Fótbolti

Cech sá fyrsti sem heldur hreinu á móti Bayern á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Petr Cech.
Petr Cech. Vísir/Getty
Petr Cech, markvörður Arsenal, sýndi hversu öflugur hann er í kvöld þegar Arsnenal vann 2-0 sigur á Bayern München og fékk um leið sín fyrstu stig í Meistaradeildinni á tímabilinu.

Petr Cech varði nokkrum sinnum mjög vel frá leikmönnum Bayern München og var mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum.

Bayern München var fyrir leikinn búið að skora í öllum 13 leikjum sínum á tímabilinu, 29 mörk í 9 leikjum í þýsku deildinni, 3 mörk í 1 leik í þýska bikarnum, 1 mark í 1 leik í Meistarakeppninni og 8 mörk í 2 leikjum í Meistaradeildinni.

Petr Cech var því fyrsti markvörðurinn sem nær að halda hreinu á móti liði Bayern München á leiktíðinni.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ánægður með hann í leikslok.  

„Petr Cech var lykilmaður í þessum sigri. Hann var svo klókur og það var svo mikill klassi yfir því sem hann gerði. það voru tveir heimsklassa markverðir að spila í kvöld," sagði Arsene Wenger en í marki Bayern München var þýski landsliðsmarkvörðurinn Manuel Neuer.

Petr Cech hefur nú spilað 11 leiki með Arsenal á þessu fyrsta tímabili sínu með liðinu og hann hefur haldið hreinu í sjö leikjanna og aðeins fengið á sig samtals sjö mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×