Alþingi eitt getur tekið ákvörðun um nýja staðsetningu Landsspítalans Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2015 12:53 Heilbrigðisráðherra segir Alþingi eitt geta breytt ákvörðun um staðsetningu ný Landsspítala. En kjördæmaþing Framsóknarfélaganna í Reykjavík ályktaði í gærkvöldi að stjórnvöld kanni nýtt staðarval. Hundruð milljóna hefur nú þegar verið kostað til uppbyggingar spítalans við Hringbraut. Í ályktun kjördæmaþings Framsóknarfélaganna í Reykjavík er tekið undir áskorun Samtakanna um betri spítala á betri stað; um að stjórnvöld láti vinna nýtt staðarval fyrir Landspítalann með opnum og faglegum hætti, eins og það er orðað. Flest bendi til að nýr Landsspítali á besta stað gæti hafið starfsemi fyrr, verið ódýrari og mætt þörfum sjúklinga og starfsfólks mun betur en ef byggt yrði við núverandi húsnæði Landspítalans. Þá hefur formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra haldið fram svipuðum skoðunum Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir skiptar skoðanir um þetta mál. „Hins vegar vil ég árétta það að Alþingi samþykkti samhljóða með lögum árið 2010 að það ætti að standa að uppbyggingu nýs spítala við Hringbraut. Og með lögum 2013 var einnig samþykkt samhljóða að við þá uppbyggingu skyldu gilda lög um skipan opinberra framkvæmda,“ segir heilbrigðisráðherra. Þá hafi Alþingi að auki samþykkt samhljóða ályktun um Landsspítalann í maí í fyrra. „Þar sem tekið er á þremur efnislegum þáttum í þessu máli. Staðsetningunni við Hringbraut og hvernig haga ætti undirbúningi að byggingu og síðan ákveðin atriði varðandi fjármögnun. Þannig að það liggur fyrir mjög afdráttarlaus stefnumörkun að hálfu Alþingis,“ segir Kristján Þór. Þá sé gert ráð fyrir uppbyggingu á nýjum spítala við Hringbraut í fjárlögum síðasta árs, þessa árs og í frumvarpi til fjárlaga á næsta ári sem og í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2019. „Með allt þetta í farteskinu og þessa stefnumörkun segir það sig sjálft að heilbrigðisráðherra getur ekkert annað gert en að vinna á þessum grunni. Þetta mál á sér mjög langa sögu. Og það hefur verið unnið að þessu sennilega frá því undir lok síðustu aldar,“ segir Kristjan Þór. Til að mynda sé gert ráð fyrir um fimm milljörðum króna í þetta verkefni á í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.Heldur þú að það séu einhverjar líkur á því miðað við alla þessa forsögu, að það sé kominn einhver nýr meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja spítalann á öðrum stað? „Það bara þekki ég ekki. Ég hef ekki heyrt þá umræðu. Ég er ekki að hafa forgöngu um það að þessari stefnu verði breytt,“ segir heilbrigðisráðherra. En ef menn vilja breyta henni er Alþingi þá ekki rétti vettvangurinn til að koma fram með slíka tillögu? „Jú, að sjálfsögðu verður það að vera Alþingi sem breytir um stefnu í þessu máli,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Innlent Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Innlent Fleiri fréttir Mona Lisa fær sérherbergi Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir Alþingi eitt geta breytt ákvörðun um staðsetningu ný Landsspítala. En kjördæmaþing Framsóknarfélaganna í Reykjavík ályktaði í gærkvöldi að stjórnvöld kanni nýtt staðarval. Hundruð milljóna hefur nú þegar verið kostað til uppbyggingar spítalans við Hringbraut. Í ályktun kjördæmaþings Framsóknarfélaganna í Reykjavík er tekið undir áskorun Samtakanna um betri spítala á betri stað; um að stjórnvöld láti vinna nýtt staðarval fyrir Landspítalann með opnum og faglegum hætti, eins og það er orðað. Flest bendi til að nýr Landsspítali á besta stað gæti hafið starfsemi fyrr, verið ódýrari og mætt þörfum sjúklinga og starfsfólks mun betur en ef byggt yrði við núverandi húsnæði Landspítalans. Þá hefur formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra haldið fram svipuðum skoðunum Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir skiptar skoðanir um þetta mál. „Hins vegar vil ég árétta það að Alþingi samþykkti samhljóða með lögum árið 2010 að það ætti að standa að uppbyggingu nýs spítala við Hringbraut. Og með lögum 2013 var einnig samþykkt samhljóða að við þá uppbyggingu skyldu gilda lög um skipan opinberra framkvæmda,“ segir heilbrigðisráðherra. Þá hafi Alþingi að auki samþykkt samhljóða ályktun um Landsspítalann í maí í fyrra. „Þar sem tekið er á þremur efnislegum þáttum í þessu máli. Staðsetningunni við Hringbraut og hvernig haga ætti undirbúningi að byggingu og síðan ákveðin atriði varðandi fjármögnun. Þannig að það liggur fyrir mjög afdráttarlaus stefnumörkun að hálfu Alþingis,“ segir Kristján Þór. Þá sé gert ráð fyrir uppbyggingu á nýjum spítala við Hringbraut í fjárlögum síðasta árs, þessa árs og í frumvarpi til fjárlaga á næsta ári sem og í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2019. „Með allt þetta í farteskinu og þessa stefnumörkun segir það sig sjálft að heilbrigðisráðherra getur ekkert annað gert en að vinna á þessum grunni. Þetta mál á sér mjög langa sögu. Og það hefur verið unnið að þessu sennilega frá því undir lok síðustu aldar,“ segir Kristjan Þór. Til að mynda sé gert ráð fyrir um fimm milljörðum króna í þetta verkefni á í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.Heldur þú að það séu einhverjar líkur á því miðað við alla þessa forsögu, að það sé kominn einhver nýr meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja spítalann á öðrum stað? „Það bara þekki ég ekki. Ég hef ekki heyrt þá umræðu. Ég er ekki að hafa forgöngu um það að þessari stefnu verði breytt,“ segir heilbrigðisráðherra. En ef menn vilja breyta henni er Alþingi þá ekki rétti vettvangurinn til að koma fram með slíka tillögu? „Jú, að sjálfsögðu verður það að vera Alþingi sem breytir um stefnu í þessu máli,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Innlent Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Innlent Fleiri fréttir Mona Lisa fær sérherbergi Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Sjá meira