Frakkar brjálaðir yfir ummælum Jeb Bush Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2015 14:00 Forsetaframboð Jeb Bush er í bullandi vandræðum. Vísir/Getty Fyrrverandi ríkisstjóri Florída og einn af frambjóðendum Repúblikana til forseta í Bandaríkjunum þótti ekki eiga góðan dag í þriðju kappræðum Rebúblikana. Ekki hefur það skánað því að nú eru Frakkar ævareiðir út í Bush fyrir að gera grín að vinnusiðferði Frakka. Bush hélt því fram í kappræðunum að Öldungadeild bandaríska þingsins væri ekki mjög afkastamikil og líkti hann vinnuviku öldungardeildarþingmanna við það sem hann kallaði franska vinnuviku þar sem aðeins væri mætt í vinnuna þrjá daga í viku. Starfsmönnum framboðs Bush þótti þetta reyndar svo sniðug ummæli að þeir klipptu myndbrot af því saman og settu á Twitter-reikning Bush.French Work Week vs. Real Accomplishments. #GOPDebate https://t.co/24yQ2bMGmF— Jeb Bush (@JebBush) October 29, 2015 Gérard Araud, sendiherra Frakklands í Bandaríkjunum var þó ekki á eitt sáttur með þetta og var fljótur að mæta á Twitter til að hrekja fullyrðingar Bush.In any country, electoral campaigns offer the opportuniity for a lot of bombastic nonsense. Let's be indulgent. https://t.co/fRyjoYYYjn— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 The French work an average of 39,6 hours a week compared to 39,2 for the Germans. https://t.co/22yUVpQbq7— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 A French work week of 3 days? No but a pregnancy paid leave of 16 weeks yes! And proud of it.— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 Franska blaðið Local var fljótt að benda á að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Frakkland er notað til þess að gera lítið úr öðrum frambjóðendum í Bandaríkjunum og því til stuðnings benti blaðið á auglýsingaherfreð New Ginrich til höfuðs Mitt Romney fyrir forsetakosningarnar 2012 þar sem gert var grín að Romney fyrir að tala reiprennandi frönsku. Samskiptastjóri Bush, Tim Miller, lét hafa það eftir sér að starsfólk forsetaframboð hans hefði ekki miklar áhyggjur af mótbárum Frakka og að Bush ynni umtalsvert meira en 40 stundir í hverri viku. Miller endurtísti svo eftirfarandi tísti frá blaðamanninum Kelsey Rupp.A look inside the "French work week" of the U.S. Senate #news https://t.co/C60YzrLuWS— Kelsey Rupp (@KelseyRupp) October 29, 2015 Blaðakonan Laura Hain frá frönsku sjónvarpsstöðinni Canal+ spurði blaðafulltrúa Hvíta hússins út í þessi ummæli Bush. Hann hafði ekki miklar áhyggjur af ummælum Bush og sagðist vona að Frakkar hefðu ekki tekið ummælunum persónulega. Jeb Bush þykir hafa staðið sig illa í kappræðum Repúblikana og telja margir að framboð hans sé í miklum vandræðum á meðan Marco Rubio og Ted Cruz, hans helstu keppinautar, þykja hafa verið sigurvegarar kappræðnanna sem fóru fram sl. miðvikudag. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45 Aukin harka í kappræðunum Skurðlæknirinn Carson hefur saxað á forskot Donalds Trumps í skoðanakönnunum. Enda hafa yfirlýsingar Carsons líka vakið athygli fyrir glannaskap. 30. október 2015 09:00 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fyrrverandi ríkisstjóri Florída og einn af frambjóðendum Repúblikana til forseta í Bandaríkjunum þótti ekki eiga góðan dag í þriðju kappræðum Rebúblikana. Ekki hefur það skánað því að nú eru Frakkar ævareiðir út í Bush fyrir að gera grín að vinnusiðferði Frakka. Bush hélt því fram í kappræðunum að Öldungadeild bandaríska þingsins væri ekki mjög afkastamikil og líkti hann vinnuviku öldungardeildarþingmanna við það sem hann kallaði franska vinnuviku þar sem aðeins væri mætt í vinnuna þrjá daga í viku. Starfsmönnum framboðs Bush þótti þetta reyndar svo sniðug ummæli að þeir klipptu myndbrot af því saman og settu á Twitter-reikning Bush.French Work Week vs. Real Accomplishments. #GOPDebate https://t.co/24yQ2bMGmF— Jeb Bush (@JebBush) October 29, 2015 Gérard Araud, sendiherra Frakklands í Bandaríkjunum var þó ekki á eitt sáttur með þetta og var fljótur að mæta á Twitter til að hrekja fullyrðingar Bush.In any country, electoral campaigns offer the opportuniity for a lot of bombastic nonsense. Let's be indulgent. https://t.co/fRyjoYYYjn— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 The French work an average of 39,6 hours a week compared to 39,2 for the Germans. https://t.co/22yUVpQbq7— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 A French work week of 3 days? No but a pregnancy paid leave of 16 weeks yes! And proud of it.— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 Franska blaðið Local var fljótt að benda á að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Frakkland er notað til þess að gera lítið úr öðrum frambjóðendum í Bandaríkjunum og því til stuðnings benti blaðið á auglýsingaherfreð New Ginrich til höfuðs Mitt Romney fyrir forsetakosningarnar 2012 þar sem gert var grín að Romney fyrir að tala reiprennandi frönsku. Samskiptastjóri Bush, Tim Miller, lét hafa það eftir sér að starsfólk forsetaframboð hans hefði ekki miklar áhyggjur af mótbárum Frakka og að Bush ynni umtalsvert meira en 40 stundir í hverri viku. Miller endurtísti svo eftirfarandi tísti frá blaðamanninum Kelsey Rupp.A look inside the "French work week" of the U.S. Senate #news https://t.co/C60YzrLuWS— Kelsey Rupp (@KelseyRupp) October 29, 2015 Blaðakonan Laura Hain frá frönsku sjónvarpsstöðinni Canal+ spurði blaðafulltrúa Hvíta hússins út í þessi ummæli Bush. Hann hafði ekki miklar áhyggjur af ummælum Bush og sagðist vona að Frakkar hefðu ekki tekið ummælunum persónulega. Jeb Bush þykir hafa staðið sig illa í kappræðum Repúblikana og telja margir að framboð hans sé í miklum vandræðum á meðan Marco Rubio og Ted Cruz, hans helstu keppinautar, þykja hafa verið sigurvegarar kappræðnanna sem fóru fram sl. miðvikudag.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45 Aukin harka í kappræðunum Skurðlæknirinn Carson hefur saxað á forskot Donalds Trumps í skoðanakönnunum. Enda hafa yfirlýsingar Carsons líka vakið athygli fyrir glannaskap. 30. október 2015 09:00 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00
Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45
Aukin harka í kappræðunum Skurðlæknirinn Carson hefur saxað á forskot Donalds Trumps í skoðanakönnunum. Enda hafa yfirlýsingar Carsons líka vakið athygli fyrir glannaskap. 30. október 2015 09:00
Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31
Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07