Norræn yfirlýsing á loftslagsráðstefnu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2015 07:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, fara bæði á loftslagsráðstefnu Sameinu þjóðanna. vísir/vilhelm Sex borgarfulltrúar í Reykjavík sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember. Sömuleiðis munu fulltrúar umhverfisnefndar Alþingis fara utan auk embættismanna á þessu sviði. Á ráðstefnunni má búast við að borgarstjórar norræna höfuðborga leggi fram sameiginlega yfirlýsingu í loftslagsmálum. Um það var fjallað á fundi fulltrúa höfuðborga landanna í Reykjavík í júní og er reiknað með að frá þessu verði gengið í Danmörku í næstu viku. „Vonast ég til þess að borgarstjórar höfuðborga Norðurlandanna skrifi undir yfirlýsingu um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda umfram það sem ríkisstjórnir landanna hafa skuldbundið sig til,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í pistli í gær. „Á þessari loftslagsráðstefnu koma saman fjörutíu þúsund manns frá öllum heiminum til þess að reyna að samræma vinnubrögð og viðbrögð við stærsta viðfangsefni samtímans; að bregðast við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, sem verður meðal ráðstefnugesta. „Borgir gegna lykilhlutverki í að draga úr mengun og í losun gróðurhúsaloftegunda. Reykjavíkurborg hefur mjög metnaðarfull plön í þessum efnum og önnur sveitarfélög hafa það líka,“ segir Sóley. Aðspurð hvort nauðsynlegt sé að senda sex borgarfulltrúa úr Reykjavík á ráðstefnuna í París bendir hún á að um sé að ræða mjög stóran vettvang fyrir sveitarstjórnir. „Borgir hafa verið að pressa mjög á sínar ríkisstjórnir um að taka þarna afdrifaríkar ákvarðanir og metnaðarfullar í þágu okkar allra og okkur finnst mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir með þessum hætti,“ segir Sóley. Kjörnir fulltrúar sem fara á ráðstefnuna auk Sóleyjar og Dags eru aðrir oddvitar framboða í borgarstjórn; Halldór Halldórsson, S. Björn Blöndal, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Halldór Auðar Svansson. Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira
Sex borgarfulltrúar í Reykjavík sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember. Sömuleiðis munu fulltrúar umhverfisnefndar Alþingis fara utan auk embættismanna á þessu sviði. Á ráðstefnunni má búast við að borgarstjórar norræna höfuðborga leggi fram sameiginlega yfirlýsingu í loftslagsmálum. Um það var fjallað á fundi fulltrúa höfuðborga landanna í Reykjavík í júní og er reiknað með að frá þessu verði gengið í Danmörku í næstu viku. „Vonast ég til þess að borgarstjórar höfuðborga Norðurlandanna skrifi undir yfirlýsingu um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda umfram það sem ríkisstjórnir landanna hafa skuldbundið sig til,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í pistli í gær. „Á þessari loftslagsráðstefnu koma saman fjörutíu þúsund manns frá öllum heiminum til þess að reyna að samræma vinnubrögð og viðbrögð við stærsta viðfangsefni samtímans; að bregðast við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, sem verður meðal ráðstefnugesta. „Borgir gegna lykilhlutverki í að draga úr mengun og í losun gróðurhúsaloftegunda. Reykjavíkurborg hefur mjög metnaðarfull plön í þessum efnum og önnur sveitarfélög hafa það líka,“ segir Sóley. Aðspurð hvort nauðsynlegt sé að senda sex borgarfulltrúa úr Reykjavík á ráðstefnuna í París bendir hún á að um sé að ræða mjög stóran vettvang fyrir sveitarstjórnir. „Borgir hafa verið að pressa mjög á sínar ríkisstjórnir um að taka þarna afdrifaríkar ákvarðanir og metnaðarfullar í þágu okkar allra og okkur finnst mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir með þessum hætti,“ segir Sóley. Kjörnir fulltrúar sem fara á ráðstefnuna auk Sóleyjar og Dags eru aðrir oddvitar framboða í borgarstjórn; Halldór Halldórsson, S. Björn Blöndal, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Halldór Auðar Svansson.
Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira