Sport

Back to the Future II draumurinn að deyja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi stuðningsmaður Cubs hefur ekki gefist upp.
Þessi stuðningsmaður Cubs hefur ekki gefist upp. vísir/getty
Á deginum sem Marty McFly átti að koma til ársins 2015 í myndinni Back to the Future II er að verða ljóst að Chicago Cubs mun ekki vinna hafnaboltatitilinn í Bandaríkjunum eins og myndin spáði.

Það varð allt vitlaust á dögunum er Cubs, sem hefur ekki unnið deildina í 107 ár, komst í undanúrslit og margir sáu fyrir sér að þetta væri árið. Þetta yrði eins og í myndinni.

Ótrúlegur fjöldi fólks fór að setja pening á að þeir yrðu meistarar og svo margir að Cubs varð líklegasta liðið til þess að vinna samkvæmt veðbönkum.

Leikmönnum NY Mets er alveg sama um svona Öskubuskusögur og eru nú aðeins einum leik frá því að komast í úrslitaeinvígið.

Mets vann 5-2 í Chicago í nótt og leiðir einvígið 3-0. Mets þarf aðeins einn sigurleik í viðbót til þess að komast í úrslit eða World Series eins og það kallast ytra.

Cubs þarf því á kraftaverki, eða tímavél, að halda til þess að bjarga sér í þessu einvígi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×