Nissan teflir Datsun fram á fleiri mörkuðum Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 15:18 Datsun Go. Autoevolution. Fyrir um 18 mánuðum síðan ákvað Nissan að blása aftur lífi í Datsun merkið og tefldi fram ódýrum bílum í fjórum löndum undir merkjum Datsun. Þessi lönd eru Indland, Indónesía, Rússland og S-Afríka. Síðan þá hafa selst 114.000 Datsun bílar og opnuð 420 söluumboð í þessum löndum. Nissan hyggst ekki nema staðar með þessu og líklegt er að bílar Datsun muni brátt einnig sjást í S-Ameríkulöndum, fleiri Afríkulöndum og Suðaustur-Asíu. Söluhæsti bíll Datsun eftir endurfæðingun er Datsun Go og nú er kominn Datsun Go-Cross bíll sem er örlítið hækkuð útgáfa Go með stærri og meira áberandi framenda og stærri ljósum. Hann er hugsaður aðallega fyrir Indland og Indónesíu og mun kosta 100-150 þúsund krónum meira en Go. Datsun Go kostar ekki nema 750.000 krónur í Indlandi og ríflega milljón krónur í Indónesíu. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent
Fyrir um 18 mánuðum síðan ákvað Nissan að blása aftur lífi í Datsun merkið og tefldi fram ódýrum bílum í fjórum löndum undir merkjum Datsun. Þessi lönd eru Indland, Indónesía, Rússland og S-Afríka. Síðan þá hafa selst 114.000 Datsun bílar og opnuð 420 söluumboð í þessum löndum. Nissan hyggst ekki nema staðar með þessu og líklegt er að bílar Datsun muni brátt einnig sjást í S-Ameríkulöndum, fleiri Afríkulöndum og Suðaustur-Asíu. Söluhæsti bíll Datsun eftir endurfæðingun er Datsun Go og nú er kominn Datsun Go-Cross bíll sem er örlítið hækkuð útgáfa Go með stærri og meira áberandi framenda og stærri ljósum. Hann er hugsaður aðallega fyrir Indland og Indónesíu og mun kosta 100-150 þúsund krónum meira en Go. Datsun Go kostar ekki nema 750.000 krónur í Indlandi og ríflega milljón krónur í Indónesíu.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent