum úr frjálsum íþróttum

Sebastian Coe, nýkjörinn formaður Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF, hefur gefið Rússum frest til mánudags til að svara ásökunum en í skýrslunni er farið fram á að Rússum verði meinuð þátttaka í alþjóðlegum frjálsíþróttamótum.

Alþjóðaólympíusambandið, brást við útgáfu skýrslunnar með yfirlýsingu nú síðdegis. Þar er innihald skýrslunnar harmað og sagt vera dapurt fyrir íþróttaheiminn allan.

Íþróttamenn hafa brugðist við þessum tíðindum í dag og margir þeirra segja að niðurstaðan komi þeim ekki á óvart. Breski hlauparinn Jenny Meadows fullyrti að rússneska frjálsíþróttasambandið hafi rænt hana stærstu stund hennar á íþróttaferlinum.

Íþróttamenn sem hafa annað hvort fallið á lyfjaprófi eða eru grunaðir um lyfjamisnotkun hafa kostað Meadows sex verðlaun á alþjóðlegum stórmótum. Sterkasta grein Meadows er 800 m hlaup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×