Körfubolti

Fyrstu töpuðu stigin hjá Bayern

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thomas Müller, Arturo Vidal og Javi Martinez ganga af velli eftir jafnteflið í kvöld.
Thomas Müller, Arturo Vidal og Javi Martinez ganga af velli eftir jafnteflið í kvöld. Vísir/Getty
Bayern München tapaði í kvöld fyrstu stigunum sínum á tímabilinu í Þýskalandi er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Eintracht Frankfurt á útivelli.

Bayern er engu að síður enn með drjúga forystu á toppi deildarinnar en Dortmund getur minnkað hana í fimm stig með sigri á Bremen á morgun.

Lærisveinar Pep Guardiola höfðu unnið tíu deildarleiki í röð en þrátt fyrir að hafa stjórnað leiknum lengi vel í kvöld gekk þeim illa að komast í gegnum þétta vörn heimamanna.

Arturo Vidal fékk ágætt skallafæri í leiknum og Robert Lewandowski skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Annars gekk Bayern illa að skapa sér færi í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×