Fyrsta verkfall SFR í 31 ár Jón Hákon Haldórsson skrifar 21. október 2015 07:00 Árni Stefán Jónsson stendur í ströngu þessa dagana. Fréttablaðið/GVA Það hefur mikið mætt á Árna Stefáni Jónssyni, formanni stéttarfélagsins SFR, síðustu daga. Félagsmenn hafa verið í verkfalli að undanförnu og Árni Stefán setið langa samningafundi dögum saman. Árni er þó ýmsu vanur, enda hefur hann verið þátttakandi í stéttarfélagsbaráttunni um áratugaskeið. Hann kom úr námi 1981 og byrjaði þá að vinna í meðferðarbransanum og varð trúnaðarmaður. Hann tók síðan sæti í samninganefnd SFR árið 1987 og starfaði einnig með BSRB. Hann varð síðan framkvæmdastjóri SFR eftir stjórnarskipti árið 1990. Sextán árum seinna var hann kjörinn formaður félagsins. Árni Stefán nam rafvirkjun og varð formaður Félags nema í rafmagnsiðn og síðar varaformaður Iðnnemasambands Íslands. Síðar flutti hann til Svíþjóðar og tók phil. cand.-próf í félags- og uppeldisfræðum. Árni Stefán segir að starfsemi SFR hafi undið mikið upp á sig frá því að hann tók fyrst þátt í starfinu. „Við erum að veita miklu meiri þjónustu til félagsmanna í gegnum alls konar sjóði og við höfum sett upp mjög sterkt starfsmenntunarbatterí og eyddum miklum tíma í að taka utan um það,“ segir Árni Stefán. Þetta starf hafi verið unnið í tólf ár, sé mjög sterkt og unnið í góðri samvinnu við fjármálaráðuneytið Árni Stefán segir að margt varðandi kjaramálin hafi breyst. Áður hafi verið unninn einn miðlægur kjarasamningur en nú séu unnir stofnanasamningar fyrir hverja stofnun. „Það hefur kallað á miklu meiri vinnu við að ganga frá málum.“ Þá hefur fjölgað í félaginu undanfarið. „Það varð sprenging í ríkisstarfsmönnum 2002-2007 og við erum komin upp í 5.500 þó að málefni fatlaðra hafi verið færð til sveitarfélaganna. Áður vorum við á milli 2.500 til 3.000.“ Árni Stefán segir að kjarabaráttan sé yfirvegaðri en hún var á árum áður. „Menn tala meira saman og tala öðruvísi saman og eru lausnamiðaðri heldur en hitt. Dæmin sýna það enda hafa félagsmenn í SFR ekki farið í verkfall síðan 1984, eða í 31 ár.“ Hjá SFR er útskiptaregla og menn mega ekki gegna starfi formanns lengur en í tólf ár. Árni segir sinn tíma koma 2017. „Ég er á leiðinni út, en líka kominn á þann aldur.“ Hann segist eiga tímafrekar og skemmtilegar tómstundir sem hann getur lagt meiri rækt við þegar hann hættir. „Ég hef í gegnum árin verið mikill skokkari og svo lagðist ég í hestamennsku. Ég hef eytt tíma þar en vildi gjarnan sinna hestamennskunni meira en ég hef gert,“ segir Árni Stefán. Verkfall 2016 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Það hefur mikið mætt á Árna Stefáni Jónssyni, formanni stéttarfélagsins SFR, síðustu daga. Félagsmenn hafa verið í verkfalli að undanförnu og Árni Stefán setið langa samningafundi dögum saman. Árni er þó ýmsu vanur, enda hefur hann verið þátttakandi í stéttarfélagsbaráttunni um áratugaskeið. Hann kom úr námi 1981 og byrjaði þá að vinna í meðferðarbransanum og varð trúnaðarmaður. Hann tók síðan sæti í samninganefnd SFR árið 1987 og starfaði einnig með BSRB. Hann varð síðan framkvæmdastjóri SFR eftir stjórnarskipti árið 1990. Sextán árum seinna var hann kjörinn formaður félagsins. Árni Stefán nam rafvirkjun og varð formaður Félags nema í rafmagnsiðn og síðar varaformaður Iðnnemasambands Íslands. Síðar flutti hann til Svíþjóðar og tók phil. cand.-próf í félags- og uppeldisfræðum. Árni Stefán segir að starfsemi SFR hafi undið mikið upp á sig frá því að hann tók fyrst þátt í starfinu. „Við erum að veita miklu meiri þjónustu til félagsmanna í gegnum alls konar sjóði og við höfum sett upp mjög sterkt starfsmenntunarbatterí og eyddum miklum tíma í að taka utan um það,“ segir Árni Stefán. Þetta starf hafi verið unnið í tólf ár, sé mjög sterkt og unnið í góðri samvinnu við fjármálaráðuneytið Árni Stefán segir að margt varðandi kjaramálin hafi breyst. Áður hafi verið unninn einn miðlægur kjarasamningur en nú séu unnir stofnanasamningar fyrir hverja stofnun. „Það hefur kallað á miklu meiri vinnu við að ganga frá málum.“ Þá hefur fjölgað í félaginu undanfarið. „Það varð sprenging í ríkisstarfsmönnum 2002-2007 og við erum komin upp í 5.500 þó að málefni fatlaðra hafi verið færð til sveitarfélaganna. Áður vorum við á milli 2.500 til 3.000.“ Árni Stefán segir að kjarabaráttan sé yfirvegaðri en hún var á árum áður. „Menn tala meira saman og tala öðruvísi saman og eru lausnamiðaðri heldur en hitt. Dæmin sýna það enda hafa félagsmenn í SFR ekki farið í verkfall síðan 1984, eða í 31 ár.“ Hjá SFR er útskiptaregla og menn mega ekki gegna starfi formanns lengur en í tólf ár. Árni segir sinn tíma koma 2017. „Ég er á leiðinni út, en líka kominn á þann aldur.“ Hann segist eiga tímafrekar og skemmtilegar tómstundir sem hann getur lagt meiri rækt við þegar hann hættir. „Ég hef í gegnum árin verið mikill skokkari og svo lagðist ég í hestamennsku. Ég hef eytt tíma þar en vildi gjarnan sinna hestamennskunni meira en ég hef gert,“ segir Árni Stefán.
Verkfall 2016 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira