Glötum ekki niður tónlistarnáminu! Katrín Jakobsdóttir skrifar 20. október 2015 07:00 Vorið 2011 undirrituðu fulltrúar þáverandi ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga samkomulag um eflingu tónlistarnáms. Með samkomulaginu var lagður grundvöllur að eflingu tónlistarnáms, að nemendum yrði gert kleift að stunda hljóðfæranám á framhaldsstigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi óháð búsetu og nýtt lagafrumvarp yrði lagt fram um tónlistarnám. Samkomulagið fól í sér að ríkissjóður myndi veita 480 milljóna króna framlag vegna kennslukostnaðar í tónlistarskólum. Á móti skuldbundu sveitarfélögin sig til að taka yfir ný verkefni sem nam 230 milljónum króna. Viðbótarframlag ríkisins inn í tónlistarnám, sem lagalega er á ábyrgð sveitarfélaga, nam því 250 milljónum króna. Fyrir liggur að ekki náðist í minni menntamálaráðherratíð að endurskoða lög um tónlistarnám. Frumvarp þess efnis var þó lagt fram til kynningar vorið 2013. Lagaleg staða er því sú að námið er á ábyrgð sveitarfélaga en ríkið hefur hins vegar lýst vilja sínum til að styðja við framhaldsnám í tónlist með undirritun samkomulagsins. Að sjálfsögðu þarf að endurmeta það og forsendur þess með hliðsjón af reynslunni. Mikilvægast er hins vegar að ríki og sveitarfélög komi sér saman um framhaldið því að nú liggur fyrir að margir tónlistarskólar, ekki síst hér í höfuðborginni, eiga í verulegum vanda. Einnig liggur fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg hafa túlkað samkomulagið með ólíkum hætti. Ég hef tekið undir túlkun ríkisins. Það breytir því ekki að á meðan á þessu túlkunarstríði stendur getur verið að þessir skólar fari í þrot með tilheyrandi skaða fyrir nemendur, kennara og samfélagið allt. Íslenskt tónlistarlíf er blómlegt og vekur athygli og aðdáun langt út fyrir landsteinana. Það er engin tilviljun. Þessi gróska á rætur að rekja til góðrar og öflugrar tónlistarmenntunar. Það á að vera okkar metnaðarmál að leysa þær deilur sem staðið hafa og geti ég eða aðrir upphafsmenn samkomulagsins frá 2011 lagt okkar af mörkum til að leysa þær stendur ekki á okkur. En leyfum ekki skaðanum að verða á meðan deilt er um túlkun og ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Vorið 2011 undirrituðu fulltrúar þáverandi ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga samkomulag um eflingu tónlistarnáms. Með samkomulaginu var lagður grundvöllur að eflingu tónlistarnáms, að nemendum yrði gert kleift að stunda hljóðfæranám á framhaldsstigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi óháð búsetu og nýtt lagafrumvarp yrði lagt fram um tónlistarnám. Samkomulagið fól í sér að ríkissjóður myndi veita 480 milljóna króna framlag vegna kennslukostnaðar í tónlistarskólum. Á móti skuldbundu sveitarfélögin sig til að taka yfir ný verkefni sem nam 230 milljónum króna. Viðbótarframlag ríkisins inn í tónlistarnám, sem lagalega er á ábyrgð sveitarfélaga, nam því 250 milljónum króna. Fyrir liggur að ekki náðist í minni menntamálaráðherratíð að endurskoða lög um tónlistarnám. Frumvarp þess efnis var þó lagt fram til kynningar vorið 2013. Lagaleg staða er því sú að námið er á ábyrgð sveitarfélaga en ríkið hefur hins vegar lýst vilja sínum til að styðja við framhaldsnám í tónlist með undirritun samkomulagsins. Að sjálfsögðu þarf að endurmeta það og forsendur þess með hliðsjón af reynslunni. Mikilvægast er hins vegar að ríki og sveitarfélög komi sér saman um framhaldið því að nú liggur fyrir að margir tónlistarskólar, ekki síst hér í höfuðborginni, eiga í verulegum vanda. Einnig liggur fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg hafa túlkað samkomulagið með ólíkum hætti. Ég hef tekið undir túlkun ríkisins. Það breytir því ekki að á meðan á þessu túlkunarstríði stendur getur verið að þessir skólar fari í þrot með tilheyrandi skaða fyrir nemendur, kennara og samfélagið allt. Íslenskt tónlistarlíf er blómlegt og vekur athygli og aðdáun langt út fyrir landsteinana. Það er engin tilviljun. Þessi gróska á rætur að rekja til góðrar og öflugrar tónlistarmenntunar. Það á að vera okkar metnaðarmál að leysa þær deilur sem staðið hafa og geti ég eða aðrir upphafsmenn samkomulagsins frá 2011 lagt okkar af mörkum til að leysa þær stendur ekki á okkur. En leyfum ekki skaðanum að verða á meðan deilt er um túlkun og ábyrgð.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun